Fimmtudagur 24.02.2011 - 18:45 - 13 ummæli

Stjórnlagaþingið lifi

Rökrétt niðurstaða stjórnlagaþingsmeirihlutans í nefndinni um stjórnlagamálið eftir úrskurð Hæstaréttar.

Sjálfstæðisflokksforystan er á móti stjórnlagaþinginu og reynir allt til að koma í veg fyrir að það verði til – taldi sig hafa himin höndum tekið þegar Hæstiréttur felldi sinn úrskurð, og hótaði öllu illu þegar sú hugmynd var nefnd að hafa uppkosningu um leið og þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Þar blikaði auðvitað á málþófsvopnið sem virkar best þegar hlutirnir þurfa að gerast hratt. Að föllnum sameiginlegum kjördegi var orðinn eini möguleikinn að kjósa aftur einhverntíma í vor, sem er alltof seint. Sjálfstæðisflokkurinn kemur sumsé í veg fyrir uppkosningar eftir Hæstaréttardóminn – en honum tekst ekki að koma í veg fyrir sjálfa endurskoðun stjórnlaganna á sérstakri samkomu.

Stjórnlagaráðið vantar umboð, segja sumir. Auðvitað var það óskemmtilegt klandur að Hæstiréttur skyldi taka umboðið af hinum þjóðkjörnu stjórnlagaþingmönnum á tæknilegum forsendum sem flestum leikmönnum þykja heldur veigalitlar. Umboð til starfa er hinsvegar ekki föst stærð sem menn taka út úr banka í eitt skipti fyrir öll. Það verður nú fulltrúanna í hinu nýja stjórnlagaráði að vinna sér það umboð sem á þykir vanta – með skynsamlegum og framsýnum tillögum sem um næst sæmileg samstaða.

Tek svo undir hugmyndir um að það eigi að kalla þjóðina að kjörborði um tillögur stjórnlagaráðsins áður en alþingi fær þær í hendur – að því tilskildu að ráðið nái með góðum meirihluta saman um ein frumvarpsdrög. Slík atkvæðagreiðsla mundi styrkja nýja þingið í störfum og gefa því það beina samband við þjóðina sem það þarf á að halda eftir úrskurð Hæstaréttar og hina þjóðfjandsamlegu þrákelkni Sjálfstæðisflokksins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Búið að breyta stjórnlagaþinginu í nefnd.

  • Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir

    Stjórnlagaþing var krafan. Þarf virkilega aðra búsáhaldabyltingu? Hvað með þá sem lofuðu, eru þau bara stykkfrí?

  • Sammála. Úr því sem komið er, er þetta skásta niðurstaðan.

    Megi hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins éta það sem úti frýs….

  • Salómonsdómurinn var stjórnlagaráð. Kosning verður ekki endurtekin og í því fellst sparnaður og það nægir sem rök. Umboð skiptir heldur engu máli í þessu samhengi enda er ráðið aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi. Það er einnig líklegt að þetta nefndarstarf verði miklu ódýrara en báknið sem átti að smíða í kringum stjórnlagaþingið. Í raun er alveg nóg að stjórnlagaráðið starfi í svo sem einn mánuð. Þegar liggja fyrir hugmyndir frá stjórnlaganefnd og þjóðfundinum og á þeim má byggja. Viðbótarhugmyndir koma síðan frá stjórnlagaráðinu og þessu má á skömmum tíma þjappa saman í þokkalegar niðurtöður fyrir Alþingi að vinna úr.
    Stjórnarskráin hefur í megindráttum dugað ágætlega en einstaka greinar er sjálfsagt að endurskoða og lagfæra í takt við tímann. Að ætla ráðinu meira en einn mánuð í verkefnið er ávísun á einskisverðar málaþrætur, fánýtt þras og málalengingar. Með afmarkaðan knappan tíma eru ráðsmenn neyddir til að vinna skipulega og markvisst.
    En alvarlegt vandamál blasir við. Þeir 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum verða tilnefndir á ráðið. En nú liggur fyrir að sumir þeirra vilja ekki taka þátt í verkefninu og hvað gera menn þá? Á að líta svo á að fækkun í hópnum sé hið besta mál og spari ómælda peninga eða þá hitt að tilnefna aðra í staðinn. Og þá vandast málið. Hvernig á að standa að því?

  • Er það ekki sjálleyst GSS ?
    Af þeim sem kjörnir voru og sem vilja vera í ráðinu verða með, en þeir sem ekki vilja vera með afsala sér þá setu….

  • „Sjálfleyst“ átti það að vera..

  • Reynir Sigurðsson

    Ef einn gengur úr skapti tekur sá við er næstur var inn og svo koll af kolli.

  • Alþingi á að láta fara fram endurtalningu atkvæða, og rasskella Hæstarétt,
    því það er virkileg ástæða fyrir þjóðina, að hafa miklar áhyggjur af Hæstarétti.
    Og virkilega slæmt að geta ekki áfrýiað þessum dómi, til t.d. Mannréttindadómstólsins, því ég get ekki betur séð en það sé verið að brjóta
    mannréttindi á þeim sem kusu.

  • Meir að segja Hæstarétti ætlar ekki að takast að bjarga okkur frá því að samansafn af vinstri sinnuðum bloggurum eigi að hafa áhrif á breytingar á stjórnarskrá Íslands. Þjóðin hundsaði þetta rugl. Hvernig væri nú ef Mörður og fleiri næðu að troða því inn í höfuðið á sér.

    Bloggararnir hafa ekkert ekkert umboð og það verður aldrei ég endurtek aldrei tekið í mál að þetta lið troði sinni hugmyndafræði inn í stjórnarskrá Íslands. Aldrei!

  • Það segir mér allt um pólitíska samsetningu þessa ráðs, að þú skulir vera svo áfram um veg þess og virðingu að jaðrar við þrákelkni.

    Hvar myndir þú staðsetja ráðsmennina út frá venjubundinni, pólitískri skilgreiningu á vinstri og hægri?

    Ég ætti kannski ekki að bera slíka spurningu undir þig, sem hefur ekki einu sinni megnað að staðsetja sjálfan þig í réttum flokki!

  • Könnun leiddi eftirfarandi í ljós: 11 af 25 menningunum höfðu verið á framboðslistum og tvo mátti tengja flokkum. Þessir 13 skiptust svona:

    Sjálfstæðisflokkurinn 4.
    Samfylking 4.
    Vinstri grænir 2.
    Framsókn 2
    Frjálslyndir 1.

    Ótrúlegt en satt þá eru þetta nokkurn veginn þau hlutföll og hafa verið undanfarin ár á milli íslensku flokkanna.

  • Sævar H.

    Tæp 70% þjóðarinnar vildi gleyma þessu stjórnlagaþingi og var alfarið á móti því að það yrði kosið aftur. Þetta er lýðræðið sem Mörður og félagar berjast fyrir. Minnihlutinn á að fá að ráða, því að meirihlutinn er of einfaldur til að geta tekið upplýsta ákvörðun.
    Það gerist ekkert hjá þessari ríkisstjórn, nema það eru stofnaðar endalausar nefndir. Hvernig væri að þið þingmenn færuð í það að reyna endurvekja traust almennings, með því að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu.
    Nei, það gerið þið ekki vegna þess, að þið þingmenn eruð vanhæfir til að gera eitthvað af viti í málunum! Þess vegna eigið þið að segja af ykkur og hleypa öðrum að sem geta gert betur. Það væri betra og ódýrara fyrir almenning, að borga ykkur laun fyrir að hanga heima.

  • Garðar Garðarsson

    Það eru engin lög sem banna Alþingi að skipa 25 manna hóp sem gerir tillögur að stjórnarskrá sem borin verður undir þjóðina. Og það er ekkert sem bannar þá sanngirni að það verði þeir 25 sem voru kosnir til stjórnlagaþings. Ef ekki fæst skýr meirihluti á þingi fyrir því að skipa þessa 25 þá væri mjög gott að gefa þjóðinni færi á að samþykkja eða hafna þessum 25 í kosningu um leið og kosið verður um Icesave-samninginn, sem myndi einfalda málið gagnvart hæstarétti og styrkja niðurstöðu Alþingis ef þjóðin samþykkir. Ef þjóðin samþykkir þessa 25 þá er ekki hægt að draga umboð þeirra í efa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur