Laugardagur 27.07.2013 - 10:05 - Rita ummæli

S, P og óvissan

Það er algerlega sjálfsagt að leiðrétta skekkjur í forsendum lánshæfismatsfyrirtækjanna.

Klaufaleg röksemdafærsla samt hjá ráðherrunum gagnvart Standard og Poor’s: Það sé ekki hægt að meta væntanlegar skuldaráðstafanir vegna óvissu um það hvernig þær verða.

En það er einmitt óvissan sem einkum skiptir máli í leiðbeiningum fyrirtækja einsog S og P! Þau eru ekki að spá fyrir um gang mannkynssögunnar eða einstakra þjóða – heldur að selja fjármálastofnunum og stórfyrirtækjum mat sitt um það hversu traust ríkin eru sem lántakendur og móttakendur fjárfestinga. Þar er óvissan einmitt allra verst – finnst öllum nema hrægömmum sem spekúlera í óvissu.

Það sem stendur upp á ríkisstjórn Íslands er þessvegna ekki að gagnrýna óvissumat Standards & Poor’s, enda er sú PR-axjón fyrst og fremst ætluð innanlandsmarkaði – heldur að eyða óvissunni.

Flokkar:

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur