Laugardagur 01.08.2009 - 20:28 - 9 ummæli

Traust, trúnaður, Kaupþing

„Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings telja að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita viðskiptamönnum. Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og viðskiptavina.“

Sannarlega rétt. Ég er í viðskiptum við Kaupþing – og þætti ekkert sérlega þægilegt að þau viðskipti væru á netinu, þótt fáum fyndust þau sérlega merk.

Spurningar vakna hinsvegar um samband okkar viðskipta-„vinanna“ við bankann eftir síðustu tíðindi – þar sem ekki einungis koma í ljós furðufréttir um lán gamla bankans þegar hann var á leiðinni á hausinn, heldur einnig að nýi bankinn berst einsog brjálaður að stöðva þegar útleknar fréttir um þessi lán – í staðinn fyrir að skýra út af hverju þeim hefur verið haldið leyndum í tíu mánuði.

Er annars hægt að kalla þessa fýra sem tæmdu gamla Kaupþing viðskiptavini? Eru þeir kannski enn að fá lán hjá Nýja Kaupþingi?

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma – áður var það Björgólfalánið – sem yfirmenn hins svokallaða nýja Kaupþings haga sér einsog þeir vinni fyrir gömlu fjárglæframennina en ekki almenning á Íslandi.

Þeir eru hættir að njóta trausts.

Þeir heita: Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri, Hulda Dóra Styrmisdóttir stjórnarformaður, Auður Finnbogadóttir stjórnarmaður, Erna Bjarnadóttir stjórnarmaður, Drífa Sigfúsdóttir stjórnarmaður og Helga Jónsdóttir stjórnarmaður.

Heimildir

Svo er rétt að allir sem skrifa um málið gefi upp slóðina á Wikileak, og hér – ennþá – er umfjöllun Vísis.is/Stöðvar tvö.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ég var viðskiptavinur í Kaupþingi. Er búin að tæma mína reikninga. Hvet aðra til að gera slíkt hið sama.

  • Þú tekur fram og viðurkennir að þér þætti ekki þægilegt ef þetta værir þú. Þú virðist því að einhverju leyti skilja bankaleynd en virðist hafa vott af „Undir venjulegum kringumstæðum gildir þessi regla en núna eru öðruvísi tímar í gangi“ syndróminu.

    Það er mjög hættulegur hugsunarháttur sem er hægt að nota um flest allt; „Já, það þarf svo sem að rétta yfir fólki áður en hægt er að dæma það en núna eru öðruvísi tímar. Setjum alla sem við grunum um eitthvað ólöglegt, ósiðlegt eða bara græðgi í steininn“.

    Hið sama gildir um réttarríki og bankaleynd, þetta eru ekki fairweather principles. Það eru farvegir svo sem rannsóknarnefnd og sérstakur saksóknari sem eru að kynna sér þetta og fleiri mál. Það er því ekki svo að þetta verður falið, það þarf bara að skoða þetta á réttum vettvangi. Sá vettvangur er ekki leki sem á sér mögulega stað út frá annarlegum hvötum og fjölmiðlar sem geta handpikkað hvaða upplýsingar birtist.

    Bankaleynd snýst um að verja viðskiptivini bankanna, ekki bankann sjálfan. Þó menn séu ekki hrifnir af því að verja mörg nöfnin á þessum lista er þetta eins og ég segi ekki rétti grundvöllurinn fyrir slíkar birtingar. Ég get vel ímyndað mér að Joe Lewis og fleiri séu ekki ánægðir núna að þeirra fjármögnun og áhættumat liggi frammi fyrir almenningi.

    Það á að leyfa rannsóknarnefndinni að vinna sína vinnu og ef hún kemst að því að lögbrot hafi verið framin þá verða hinir sömu nafngreindir og sóttir til saka. Ef í ljós kemur að þetta var glæfraleikur en ekki ólöglegur má ljóst þykja að lögin þarfnast endurskoðunar. Svo einfalt er það. Þetta er eitthvað sem ég hélt að þú áttaðir þig á Mörður, vona að þú takir ekki meira þátt í þessum skrípaleik.

  • Kristinn S. Jónsson

    Það er fróðlegt að velta því fyrir sér að 5 af 6 stjórnendum bankans eru konur… Ég hélt að það ætti allt að breytast til betri vegar ef konur kæmu að stjórn bankanna… greinilega ekki.

  • Rafn Hilmarsson

    Þú hlýtur nú, rétt eins og allir Íslendingar að færa tafarlaust öll þín viðskipti frá þessu glæpafyrirtæki.

  • Hætta nú þessum aumingjahætti Mörður. Þó það þurfi að brjóta bankaleynd, þá er ekki þar með sagt að ALLIR reikningar hjá ÖLLUM viðskiptavinum bankanna og ALLAR færslur þurfi að vera opnar. Það væri t.d. hægt að opna á sendingar milli landa. Það myndi strax sýna hvað væri í gangi. Það væri líka hægt að hafa eitthvert þak á þessu, t.d. þannig að allar færslur yfir ákveðnum upphæðum sé hægt að skjóta undan bankaleynd, en hinar ekki.

    það er annars alveg merkilegt hvað þið Samfylkingarfólk virðist ríghalda í þetta bankaleyndarmál. Björgvin G. er líklega dýrasti viðskiptaráðherra lýðveldissögunnar með aðgerðaleysinu í sér. Ef einhver dugur hefði verið í þeim fermingardreng, þá hefði hann að sjálfsögðu opnað á þessa bankaleynd að hluta til og þá hefði ekki þurft að bíða í níu mánuði til að sjá hvað var að fara fram.

    Maður hefur grun um að Samfylking hafi verið að spila með. Hvernig vita menn ekki, en það eru allar líkur á að það komist upp, alveg eins og allar leyniskýrslurnar sem er verið að plokka undan gólfmottunum um t.d. Ice-save málið eru að koma fram í dagsljósið, smátt og smátt.

    Frammistaða Samfylkingarinnar síðustu mánuðina hefur verið hræðileg. Væri hún knattspyrnumaður, þá væri Samfylking búin að skora þrjú sjálfsmörk í sama leiknum, öll með vinstra hnénu.

  • Margrét

    Og hefur þú sem þingmaður EKKERT um málið að segja á alþingi? Nei væntanlega ekki. Ekki frekar en ríkisstjórnin, fjármálaeftirlitði, fjármálarherra eða dómsmálaráðherra. Þið hafið ÖLL fyrrt ykkur ábyrgð og takið ekki á neinu. Ég sem kjósandi þessarar ríkisstjórnar krefst þess að þið farið að TAKA ÁBYRGÐ OG SÝNA OKKUR EINHVERN MANNDÓM.
    Við erum orðin þreytt á getu og viljaleysi ykkar.
    Að aðstoðarmaður Jóhönnu skuli svo voga sér að fetta fingur út í grein Evu Joly er bara fáránlegt. Eva veit nákvæmlega HVAÐ er í gangi hérna og greinina skrifar hún VEGNA ÞESS að hún sér að GETULEYSI og aumingjadómur þessarar ríkisstjórnar ER ALGER. Þjóðin er að kikna og ekkert er gert.
    Væntanlega munu þið heybrækurnar verja þingsætin ykkar og þægilegu tekjurnar með því að samþykkja Icesave – en ég skal gera það að „my mission“ í lífinu að fella ykkur í næstu kosningum, sem mér segir svo hugur að verða sem betur fer fljótlega.
    Þið ættuð að skammast ykkar fyrir svik aldarinnar.

    Skjaldborg hvað?

    Gegnsæi hvað?

    Allt uppá borðið hvað?

    Borgum ekki Icesave hvað?

    Stöndum vörð um fjölskylduna hvað?

  • Anna Maria

    það er sko greinileg að samfylkingin er að spila með

  • Magnus Jonsson

    Flestir „viðskiptavinanna“ sem rændu bankann eru lögaðilar, því er ekkert verið að pesónugera þessar birtingar…
    Kannski verður það óþægilegra fyrir stjórnmálaelítuna en útrásarskuldara að létta af bankaleyndinni, held að það hitni um ansi marga stólanna niðri við austurvöll ef slíkt „slys“ yrði að veruleika

  • Nice fill someone in on and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur