Fimmtudagur 22.08.2013 - 19:54 - 4 ummæli

30. mars bara plat?

Allar helstu ákvarðanir um utanríkistengsl Lýðveldisins Íslands hafa verið teknar með fulltingi alþingis. Til eru undantekningar en þau tilvik hafa sætt verulegri gagnrýni, svo sem ákvörðun tveggja ráðherra um opinbera afstöðu í Íraksstríðinu fyrir nokkrum árum. Þar var þó ekki gengið þvert gegn ályktun alþingis heldur vanrækt samráð sem skylt er við þingið samkvæmt stjórnarskrá.

Merkilegt í ljósi nýjustu tíðinda að eitthvert mesta hitamál í íslenskum stjórnmálum á síðari hluta aldarinnar sem leið á einmitt rætur að rekja til þingsályktunar. Hún er hér – og var samþykkt á alþingi hinn 30. mars 1949 með 37 atkvæðum gegn 13. Tveir sátu hjá.

Var þá eftir allt saman ekkert að marka þennan fræga 30. mars? Eða erum við kannski alls ekkert í Nató?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Haukur Kristinsson

    Framsjalla-bananalýðveldi. Og svo forseta ræfillinn á Bessastöðum.

    Er þetta ekki orðið bara nokkuð gott hjá okkur.

  • Verðum við þá að skila öllu kanagóssinu líkt og við verðum af IPA styrkjunum? 🙁

  • ,,Verðum við þá að skila öllu kanagóssinu…“

    Já, það eru margar fjölskyldur framsóknarmanna og sjálfstæðismanna sem hafa búið til auð fyrir sig og sína með kanagósinu !

    Þarf ekki að spyrja kaupfélagið á Sauðárkróki um túlkun ?

  • Er ekki bara fyndið að plata
    eða gildir það bara fyrir Jón Gnarr

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur