Fimmtudagur 07.06.2012 - 17:51 - 20 ummæli

Skutu sig í fótinn

Þeir skutu sig í fótinn, sagði við mig gamall sjómaður á Austurvelli og átti við aðgerðir LÍÚ sem lauk með útifundinum góða.

Þetta var sannarlega brjóstumkennanlegt eftir allar sjónvarpsauglýsingarnar og peningaausturinn – og hetjuflautið úr höfninni í allan dag. Sjálfsprottin Facebook-mótmæli gegnmótmælum LÍÚ voru nánast jafnfjölmenn og LÍÚ-fundurinn sjálfur, og miklum mun öflugri – þegar hátölurunum sleppti.

Og nú er hún sumsé búin, alþýðuuppreisnin mikla hjá LÍÚ gegn þjóðareign á sjávarauðlindinni.

Frekar daufir þingmenn úr B og D sem ég kom auga á á Austurvelli. Ennþá daufari inni í sal Höskuldur Þórhallsson að segja okkur að þetta væri allavega ekki sjávarútvegsstefnu Franmsóknarflokksins að kenna.

 

Flokkar:

«
»

Ummæli (20)

  • Það er leitun að jafn ógeðfelldu fólki og nú fyllir þingflokk Samfylkingarinnar. Þið látið alfarið stjórnast af hatri og gallsúrri beiskju; meðan þið sitjið þarna á þingi verður aldrei sátt um eitt né neitt og engin heilshugar skref tekin með almannaheill í huga.

    Hjá ykkur snýst allt um að níða „andstæðinginn“ og sverta; fara um hann sem háðuglegustum orðum; reyna að særa og meiða; umfram allt að „hafa betur“ og „svara fyrir sig“ og „sigra“ í þessari Morfískeppni sem þið eruð endalaust föst í.

    Það verður gæfuspor fyrir þjóðina þegar við losnum við ykkur af þingi, enda styttist óðum í að sá dagur renni upp að þið hættið að skipta neinu minnsta máli … öll 63 með tölu.

  • Ómar Kristjánsson

    Eg hef aldrei séð eins haturskennd skrif og tal eins og úr ranni sjalla eftir að þeir fóru í stjórnarandstöðu. þeir ala á hatursofstopa að öllu leiti. Framar reyna að feta í fótspor þeirra.

    þegar horft er á söguna frá lýðveldisstofnun og í raun nánast frá fullveldisstofnun 1918 – þá hafa flest framfaramál komið frá Jafnaðarmönnum. þetta er staðreynd.

    það er langmest stillingin og yfirvegunin hjá Jafnaðarmönnum og raunsæjasta sýnin á hvað sé rétt að gera og hvað mögulegt að gera.

    Afhverju þetta er svona eins og að ofan er lýst (Og ofanlýst er sagnfræðileg staðreynd.) er önnur umræða og eg ætla ekki útí a ræða hér að sinni.

  • Sjómaður

    Eins og aðrir Íslendingar fékk ég fiskimiðin í arf eftir forfeður mína sem höfðu nýtt þau í 1100 ár þegar yfirgangsseggir héldu að þeir gætu hirt þau og skipt þeim á milli sín.

    Ég á réttmætt tilkall til míns hlutar og mun sækja hann sjálfur ef ég þarf þess.

  • Haukur Kristinsson

    Þeir sem eru auðkeyptir fyrir skammtíma gróða eru oftast treggáfaðir og lítt menntaðir. Með öðrum orðum plebbar, eins og þingmenn Sjalla og Framsjalla í dag. Þó ekki allir. Og þessir LÍÚ frekjudallar eru ekkert annað en kúltúrlaust peningalið. Of stór hópur sjómanna virðist láta þá spila með sig.
    Sú var tíðin að maður leit upp til sjómanna, en ekki lengur. Enda starfið ekkert erfiðara né áhættumeira en önnur vinna.

  • Horfði á umræður á Þingi í dag í Sjónvarpinu. Sá þegar Pétur Blöndal virti andsvar Björns Val að vettugi, „dissaði hann“. Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af Helga Hjörvar en í dag skoraði hann 12 stig hjá mér. Hann fór í pontu og rólegur og æsingalaust las hann Pétri pistilinn. Virkilega drengilega gert.
    Svo kom Sigurður Ingi (F) og tók eiginlega undir með Helga.
    Kannski eru þeir hluti af þessum 10% sem almenningur treystir.

  • Haukur Kristinsson

    @Villi. Sjallarnir eru búnir að vera lengi við völd, því fullir af oflæti. hópur sem vill njóta forréttinda. Slíkir menn kunna ekki að skammast sín, sýna hroka, haga sér eins og fífl og dónar.

  • @Haukur. Ég var ekki beint að skrifa um Pétur eða Björn. Það sem mér þótti gott að sjá var að Helgi og Sigurður Ingi hófu sig yfir Flokkinn sinn og breyttu rétt, regardless. Þeir gátu látið kyrrt liggja og leyft eineltistilburðum Flokksmanna og Framsóknar að buffa Björn en kusu að stíga fram fyrir skjöldu. Þetta segir mér að þar fari menn heilinda.
    Gög og Gokke hafa ekki þennan „klassa“.
    Svo er það allt annað mál hvort Pétur sem upp á eigin spýtur henti SPRON á hrunabálið hafi efni á að setja sig á háan hest.

  • Sigrún Guðmundsdóttir

    Mikið er ég sammála orðum Birgis í fyrstu athugasemdinni hér.

    Það hefur aldrei sést annað eins hatur, óbilgirni og langrækni eins og hjá Samfylkingunni sem þó sat í hinni alkunnu „Hrunstjórn“ og þeir fulltrúar sitja enn og spúa hatri og sundurlyndi í allar áttir.

    Jafn merkilegt finnst mér að Villa 19:49 finnist eitthvað að því að menn láti sem þeir heyri eða sjái ekki Björn Val eftir hans ítrekuðu ómerkilegheit. Skondin skynjun á „drengilegheitum“ það.

  • Eyjólfur

    Birgir er með þetta, því miður.

  • Málið er að þeir sem mættu til andsvara við L.Í.Ú í dag voru ekki að mæla með sjávarútvegsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar, heldur mótmæla frekju og yfirgangi stórútgerðarmanna. Þeir hins vegar vilja sjá allt önnur frumvörp en þau sem ríkisstjórnin býður í dag. Þannig að það var ekki sigur ríkisstjórnarinnar fjölmenni andstæðinga L.Í.Ú í dag. Heldur voru þeir að draga fram óánægju sína með hvernig málin hafa þróast bæði hvað varðar frumvörp ríkisstjórnarinnar og atferli útgerðarmanna. Það þarf að hætta við þessi ósköp og gera nú eins og Ólína segir draga þetta til baka og hugsa upp á nýtt.

  • Haukur Kristinsson

    Það sýndi sig mæta vel á Austurvelli í dag, hverskonar skríll hefur safnast saman í kringum Sjallabjánana og hækjuna.

    Þurfa menn frekar vitnanna við?

  • Steini M

    Minnihlutastórn Jóhönnu og Steingríms með hækjum Hreyfingarinnar og GS er búin að skjóta sig svo oft í fótinn með þessum vandræðagang með öll mál inn á Alþingi, það hefur enginn orðið tölu á því. Mælist nú með minnsta fylgi í sögunni og það heldur áfram að dala með hverjum deginum sem líður! Á móti þjóðaratkvæðagreiðslum um stór mál en talar sífellt um líðræðið og allt sé í þágu þjóðarinna og upp á borðum. Það henntar þeim að tala um þjóðin, almúginn, samfélag í stað þess að nota raunverulegu ástæðu vinstrimanna RÍKISVÆÐINGU.

  • Haukur Kristinsson

    Nú er vitað a LÍÚ borgaði mönnum fyrir að mæta á Austurvöll + gratís bjór.

    Og sjómenn trylltust af kæti. Þeir ættu að skammast sín.

  • @Sigrún. Björn Valur hefur dregið orð sín til baka og beðist afsökunar. Pétur Blöndal hefur ekki efni á að setja sig á háan hest.
    Við verðum að gera meiri kröfur til okkar þingmanna. Ég tel að Árni Páll verði seint formaður Samfylkingarinnar. Formaður getur ekki kallað aðra þingmenn „drullusokka“ eða hæðst að enn öðrum þingmönnum. Með hverjum ætlar hann að mynda stjórn í framtíðinni?
    Sigurður Ingi talaði yfirvegað og málefnalega. Ég botna ekkert í Vigdísi Hauksdóttir. Hún hagar sér eins illa upp alin sveitastelpa á þingi en svo heyrði ég í henni í útvarpinu um daginn og þá var hún fagleg og ræddi af mikilli skynsemi.
    Það hvarflar stundum að manni að þetta sé bara leikrit, þetta Alþingi.

  • Ólafur Sigurðsson

    Ég tók eftir því að það kom sjómönnum á óvart að sjá mótmælendur þarna. Fyrst er að geta þess að þetta er Austurvöllur en þar búa orðið margir rónar og heimilislausir, sumir í mörg ár. Vinir þeirra hafa líka ábyggilega verið í heimsókn hjá þeim í dag í góða verðinu. Einnig sáu þeir furðulegt fólk aftast við sig eða þau fremstu í mótmælendahópnum eins og öryrkjana sem voru þó nokkrir þarna og fleira skrýtið fólk sem á augljóslega bágt, ég verð að viðurkenna að þetta er ekki frítt fólk þó það sé upplitsdjarft margt og hrópi hátt. En þetta sögðu þeir mér sum sé.
    Svo fannst þeim óþolandi að við værum að skemma fundinn þeirra. Það skil ég vel. Annað, af myndum Zoran Ivanovic á fasbók má sjá ýmsar myndir frá í dag. Þar má sjá að fjöldi annarra mótmælanda – sem mættu til að mótmæla LÍÚ – tvisvar fleirri- að minnsta kosti! Það kom mörgum á óvart að ekki væri betri mæting sjómanna og fiskverkafólks. Ræðurnar voru líka of langar og margar, einn ræðumaður var þó fínn, náði strákunum alveg. Það hefði átt að fá Ragga Bjarna eða eh þannig flottan, ekki þetta útigrill stuðband, jafnvel blankir mótmælendur vita þetta, bandið var samt allt í lagi, en svona á ekki að halda samstöðufundi vil ég meina. Hljóðkerfið var fínt, það náði vel til hópsins sem var fremst við palllinn. Tók þó eftir óöryggi formanns LÍÚ í ræðunni og meira, hann var með fullann lögregluvörð og alles! Meina, ca 8 fastir fulldressed löggur með honum er hann gekk að þinghúsinu! En ræðurnar heyrðust vel þarna fremst það skemmdist ekkert fundur þeirra vegna hávaðans frá hinum. Fundur LÍÚ, ekki sjómanna, tókst sæmilega.

  • Bráðfyndið en því miður, svo sorglega rétt hjá Merði.

    Illugi er líka með ágætis greiningu á harmleiknum
    hér :

    http://blog.eyjan.is/illugi/2012/06/08/hvernig-i-oskopunum-gat-thetta-gerst/

  • Guðmundur

    Það er staðreynd að m.a. vegna hruns íslensku krónunnar eru fiskurinn í dag að skila ofsagróða. Það er methagnaðar hjá útgerðinni.

    Ein helsta deilan fjallar um það að hve miklu leiti á að taka tillit til fjármagnsgjalda og afskrifta hjá útgerðarmönnum, sem að skafið hafa fyrirtæki sín að innan að hætti banksteranna og nýtt fjármunina til hlutabréfakaupa m.a. í föllnu bönkunum og kaupa á fyrirtækjum.
    Koma þar upp í hugan t.d. kaup Guðmundar í Brimi á hlutabréfum í bönkunum sem féllu og kaup útgerðamanna á fjölmörgum fyrirtækjum oft á metverði í óskyldum rekstri.

    Þegar Útgerðarmenn og sumir þingmenn eins og Árni Johnsen segja að verið sé að ganga að atvinnugreininni dauðri, þá eru þeir að tala um forgangsröðun.
    Þeir vilja að fyrst séu þessar skuldir sem til komnar eru vegna alls kyns fjármálasukks og óhóflegra arðgreiðslna greiddar og síðan það er búið, þá sé röðin komin af gjaldi fyrir fiskinn.
    Þeir vilja með öðrum orðum fá að sukka og svina með peningana og fá þann reikning greiddan á undan reikningnum fyrir fiskinn.
    Er það eðlilegt?
    Ég held ekki.

    Það er athyglisvert að útgerðarmenn ásamt Árna Johnsen forðast eins og heitan eldinn að tala mannamál, tungumál sem að fólk skilur, heldur reyna að sveipa um sig með orðskrípum í þeirri von að enginn skilji hvað þeir eru virkilega að meina.
    Sjá t.d. : http://www.ruv.is/frett/hafnar-thvi-ad-deilan-se-i-hnut

  • Hver er til í að setja af stað undirskriftarsöfnun, sem afhent verður formönnum stjórnmálaflokkanna með áskorðun um að sami háttur verði hafður í einu og öllu um fiskinn okkar í sjónum og er hjá norska olíusjóðnum?

  • Arður útgerðarinnar er 800 milljarðar.
    Það var lagt af stað með 25 milljarða eða rúm 3% af þessari upphæð.
    Núna er komið niður í 15 milljarða eða tæp 2%.
    Við eigum fiskinn. Afhverju á ekki að greiða fyrir hann rétt eins og gert er með allar aðrar náttúruauðlyndir?
    Við erum að tala um okkar langverðmætustu auðlynd.
    Ef að þetta verður lækkað enn frekar, þá mun ég líta á það sem svik á kosningarloforðum.
    Ljóst að það er auðvelt að kaupa þessvegna allar sjónvarpsauglýsingar í langan tíma og borga fólki fyrir mótmæli og ýmis skrif og annað þegar menn hafa marga milljarða á milli handanna.

    Eigum við skattgreiðendur að fjármagna sukk útgerðarmanna í hlutabréfum og áróður með því að gefa þeim fiskinn okkar?

  • Jóhannes

    Vill lýsa yfir ánægju minni með 5% innköllun á hverju ári í 20 ár eins og þú lagðir til Mörður.
    Loksins maður sem að stendur í lappirnar fyrir fólkið í landinu og lætur ekki sérhagsmunapakkið beygja sig. Nú er bara að standast þrýstinginn. Greifarnir hafa yfir hundruðum milljarða að ráða og hafa keypt margann manninn fyrir brot úr prósenti af því. Þeir munu reyna að kaupa sig áfram að niðurstöðu, sem að er byggð á „samráði“, þ.e. að þeir endurbæti leik bankabófanna þannig að þeir holi ekki bara fyrirtækin að innan, heldur haldi þeim líka.
    Það er hinn fullkomni glæpur!

    Milljarðarnir og áróðurinn vega salt öðru megin, en hrein samviska, almannahagur og kosningarloforð hinum megin. Þjóðin, við öll, eigum það skilið að þín tillaga nái fram að ganga.

    Síðan má ekki kvika í upphæð veiðigjaldsins. Hef ekkert á móti því að mæta í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að hægt er að koma því við að þjóðin geti sjálf ákveðið verðið sem að útgerðin greiðir fyrir fiskinn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur