Föstudagur 04.02.2011 - 16:22 - 18 ummæli

Hver dó?

Hver dó?

Skrýtið að hitta menn úr Sjálfstæðisflokknum þessa daga í þinginu. Þeir eru þegjandalegir, líta til manns snöggt og grúfa sig strax aftur niður í þingskjölin eða kaffibollann, láta óvenjulítið á sér bera í nefndunum (þeir sem mæta þar á annað borð), tala í salnum einsog annars hugar af skyldurækni.

Það er varla maður þori að spyrja blessað fólkið hverju sæti – og sé það gert kemur í ljós að einn er að flýta sér á foreldrafund í skólanum hjá dóttur sinni og annar er nýkominn frá tannlækni og á ekki auðvelt með talanda, en samt finnur viðmælandinn að það er eitthvað sem þjakar, leitar útrásar undan farginu.

Svona einsog barn eftir að pabbi og mamma eru skilin – eða þá að menn hafa nýspurt lát nákomins ættingja.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Hér má hlusta á hinn geðprúða Davíð Oddsson andlegan leiðtoga SjálfstæðisFLokksins

    http://blog.eyjan.is/baldurmcqueen/files/2010/08/do_swallow.mp3

    http://www.visir.is/article/20090328/FRETTIR01/941157601/-1

    Takið endilega eftir klappkórnum í seinna dæminu

    Minnir helst á daga Sjáseskú í Rúmeníu !!!

  • Vonandi gleymir þú ekki að þakka þeim fyrir að hafa sparað þjóðinni 400 milljarða.

  • Kannski er þetta „þetta reddast“ viðhorf minna áberandi á meðal margra Sjálfsstæðismanna.

  • Fyrir tveim árum sendi byggingafulltrúinn í Reykjavík starfsmenn sína til að gera útekt, á byggingum í gömlu Reykjavík, Grettisgötu, Njálsgötu og víðar,
    og fann að ýmsum frágangi, bæði húsum og lóðum. Sitt sínis hverjum um frágang og annað, en samkvæmt nýsettum lögum frá alþingi um mannvirki,
    hefur hann nú heimild til að leggja á dagsektir allt að 500 þúsund á dag,
    auk þess hefur hann heimild til að taka lögveð í húsunum, ef hann er ekki sáttur, sömu sögu er að segja um fjölskildu sem hefur ekki fjármagn til að klára byggingu sína 3 árum eftir að öryggisúttekt fer fram.
    Alþingi Íslendinga þarf að vanda betur til allrar lagasetningar, því þetta er algerlega óboðlegt af lögjafanum.

  • Bý einmitt i þessu hverfi sem S. Þórarins talar um, hús og bílskúr frá 1920,
    bílskúr hefur verið tekinn til íbúðar, gluggum bætt við, svo og dyrum,
    þannig að ég á erfitt með að trúa því sem S.Þ. heldur fram.

  • Kengúra

    Kannski dó heilbrigð skynsemi.

  • Þetta hefur verið svipuð reynsla og þáttarstjórnendurnir á Bylgjunni urðu fyrir í dag þegar þeir reyndu að ná í stjórnarþingmenn til þess að ræða lækkun barnabóta. Þá náðist ekki í neinn. Eru þó margir þar eins og þú sem ekki forðast sviðsljósið þegar það á við.

  • Friðrik Erlingsson

    Að breyttu breytanda gæti þessi pistill átt heima á AMX; það er hreinasta undur og furða að þingmenn – hvar í flokki sem þeir standa – umturnast í einhvern ‘hí á þig’ krakka um leið og ‘andstæðingar’ á þingi eru lúpulegir út af einhverju flokks klúðrinu. Ég hef enga samúð með Sjálfstæðismönnum – og ekki heldur með Samfylkingu; allir flokkar á þingi eru og hafa verið meira eða minna með kúkinn í buxunum; þeir sem hafa ‘hí á þig’ réttinn eru venjulegt fólk í þessu landi sem ofbýður – og þegir, því hvað er hægt að segja? – þegar þingmenn haga sér einsog börn. Það tekur því ekki lengur að hía, einu sinni. Börn eru sannarlega í fullum rétti að haga sér sem slík – en þingmenn…? Thja; hvar á maður að leita að samlíkingu sem varpar ljósi á þessa, að því er virðist inngrónu (etv innmúruðu?) hegðun?

  • aagnarsson

    Icesave stjórnmálamennirnir, sem samþykktu að Ég borgi,
    Icesave stórnmálamennirnir sem hafa ekki vit á, að leyfa frjálsar handfæraveiðar,
    sem leysir byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!
    Hefur þjóðinn efni á að eiga þessa stjórnmálamenn?

  • Hrafn Arnarson

    Hver dó Mörður? Þingmaður í hringiðu stjórnmálanna hlýtur að vita það.

  • ….ertu að gera grín að fólki sem þú vinnur með…ótuktin þín

  • Það dó engin Mörður. Það sem var að gerast er að menn tóku einn vondan kost fram yfir annan vondan kost. Slíkt gera hugsandi stjórnmálamenn ekki með bros á vör.

    Ein spurning til þín; hefur þú einhvern tímann þakkað Bjarna og hans félögum fyrir hjálpina við að fella Icesave II? Hvað sparaðist mikið við það?

    Ef þú heldur að þið getið í ljósi þessa gengið um ganga alþingis glottandi eins og þeir sem stríðið unnuð þá skaltu muna það að það var þjóðin sem tók af ykkur völdin í Icesave II og sparaði okkur með því móti mörg hundruð milljarða. Þar stóð Bjarni og sjálfstæðisflokkurinn allur vaktina. Hvernig hafa þingræður þínar elst í því máli? Ertu stoltur af þeim?

  • Reynir Sigurðsson

    Þórður Áskell það þarf ekki að þakka Bjarna og kó fyrir neitt en það er hægt að samgleðjast þeim fénaði með það að hætta lýðskrumi sínu.

  • Er Þetta ekki svipað andrúmsloft og þegar Ingibjörg Sólrun hætti ???

  • Guðmundur Böðvarsson

    Þinn tími er liðinn mörður. Kom aldrei.

  • Reynir minn, eru berin súr?

    Þarf ekki að þakka fyrir að Icesave II var felldur? Hefðir þú frekar viljað sitja uppi með þann samning? Þessi er hvað 90% ódýrari en Icesave II?

    Nú hljótið þið að taka undir með Þorgerði Katrínu sem hrósaði SJS í silfrinu með þeim orðum að menn verða að eiga það sem þeir eiga. Verið nú menn að meiru og þakkið Bjarna og þingmönnum stjórnarandstöðunnar fyrir vasklega framgöngu í málinu, það er svo sem óþarfi fyrir ykkur að biðjast afsökunar en gaman væri að heyra það frá ykkur að þið iðrist.

  • Gagarýnir

    Sjálfstæðisflokkurinn var bæði með töglin og haldirnar (hvað sem það annars er) og í tízku. Er ekki komið að uppgjöri hans við sín verk, sem voru ma. þau að einkavæða ríkisstofnanir eins og Póst og síma. Verðið var aukaatriði. Mestu skipti að útlendingar kæmust ekki að í þessu kvótakerfi.
    Fyrirbæri sem þekkist í fyrrum nýlendum þar sem innlend valdastétt er búin til sem er hliðholl. Og makar krókinn.

  • Hvers vegna styður Bjarni Icesave? Ástæðan er vafalítið sú að Bandaríkjamenn, studdir af Bretum, hafa skipað honum að styðja þetta. Honum hefur verið hótað að framtíð hans sem stjórnmálamanns væri ekki björt að öðrum kosti. Á þessu byggist hið kalda mat hans.
    Hins vegar er engin ástæða til að fagna þessum samningi sem ávinningi. Þjóðin hefur tapað miklu meira en ávinningnum með því að draga þetta í heilt ár. Samningur Svavars var 300 milljörðum betri og vextir 1,2% lægri en samningur Árna og Geirs og hver hefði ekki hrósað slíkum árangri. Raunin væri líka sú að við værum betur sett í dag hefði sá samningur verið samþyktur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur