Fimmtudagur 24.05.2012 - 15:40 - 16 ummæli

Evrópuviðræður með nýju umboði

Vænn áfangi í stjórnarskrármálinu í dag: Alþingi samþykkir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarpið frá stjórnlagaráðinu – gegn atkvæðum þeirra sem aldrei hafa viljað nýja stjórnarskrá nema þeir hafi öll völd á henni sjálfir, og – því miður – gegn atkvæðum velflestra Framsóknarmanna sem þó lofuðu hvað háværast nýrri stjórnarskrá frá sérstöku stjórnlagaþingi í síðustu kosningum.

Atkvæðagreiðslan verður í október, síðan fer málið aftur í þingið sem afgreiðir nýja stjórnarskrá fyrir kosningar næsta vor – það verður svo nýkjörins alþingis sumarið 2013 að taka lokaafstöðu til nýrra grundvallarlaga.

Í leiðinni ákvað alþingi fyrir sinn hatt að setja ESB-viðræðurnar á fulla ferð með því að fella tillögu um sérstaka atkvæðagreiðslu um að stöðva viðræðurnar. Tillagan var frá Vigdísi Hauksdóttur sem nú er að verða einhver helsti leiðtogi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, og útnefndi sjálfa sig „ræðudrottningu þingsins“ í einu af 25 ávörpum sínum meðan atkvæðagreiðslan stóð frá kl. 10.30 til 14.30.

Dronning Vigdís hefur gert landi og þjóð mikinn greiða með tillöguflutningnum, því eftir atkvæðagreiðsluna um tillöguna hennar (34–25), er ljóst að utanríkisráðherra og viðræðunefnd Íslands hefur fullkomið umboð frá þinginu til að halda áfram og ganga frá samningi – sem síðan verður settur í vald þjóðarinnar allrar á grundvelli upplýstrar umræðu.

Og þá getum við haldið áfram með næstu stórmál: Fiskveiðistjórn og rammaáætlun.

Góður dagur á alþingi. 2–0, einsog á tilteknum knattspyrnuvelli í gærkvöldi, að hafnfirskum fimleikamönnum algerlega ólöstuðum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Þetta var nú eiginlega 14:2 gegn hinni siðlausu stjórnarandstöðu.

    Nú krefjast þeir valdaráns með atbeina forsetans!!!

    Hvað verður næst?

  • Ingólfur

    Þetta er góður dagur og ég óska þér og þjóðinni allri til hamingju með að fá að kjósa um nýja stjórnarskrá í haust.
    En í gleðivímunni hættir manni stundum til að oftúlka hlutina og hlaupa framfyrir sig, svo ég reyni nú að skreyta mál mitt í stíl við sameiginlega vinkonu okkar.

    Í dag var nefnilega verið að greiða atkvæði um það hvort blanda ætti atkvæðagreiðslu um aðildina inn í atkvæðagreiðslu um annars alveg óskylt mál.
    Það var ekki reitt atkvæði með eða á móti aðildarviðræðum enn er óljóst hvort þingmenn leggi fram tillögum um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna.

  • Haukur Kristinsson

    Framsókn, a.k.a. hækjan, er orðin vasaútgáfa af Íhaldinu. Enda leiðtogar hópanna skilgetin afkvæmi sérhagsmuna gangstera Íslands. Hallærislegt lið. Forseta ræfillinn er í dag þeirra besti vinur, „a close friend“.
    Það þarf heldur betur að stokka upp spilin hér á klakanum, heldur betur.

  • Valur Bjarnason

    Þú segir í lokin á þessum pistli að þá sé ekkert annað eftir en að snúa sér að stóru málunum, eins og kvótakerfinu. Ég hafði gríðarlega miklar væntingar til ykkar varðandi frumvarp um kvótann, en þvílík vonbrigði. Það væri ekki einu sinni hægt að samþykkja þennan horbjóð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vill ekki tryggja kvótahöfum nýtingarréttinn til 20 ára fram í tímann. Einungis 5% kvótans verður innkallað og endurúthlutað, restin fer aftur til þeirra sem hafa yfirráðaréttinn. Eru þetta allar efndirnar??????

  • Eyjólfur

    „þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarpið“ vs “ sérstaka atkvæðagreiðslu um að stöðva viðræðurnar“.

    Áhugavert.

  • Ekki sf - trúboði

    “ Lýðræðisást “ Samfylkigarinnar.

    Allt vald er hjá þjóðinni og þingmenn sem skylja það ekki geta ekki búist við því að verða endurkjörnir.

  • Þú fagnar of fljótt vegna þess að þessi „Pyrrosarsygur“ ykkar í ESB málinu á eftir að verða þér og flokki þínum dýrkeyptur !

  • Þetta var góður dagur hjá ykkur í þinginu.
    Það er alveg ótrúlegt hversu illa hugsuð tillaga Vigdísar Hauksdóttur er fram sett. Svo virðist að aðalatriðið hjá henni sé að draga sjálfa sig enn eina ferðina fram í dagsljósið fremur en að leggja fram eitthvað sem gagn er af eins og flestir sem vilja sjá betri árangur af starfi þingsins.
    Hefði tillagan verið samþykkt væri hundruðum milljóna verið fleygt í sjóinn. Kannski að leikurinn hafi verið í þágu þeirra aðila sem líta á EBE sem fjanda þar sem leikur þeirra að hagsmunum þjóðarinnar er úti.
    Sjá nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1241673/

    Gangi þér og þínum Mörður vel í ykkar störfum á þingi!
    Góðar stundir!
    Guðjón Jensson atvinnuleitandi
    Mosfellsbæ

  • Gunnlaugur I.
    Er þetta hótun eða loforð?
    Geturðu vinsamlega skýrt þetta nánar?

  • Örn Ægir

    Ömulegri leppstjórn Evrópusambanndsins og múturþegum þess hér á alþingi Hefur að sjálfsögðu verið skipað frá Brussel að koma í veg fyrir með öllum ráðum að að lýðræðið næði fram að ganga og þjóðin fengi að segja hvort hún vildi yfir höfuð standa í þessari innlimunraðlögun kratafíflin í Brussel vita sem er að þeir eru með allt á hælunum hér eins og annarstaðar og það liti mjög illa út fyrir Evrópusambandið ef viðræðum yrði slitið. Það myndi auk þess vekja athygli á því að Evrópusambandið er með óhreint mjöl í pokahorninu í útþenslustefnu sinni, bæði mútar stjórnmálamönnum og gerir út efnahagsböðla. En þetta var ágætt rotturnar skriðu allar tístandi upp úr holunni nú vitum við betur hvar þær halda sig og hverjar þær eru og auðveldara að eyða þeim í næstu kosningum

  • Sæll Lyga!

    Ég vona að ég megi kalla þig með fornafni á þessum gleðidegi þínum. Svona af því að þú nefnir að framsóknarmenn gangi gegn því sem þeir töluðu um við síðustu kosningar, þá er rétt að halda því til haga að ríkisstjórn Íslands og flokkarnir sem að henni standa hafa ekki staðið við mikið af því sem þeir hafa lofað. Í því sambandi hafa þeir staðið sig mun betur en Besti flokkurinn í að svíkja kosningaloforð. Enn í dag, tæpum 4 árum eftir hrun, talar fólk úr þessum flokkum um að moka flórinn eftir fyrri stjórnir. Reyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur fellt útihúsin og það er rífandi gangur í að slátra búpeningnum. Flórstjórnin er réttnefni á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, því skítalyktin fylgir henni um allt. Það er búið að dæma svo marga úr stjórninni, að ráðherrastólarnir hafa fengið viðurnefnið „sakamannabekkurinn“.

    Rammaáætlun er eftir, já…! Það kemur plagg sem hefur verið til vinnslu í mörg, mörg ár. Fagfólk hefur komið að þessu á öllum stigum, alveg þar til þetta kom í krumlurnar á ríkisstjórninni þinni. Duglausa genginu sem er með alveg gersamlega gagnstæða póla, en getur selt sálina til hvors annars, til að sansa ákveðin hitamál. Rammaáætlun er fórnarlamb slíkra viðskipta. Faglegheitin fuku útum gluggann við fyrsta tækifæri. Vg vilja stöðva neðri Þjórsá og því eru nefndar til sögunnar „Nýjar upplýsingar“. Í staðinn verða þau áfram þæg með ESB guðinn þinn!

    Þegar kemur að nýju upplýsingunum, þá væri lágmarks kurteisi, að þið í ykkar pólitíska baktjaldamakki upplýstuð um hverjar þær eru, áður en þið gerið lítið úr vinnu fjölmargra aðila með því að breyta rammaáætlun pólitískt. Akkúrat þau fingraför ykkar munu fylgja ykkur eins og skugginn. ÞIÐ tókuð faglega unnið plagg og fiktuðuð pólitískt í því.

    Það verður því ekki hægt að álasa öðrum fyrir að fikta í því, að ykkur gengnum (blessaður veri sá dagur), því ÞIÐ drullubumburnar, í flórstjórn Jóhönnu hinnar duglausu, gáfuð tóninn! Rammaáætlun er pólitískt plagg í dag!

    Kæri Lyga… þið eruð fullkomlega duglaus á svo víðtæku sviði að það er nánast hlægilegt. Fyrir alltof mörgum er það samt grátlegt!

    Hættið! Farið! Skammist ykkar fyrir dugleysið, svikin og lygarnar!

  • Verða íslensku valdaklíkurnar alveg dýrvitlausar ef við förum þarna? Flokksræðið í útrýmarhættu og Vigdís Hauksdóttir skilur það mæta vel. Vonandi skilur þjóðin það einnig áður en yfir lýkur og tekur upplýsta ákvörðun.

    Guðni Ágústsson segir Nei, segir allt sem segja þarf.

  • Gott og vel með áframhaldandi ESB-viðræður. En aðalmálið í viðræðunum er að ná góðum samningi, vegna þess að það yrði slæmt ef þjóðin síðan samþykkti slæman samning. Það þarf ekki að þýða að samningur sé góður ef einhver fullkomin vernd fæst fyrir íslenskan landbúnað og/eða sjávarútveg. Þessar tvær greinar búa við fullkomna samkeppnisvernd. Vernd sem hefur fært þeim öll völd á Íslandi frá upphafi síðustu aldar, þjóðinni til trafala og kjararýrnunar.
    Góður samningur að bandalaginu ætti að leiða til framfara fyrir íslenska þjóð ekki síður en EFTA- og EES-samningarnir gerðu.

  • „Til einsi“ – „Pyrrosarsigur“ er í raun ekki sigur, því að sá sigur kostaði miklu meira en það sem vannst. Ef að liðið ynni annan svona Pyrrosar sigur þá gerði það endanlega út af við sigurvegarann.
    Það mun svo sannarlega eiga við í þessu tilviki fyrir Samfylkinguna og þá aftanóssa sem fylgja þeim í ESB málinu og enn og aftur neita þjóðinni um beina og milliliðalausa aðkomu að því máli.
    Því að á endanum þá mun þjóðin fá beint tækifæri til þess að svara fyrir sig og og hefna og þar með hafna ESB helsinu með yfirgnæfandi og afgerandi hætti

    Þá mun þessu liði sem nú fagnar svíða illilega undan öllum þessum „Pyrrosarsigrum“ sínum og það mun um leið tæta fylgið og æruna af þessu landsöluliði.

  • P. V. Hermanns

    Að fara að þvinga fram óupplýsta þjóðaratkvæðagreiðslu, það er ekki lýðræðisást…það er lýðskrum og ég segi nei.

    Þetta meinta þjóðaratkvæði um nokkur sérútvalin atriði úr stjórnarskrárdrögum er ómarktæk, þar sem fólk hefur í raun ekki verið upplýst hvað þessar spurningar fela í raun í sér.

    Ný stjórnarskrá er beinlínis samin upp úr stefnuskrá stórnarflokkanna og hækju þeirra, Hreyfingarinnar.

    Og svo er lýðræðisást stjónarmeirihlutans ekki meiri en svo að þau þora ekki að spyrja þjóðina að því hvort að halda eigi áfram að eyða milljörðum króna á aðildarviðræður við ESB.

    Það er greinilegt að stjórnarmeirihlutinn og hækja þeirra, Hreyfingin er hrædd við að spyrja þjóðina um að fá leyfi til að halda viðræðum áfram við ESB um aðild.

    Iss, iss, voðalegir ræflar eru þið.

    Og áfram styður Hreyfingin stjórnina, enda hræðast þau og stjórnarmeirihlutinn ekkert meira en alþingiskosningar, því þau og stjórnarmeirihlutinn vita að þá munu þau velflest missa vinnuna og þjóðin senda þau í eilífðarfrí fra Alþingi.

  • 2/3 þjóðarinnar vilja fá að segja sitt álit á því hvort halda eigi þessarri aðlögun að ESB áfram. En nei nei sko það hentar ekki Samfylkingunni sem telur sig hafa eitthvað umboð að halda þessu ESB brölti áfram með því að múta GS og Hreyfingunni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur