Laugardagur 26.05.2012 - 18:41 - 13 ummæli

Sammála Páli Óskari

Páll Óskar góður í Sjónvarpsfréttum. Mannréttindi í Aserbaídsjan koma okkur við. Það er reyndar ekki sanngjarnt að ætlast til að Gréta og Jónsi standi í mótmælum í Bakú, en Ríkisútvarpið hefur staðið sig ótrúlega illa við að segja okkur frá ástandinu í landinu.

Ég ákvað áðan að kjósa sænsku stelpuna. Þar að auki segir Linda að sænska lagið sé bara nokkuð gott.

😉

Flokkar:

«
»

Ummæli (13)

  • Kristján Elís

    Það er margt mannréttyndabrotið, það vitum við vonandi báðir. Mér datt þatta í húg Mörður því þú situr á Alþingi og ég held að þú hafir hlustað á forseta vorn setja þá samkundu 2010, inntak ræðu hans þá var hvað íslensk þjóð hefði mikla möguleika í fjölbreytileika mannlífsins. Hann var búinn að sannfæra þá miklu mannréttyndaþjóð Kínverja um að velja íslendinga sem sína aðal samstarfsaðila á norðurhveli jarðar. Ekkert minna og þið sátuð hnípnir undir þessu vonandi. Væri ekki rétt að rifja þessa ræðu upp núna á þessum fallegu vordögum? þú ert baráttumaður

  • Gapandiundrandi

    Mætti ég í þessu samhengi minnast á tónlist og málinu skylt, niðurrif lágreistra og gamalla húsa með sál?

    Gagnrýni Páls Óskars á Nasa niðurrif og bukk þeirra Dags og Gnarrs fyrir hótelburgeisum er nefnilega ekki síðri.

    Að ég minnist ekki á hátæknisturlun þeirra félaga. Skyldi ekki einhver eiga eitthvað við þessu nasa-íska bukki þeirra félaga fyrir ofur-burgeisum?

  • Gapandiundrandi

    Palli ætti vitaskuld að vera borgarstjóri, vþa. hann hefur fallega sál.

  • Heyrðir þú ekki lagið? þú varst sem sagt ekki að kjósa í því sem kosið var um? Alveg ertu EKTA þingmaður. Kýst bara það sem þér hentar en ekki það sem málið snýst um.

    Þú ert náttúrlega alveg afburða mannréttindafrömuður? ALLAF bara að mótmæla. Svoan eins og þegar háttsettir Kínverjar mæta hingað í opinberar heimsóknir, þá mótmælir þú hástöfum þeirra mannréttindabrotum.

    Já einmitt – held þú ættir ekki að slá þig til riddara góði. Allaveganna ekki fyrr en þú sýnir að hugur fylgi máli og ÞÚ sjálfur tekur á mannréttindabrotum.

    Þú gætir jafvel byrjað strax á morgun – hér heima. Td., mótmælt því að það sé þægilegra að vera glæpamaður á Íslandi en gamalmenni. Að það sé betra að vera veikt barn í flestum löndum í kringum okkur en á Íslandi?

    Leiðst svona besserwisserar sem aldrei gera neitt af viti sjálfir.

  • Kristján Elís

    nú væri gott að fá afrekalista Hönnu í mannréttyndamálum

  • Hmm.. Við getum ekki gert upp við okkur hvor forsetinn eigi að reka sína eigin utanríkisstefnu. En okkur finnst sjálfsagt að Gréta eigi að gera það. Og RUV.

  • Sammála Guðný – þvílík tvöfeldni

    Mörður hefði td., mátt gagnrýna þegar þessi gaur var boðin hingað af Samfylkingunni !! Þeim hreint ekki til sóma að fá hann hingað.

    http://www.dv.is/frettir/2012/5/27/heimsoknin-kostadi-11-15-milljonir/

  • Jón Ólafs.

    Talandi um mannréttindi, væri ekki nær að minka biðröðina hjá Fjölskylduhjálpinni, en henda ómældum fjármunum í Fiskistofu, sem hafa að undanförnu verið við eftirlit á Breiðafyrði, ásamt Landhelgisgæslu, sem hefur falist í að fara um borð í báta og kanna veiðileyfi, haffæri, lögskráningu og fl.“ Heldurðu að sama niðurstaða hefði fengist ef þetta hefði einfaldlega verið athugað þegar bátarnir kæmu til hafnar.
    Og þegar Grásleppuvertíðin stóð sem hæst, voru eftirlitsmenn Fiskistofu á ferð um landið til að fylgjast með netafjölda hjá körlunum.
    Mörður það er greinilega ekki allt í lagi, minkum frekar biðröðina hjá Fjölskylduhjálpinni.

  • Jón Ólafs.

    Mörður framh:
    Væri það ekki mannréttindi að taka upp sóknarstýringu (dagakerfi) við stjórn fiskveiða, þá kemur allur afli að landi, og hægt væri að afhenda undirmálið Fjölskylduhjálpinni, stað þess að henda því í hafið aftur eins og nú er gert.
    Þetta væri góð byrjun á að efla mannréttindi á Íslandi.

  • Halldór Björn.

    Mörður hvernig væri nú að þú stigir fram, og berðist fyrir því að málshöfðun vegna verðtrygðra lána fengi flýtimeðferð í kerfinu.
    Ráðherrann þinn fyrverandi Gylfi neytaði að senda ólögmætu gengistryggðu lánin í fýtimeðferð, og hann er ekki borgunar maður fyrir því tjóni sem hann olli heimilunum í landinu, með heimsku sinni.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Ég kaus líka „sænsku stelpuna“, sem var sú eina af keppendum sem minntist á mannréttindi. Mannréttindi á Íslandi eru með því mesta sem gerist í heiminum og það er alveg óhætt að virða það aðeins og muna eftir því! En það þýðir ekki að okkur eigi að standa alveg á sama um hvernig allar aðrar þjóðir hafa það þó að hér megi eitthvað bæta, ekkert er fullkomið undir sólinni.

  • Þetta er kannski það eina sem Mörður hefur sagt af viti á kjörtímabilinu. RUV hefur staðið sig ótrúlega illa að segja fréttir, ekki bara af mannréttindabrotum í fjarlægu landi, heldur hefur þessi stofnun „allra landsmanna“ beinlínis dregið taum lélegustu ríkisstjornar Íslandssögunnar. Raðað hefur verið á hina pólitísku garða stofnunarinnar einhverjum gæðingum vinstri flokkanna. Fólki sem allir eru fyrir löngu hættir að taka mark á.

    Þegar Mörður og co. fara að tala um mannréttindamál, þá verður það að hálfgerðu hjómi. menn og konur sem öskruðu sig hása af mótmælum þegar forhert illmenni á borð við Saddam Hussein voru hrakin frá völdum, en sama fólk og gekk í flokk hinna viljugu þjóða að losa sig við Gaddhafi. Ekki mikið um samhljóm hjá þessu fólki frekar en fyrri daginn.

    Kjósendur muna. Þess vegna er fylgið við ríkisstjórnina með minnsta móti. Þess vegna er litið fylgi við allar helstu ákvarðanir og stefnumál ríkisstjórnarinnar, þó RUV, útvarp allra vinstrimanna vilji láta þetta líta öðruvísi út.

  • Halldór Björn.

    LÍÚ segist vilja breiða sátt um kvótafrumvörpin, það er algjörlega borðliggjandi og kristaltært, að því verður aldrei náð nema þetta fari fyrir þjóðina, best væri samhliða forsetakosningunum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur