Færslur fyrir flokkinn ‘’

Laugardagur 27.07 2013 - 10:05

S, P og óvissan

Það er algerlega sjálfsagt að leiðrétta skekkjur í forsendum lánshæfismatsfyrirtækjanna. Klaufaleg röksemdafærsla samt hjá ráðherrunum gagnvart Standard og Poor’s: Það sé ekki hægt að meta væntanlegar skuldaráðstafanir vegna óvissu um það hvernig þær verða. En það er einmitt óvissan sem einkum skiptir máli í leiðbeiningum fyrirtækja einsog S og P! Þau eru ekki að spá […]

Mánudagur 08.04 2013 - 13:28

Það sem hægristjórn mundi spilla

Ef heldur fram sem horfir er líklegast að næsta ríkisstjórn verði hægristjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks – gömlu helmingaskiptin rétt einusinni, eftir hrunið og alles. Þegar komið er að kjörborðinu verða menn að athuga hvað glannaskapur við þessar aðstæður getur kostað. Hér eru fjórir helstu árangursáfangar í náttúruvernd og umhverfismálum sem líklegt er að hægristjórn mundi […]

Laugardagur 01.12 2012 - 08:28

Takk, Össur

Hér er ræðustúfur um Palestínu, Bandaríkin og Össur Skarphéðinsson úr „störfum þingsins“ í gærmorgun: Forseti – Ég kem hér í ræðustól til að fagna úrslitum atkvæðagreiðslunnar í New York í gær. Tveir þriðju aðildarríkja greiddu atkvæði með tillögunni um að Palestína fái stöðu ríkis án aðildar hjá Sameinuðu þjóðunum, sömu stöðu og Vatíkanið hefur nú. […]

Mánudagur 03.09 2012 - 12:10

Nýr jeppi í Skuggasundinu

Við hæfi að fagna því nú í septemberbyrjun að tekið er til starfa nýtt ráðuneyti sem sér um umhverfis- og auðlindamál – ráðherra Svandís Svavarsdóttir, til hamingju Svandís, og þið hin öll sem hafið barist fyrir þessu, þar á meðal umhverfisráðherrarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisverndarfólk og áhugamenn um nútímalega stjórnsýslu. Ætlunin er sú […]

Laugardagur 07.07 2012 - 10:25

Moggi býr til framsal

Í tvo daga hefur Morgunblaðið sagt landsmönnum að frá því þingi lauk sé í gangi hræðilegt fullveldisframsal – samkvæmt nýjum lögum um loftslagsmál þar sem stóriðjufyrirtækin komast inn í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Ég las fréttina í fyrradag og blandaðist svo inn í fréttaflutninginn í gær, en hélt eftir það að í dag birtist látlaus […]

Fimmtudagur 07.06 2012 - 17:51

Skutu sig í fótinn

Þeir skutu sig í fótinn, sagði við mig gamall sjómaður á Austurvelli og átti við aðgerðir LÍÚ sem lauk með útifundinum góða. Þetta var sannarlega brjóstumkennanlegt eftir allar sjónvarpsauglýsingarnar og peningaausturinn – og hetjuflautið úr höfninni í allan dag. Sjálfsprottin Facebook-mótmæli gegnmótmælum LÍÚ voru nánast jafnfjölmenn og LÍÚ-fundurinn sjálfur, og miklum mun öflugri – þegar hátölurunum […]

Laugardagur 26.05 2012 - 18:41

Sammála Páli Óskari

Páll Óskar góður í Sjónvarpsfréttum. Mannréttindi í Aserbaídsjan koma okkur við. Það er reyndar ekki sanngjarnt að ætlast til að Gréta og Jónsi standi í mótmælum í Bakú, en Ríkisútvarpið hefur staðið sig ótrúlega illa við að segja okkur frá ástandinu í landinu. Ég ákvað áðan að kjósa sænsku stelpuna. Þar að auki segir Linda […]

Þriðjudagur 22.05 2012 - 15:12

Stórfenglegur árangur

Fyrra blogg: 11. ræða Péturs Blöndals, sett inn um þrjúleytið þriðjudag: Man eftir því á þingi fyrir nokkrum árum að Pétur Blöndal sagði það um frammistöðu manna í ræðustól að sá kynni ekki að tala sem ekki gæti komið á framfæri afstöðu sinni til tiltekins máls á fimmtán mínútum. Fannst þetta nokkuð gott, og hafði auðvitað […]

Laugardagur 12.05 2012 - 14:01

Lífeyrissjóðir, skuldir, ábyrgð

Guðmundur Gunnarsson skrifar hér á Eyjunni pistil um lífeyrissjóði og atgervislitla alþingismenn – ég reyndi að koma þar að athugasemd en mistókst af einhverjum tæknilegum ástæðum. Hér er hún nokkurnveginn: Þegar stjórnmálamenn eða aðrir tillögusmiðir benda á peninga í lífeyrsissjóðunum til að kosta hugmyndir sínar – þá sýnir það yfirleitt að tillögurnar eru vanhugsaðar og […]

Fimmtudagur 10.05 2012 - 20:22

Nýja málþófið

Lagði eyrun aðeins við málþófinu á þingi í dag – Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn eru núna komnir í þriðju og fjórðu ræðu – Vigdís Hauksdóttir að flytja fimmtu ræðuna meðan þetta er skrifað, hver ræða fimm mínútur, og svo koma sýndarandsvör: Mér finnst ríkisstjórnin vond og stjórnarþingmenn vitlausir – hver er skoðun háttvirts þingmanns á því […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur