Fimmtudagur 30.07.2009 - 18:26 - 37 ummæli

Til hamingju, Ísland

Til hamingju, Ísland, söng Silvía Nótt  – í fullkominni 2007-sannfæringu um að eigin frami jafngilti þjóðarheill. Nú ættu hinir hatrömmu andstæðingar samninganna um Icesave-málið að syngja fyrir okkur svipaðan söng – því þeir hafa vissulega unnið góðan áfangasigur.

Tafir við að gera út um Icesave valda því að endurreisnin dregst, krónan fellur, fjárfestar halda að sér höndum, kröfuhafar hika við að taka þátt í bankarekstri, vandi fyrirtækja og heimila framlengist, atvinnuleysi eykst, lífskjör versna.

En forustumönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur tekist að koma ríkisstjórninni í vanda með því að standa heiftúðugir gegn tilraunum til að leysa mál sem þeir sjálfir bera á mesta ábyrgð.

Með dyggri aðstoð Liljanna í VG, sem nú hafa afrekað að spilla bæði hagsmunum þjóðarinnar og trúverðugleika flokks síns sem landstjórnarafls.

Til hamingju, Ísland.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • „Íslands óhamingju verður allt að vopni“ var sagt fyrir margt löngu…

  • Þú getur nú frekar beðið um að blóm og kransar séu afþakkaðir en þeim sem vildu minnast Icesave sé bent á að snúa sér til Samfylkingarinnar. Þetta mál hefur allt snúist kringum vildarvini þess flokks. Það fór úr böndunum á vakt Samfylkingarinnar í ráðuneytistíð Björgvins G. Sigurðssonar. Ekki má svo heldur gleyma því að með því að senda einn amatör og annan þreyttan kokkteilpinna til samningaviðræðna um þetta mál var ríkið hugsanlega að smella nokkur hundruð milljarða skuldum á almenning að óþörfu. Alþýðan í þessu landi er bara ekki tilbúin í slíkt Mörður, hún er að verða búin að fá nóg. Það er ekki á það bætandi.

    Ekki koma með svona lagað og reyna að halda því fram að það sé neinum öðrum um að kenna en núverandi valdhöfum hvernig komið sé fyrir þjóðinni varðandi Icesave. Það átti aldrei að senda þessa aulabárða út að semja, það var núverandi ríkisstjórn sem valdi þessa aula. Við hefðum adlrei landað hvílíkum aula samning ef almennilegt fólk hefði verið sent út, þá værum við búin að afgreiða málið. Núna situr Samfó uppi með þennan bandorm sem hún ræður ekkert við. Þetta verður fellt í þinginu, og það þýðir ekkert að kenna minnihlutanum um það. Stjórnin er búin að standa sig illa í þessu máli og er að bíta úr nálinni með viðvaningsleg vinnubrögð.

  • ó „litla sæta samfó“ alltaf öllum öðrum að kenna hvernig ástandið er!! drullist til að gera eitthvað af viti þá, ef þið þykist kunna þetta allt betur en aðrir.

  • Sæll.
    Ég á erfitt með að skilja þessar pólítísku skotgrafir. Virkilega erfitt. Erum við ekki öll Íslendingar sama hvaða flokk við kusum? Verðum við ekki að reyna að standa saman gagnvart utanaðkomandi ógn, sama hvaða flokk við kusum?
    Aldrei hef ég kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk.
    Af hverju vilt þú skrifa undir icesave samninginn eins ömurlegur og hann er? Án nokkurrar gagnrýni er virðist.
    Í guðanna bænum, ESB er kannski himnaríki á jörðu en þessi aðgöngumiði er einfaldlega of hár.
    Kv.

  • Jón Óskarsson

    Ekki gleyma Ögmundi og gerður ráð fyrir Atla

    Ögmundur og Liljurnar skynja ekki að með því að fella frumvarpið þá eru það jafnframt að lýsa yfir fyllsta vantrausti á formanninn, Steingrím J., en hann hefur lagt sjálfan sig undir í þessu máli.

    Mig langar að sjá svipinn á Ögmundi þegar Steingrímur tilkynnir um afsögn sina eftir atkvæðagreiðsluna. Bæði sem frjámálaráðherra og formaður VG.

    Með því að fella samninginn er kominn nýr meirihluti á Alþingi og það liggur þá beinast við að þeir sem fella myndi þá ríkisstjórn og komi með betri samning.

    Getur það farið öðru vísi.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Mörður!

    Gagnrýni þín á Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Liljurnar tvær er vindhögg meðan þú hlífir fyrrverandi bankamálaráðherra Samfylkingarinnar.

    Háðið hittir engan fyrir meðan þú segir ekki múkk um þann sem bar ábyrgð á vexti þessara skulda, þann sem bar ábyrgð á stofnun Icesave-reikninga í Hollandi. Reikningarnir í Hollandi voru stofnaðir þrátt fyrir það að stjórnvöldum væri fullljóst að íslenska bankakerfið stæði á brauðfótum og myndi riða til falls í október sama ár.

    Það að bankamálaráðherra Samfylkingarinnar skyldi bjóða sig aftur fram til þings er hneyksli og að hann skuli verða þingflokksformaður Samfylkingarinnar er reginhneyksli. Þar hefur þú e-ð bitastætt til þess að smjatta á.

  • Ummæli flestra hér vekur ekki bjartsýni. En ég er sama sinnis og þú.

  • Jóhannes Laxdal

    Merði er vorkunn, hann er klappstýra Samfylkingarinnar. Hans hlutverk er að skemmta með loftfimleikum í hléinu

  • Einar Gunnar Birgisson

    Sæll Mörður. Sammála þér.

    Það er lítið sem ekkert að icesave samningunum og þjóðarbúið ræður vel við þá ef endurfjármögnun fer fram innan nokkurra ára. Tal um annað er móðursýki eins og tíminn mun leiða í ljós. Það má líklega finna lögfræðilega leið til að sleppa við að borga. Svona eins og að ganga í fjárhagslega ábyrgð fyrir einhvern enn finna sér svo snjallan lögfræðing til að finna leiðir til að losna undan ábyrgð. Ég segji nei takk við slíkum óheiðarleika og hann mun hefna sín grimmilega í þessu tilfelli.

    Þegar að er gáð er icesave moldviðrinu þyrlað upp á lúmskan hátt af andstæðingum stjórnarinnar með það markmið eitt að sprengja ríkisstjórnina. Þessu fólki er sama um þjóðina. Það glittir hér í klíkuna í kringum Davíð Oddsson. Hér virðast margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera í hlutverki strengjabrúðanna og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í hlutverki nytsömu sakleysingjanna. Ætla stjórnarþingmenn að fara á taugum og ganga í gildruna?

  • Mörður, ég er harður andstæðingur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem og að ég er fylgjandi því að Ísland gangi í ESB. Ég hef verið að setja athugasemdir hérna við fréttir hérna á eyjunni í uppundir eitt ár og pirrað margan Sjálfstæðismanninn. Núna þegar umræðan um ESb fór í gegn um þingið fór ég að hvetja fólk í athugasemdum mínum að það tæki afstöðu til ESB út frá því sem kæmi því sjálfu fyrir bestu. Ég setti inn útreikinga frá þýskum banka og það kom í ljós alveg gríðarlegur munur á afborgunum á þessum lánum þ.e. íslenska láninu og því þýska.

    En hvað skeður svo, jú, ég er ritskoðaðaur og athugasemdir mínar birtast ekki lengur hér við fréttir á eyjunni. það eru svona ein til tvær vikur síðan ég var klypptur burt af athugasemdarkerfi forsíðufrétta. Athugasemdirnar mínar koma fram t.d. á vefnum hjá Agli Helga en ekki á forsíðufréttunum. Mig langar að gefa þér sýnishorn af athugasemd sem ég hef sett inn á eyjuna. Ég viðurkenni það alveg að stundum hefur manni hlaupið kapp í kinn en því get ég lofað þér að ég hef ekki verið dónalegri eða verri en nokkur annar inn á athugasemdarkerfi eyjunnar. Ég hef nú þegar sent ritstjóra eyjunnar bréf og spurt hvers vegna ég hafi verið ritskoðaður. Hvað finnst þér um það að eyjan sem er einn besti fréttavefur landsins sé orðin ritskoðunarsnebill þar sem sjónarmið Samfylkingarmanna mega ekki sjást? (ég hef notað nickið Valsól)

    Sýnishorn nr. 1

    Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?

    Sýnishorn nr. 2

    Mikið djöfull getur fólk verið meiriháttar skert eitthvað, GLAUMUR og fl, lesa fréttina um Björgólfana (mennina sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf Landsbankann) og kenna svo öðrum flokkum um þetta allt saman. Hvernig væri nú að fólk setti sektina þar sem hún á heima? Þið sem eruð að verja Sjálfstæðisflokkinn með þessu móti ættuð að skammast ykkar. Jú jú samfylkingin skeit á sig á þessum 18 mánuðum sem hún var í stjórn fyrir hrun, en það er ekkert miðað við 18 árin sem sérhagsmunasamband glæpamanna á íslandi leyfði mönnum úr flokknum að ræna alla sjóði landsins og blekkti fólk með því að hér ríkti svo mikið góðæri. Svo komið þið hérna skósveinar flokksins og verjendur og ruslið skíttnum yfir á aðra. Fyrir hverja eru þið að gera þetta? Landið ykkar, þjóðina? Mikið ógeðslega er þetta sjúkt. Það er ekki að furða þó þessi flokkur komist upp með að gefa eignir þjóðarinnar til örfárra einstaklinga þegar flokkurinn á ykkur að, því svo sannarlega hjálpiði þessum mönnum til við spillinguna sem þið eruð svo reiðir út í. Eg var einu sinni í þessum blessaða Sjálfstæðisflokk, en glætan að ég færi að verja óheiðarleika eins og menn virðast ekki hika við að gera hérna.

    Sýnishorn 3

    Ástæðan fyrir því að ég vill ganga í ESB er vegna þess að ég veit að ESB er einn stór félagsmála og mannréttindapakki sem mun taka völd af Sjálfstæðisflokknum, því þau hagsmunasambönd glæpamanna á Íslandi hefðu átt að sjá sóma sinn í því að leggja sjálf sig niður eftir hrunið síðastliðið haust, en það gerðu Sjálfstæðismenn að sjálfsögðu ekki, enda hagsmunasamband.
    Ég vill ganga í ESB út af því að ég vill að börnin mín standi jafnfætis öðrum íbúum Evrópu þegar kemur að því að þau langi til að kaupa sér þak yfir höfuðið.
    Vissir þú að vextir munu lækka um 228 miljarða á ári, já á hverju ári? Þetta þýðir að við þurfum að leggja minna á okkur til að endar nái saman, sem svo aftur þýðir að við getum eytt meiri tíma með börnunum okkar. Þetta verður mesta kjarabót sem íslenskur lamenningur mun nokkurn tíman standa til boða.
    Ef tekið er lán upp á 10 miljónir í íslenskum krónum til 40 ára þá þarftu að borga miðað við að allt væri í þessu fína og 5% vexti og 5% verðbólgu, þá yrði það ekki minna en 90 miljónir til baka. Ef þú tekur sama lán í Þýskalandi, þá borgar þú til baka á 40 árum 12 miljónir. Þú vilt sem sagt að börnin þín þurfi að borga 90 miljónir á sama tíma og þér gefst tækifæri á að bjóða þeim lán þar sem þau þurfa ekki að borga nema 12 miljónir.
    Þetta er ótrúlegt, ég skil ekki svona, ég bara skil það ekki. Ef við breytum þessari upphæð í 20 miljónir, þá lýtur dæmið svona út. Annað hvort tekur þú íslenskt lán og borgar 200 miljónir til baka á 40 árum eða þú tekur lán í ESB landi og borgar 24 miljónir.

    Mismunurinn á þessum lánum hann fer eitthvert, skilurðu, það er einhver sem setur hann í vasann, hann hverfur ekki bara, og ég get alveg lofað þér því að sá aðili vill ekki ganga í ESB. Ef við göngum í ESB, þá munu verða þeir mestu fjár flutningar á milli stétta á íslandi eins og aldrei áður. 228 miljarðar til almennings á hverju ári í formi lægri vaxtagreiðslna. Nú veit ég að einhver er ekki sammála mér um þennan mismun, en hvort sem mismunurinn fer í vasa einhvers eða hvort þetta var gjaldið sem við þurftum að borga fyrir að vera með krónu, þá skiptir það ekki máli, þetta eru fórnarpeniingar sem voru að sliga fjölskyldur landsins.

    Finnst þér í lagi að samfylkingarfólk sé lagt í einelti hérna á eyjunni?

    Kveðja
    Valsól

  • Ómar Kristjánsson

    Sammála. Reginhneyksli framkoma Sjálfst.fl. og Frammara. Reginhneyksli. Og svo ábyrðarlaust að fáheyrt ef ekki einheyrt er.

    Hissa á liljunum og sumum öðrum að láta sjalla rugla svona með sig.

    Það er ljóst að jallar og meðreiðarsveinar þeirra ætla að halda uppteknum hætti. Tefja fyrir og vera með skemdarverkastarfsemi í uppbyggingarstarfinu.

    Þessvegna verður stjórnin að standa saman. Enginn annar möguleiki.

  • Einar Gunnar Birgisson

    Málflutningur Valsólar er ómarkviss og úr jafnvægi. Betra er að hugsa áður enn talað er og fara vel og vandlega yfir texta áður enn hann er birtur og hugsa allt í þaula. Margt er þó rétt sem Valsól segjir enn framsetningin er afleit svo og röksemdafærslan.

    Margir skammast mikið út í útrásarvíkingana sem voru flestir ófyrirleitnir ævintýramenn, rétt er það. Raunverulegu sökudólgarnir eru samt þeir sem svikust um að hafa eftirlit með þeim. Hérna má nefna helsta Davíð Oddsson og Geir fyrrverandi forsætisráðherra og síðan handbendi þeirra og klíkurnar í kringum þá. Icesave moldviðrinu, þegar að er gáð, er þyrlað upp af gömlu klíkunum tengdum Sjálfstæðisflokknum með 3 meginmarkmið sem eru a) sprengja ríkisstjórnina, b) tefja endurreisn efnahagslífssins og kenna ríkisstjórninni um og c) að hindra framgang væntanlegra samningaviðræðna við EB með því að stofna til illinda við Breta, Hollendinga og aðrar nágrannaþjóðir.

  • Einar, ef ég er sá eini sem er ómarkviss í skrifum mínum af þeim sem setja athugasemdir á vefinn þá væri nú vel og fátæklegt yrði ef allir slíkir yrðu gerið brottrækir, þú gætir kannski bent mér á hvar brottrekstrarsökin er í þessum færslum sem þarna eru nefndar? Málið er að bæði Sjálfstæðismen og andstæðingar ESB hafa orðið öskureiðir þegar ég hef hvatt fólk til að taka afstöðu til ESB út frá eigin hagsmunum en ekki sérhagsmunum kvótagreifa og eða óðalsbænda. Ég hef hvatt fólk til að taka blá kalda afstöðu með ESB út frá þeirri staðreynd að vextir á íslandi munu lækka um 228 miljarða á ári. þetta mun gera það að verkum að fé mun færast á milli stétta þannig að 228 miljarðar munu færast frá auðmönnum til almennings. Þeir hafa kallað mig öllum illum nöfnum og reint að gera lítið úr skrifum mínum vegna þessara færslna. Ég hef talað um það einnig að Sjálfstæðisflokkurinn væri sérhagsmunabandalag manna sem innu að eigin hagsmunum öðru framar. Mér finnst einkennilegt af þér að koma svona með órökstuddar fullyrðingar til að gera lítið úr mér, svo ég vísa þessu til föðruhúsanna Einar Gunnar Birgisson.

  • Bjarni Kjartansson

    Enn og aftur ert þú þér til minnkunnar.

    Þú kannt þetta betur.

    Lát af gárahætti og haltu þér við hið sanna.

    Miðbæjaríhaldið

    fyrrum skólabróðir

  • Ráðgarður

    Rík ástæða til að minna á að það voru ráðherrar framsóknarhyskisins sem fóru með banka- og viðskiptamál í 12 ár samfleytt og eiga mesta sök á því ráðslagi öllu. Að kenna samfylkingunni um stöðu mála er hreinlega rakalaust bull. Megi framsóknarmenn rotna í víti til efsta dags.

  • Mörður Árnason

    Kæri Bjarni: Gjör rétt, þol ei órétt. Skólabróðir 🙂

  • Látum Bretana bara höfða mál fyrir íslenskum dómstólum!

    Þjóðskörungur

    leiddi þjóð sína

    ódeigur

    inn í árþúsund

    nýrra vona,

    nýrra hugsjóna.

    Heill sé þér Davíð

    Hannesar* jafni.

    Hér er auðvitað átt við Hannes Hólmstein Gissurarson.

  • Þó ríkisstjórnin vilji nota hundruði milljarða í að greiða skuldir auðmanna erlendis mun hún ekki fá raunverulega vinstrimenn til að samþykkja slíkt; allra síst til að reyna að endurræsa það rotna hagkerfi sem var komið á undir ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og gekk svo húðar sinnar í stjórnartíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Meðan að stefnan er á að endurvekja þann draug gefum við ekkert eftir í þeirri kröfu að auðmennirnir verði látnir borga eigin útför. Viljið þið fá stuðning vinstri arms VG til að skrifa upp á Icesave skulið þið vera tilbúin að finna peningana hjá auðmannastétt þessa lands, t.d. með þjóðnýtingu eigna Björgúlfsfeðga, Bónusfeðga, Bakkabræðra og annarra útrásarvíkinga, innköllun kvótans og endurleigu hans, riftun á stöðutökusamningum gegn krónunni og hækkunum á rafmagnsverði til álvera. Meðan að Icesavesamningurinn er hluti af áætlun AGS um að koma sem mestu af eignum íslenska þrotabúsins í hendur fjármálaauðvaldsins innanlands sem erlendis skalltu ekki leita til okkar eftir stuðningi.

    @Valsól: Þú hefur staðið fyrir spami á eyjunni þar sem þú setur inn sömu færslurnar um hvað sem er. Það er líklega þess vegna sem þú hefur verið tekin út úr fréttaathugasemdunum. Ef þú hagar þér eins og vélmenni muntu verða tekin sem slík af spamfilterum.

  • Ómar Kristjánsson

    Já já, eiga þeir bara ekki að höfða mál fyrir héraðsdómi norurlands eystra.

    Fyrir þá sem enn tala (Flestir ef ekki allir stjórnarandstöðumenn hafa þó haft vi á að hætta því) dómstólar, að ísland eigi einhvern lagalegan rétt og vondir útendingar séu að kúga os.frv. Lesið hvernig bretar leggja málið sirka upp:
    http://www.island.is/media/frettir/28.pdf

    Fá allt borgað uppí topp á stundinni !

    Borðleggjandi gögn, lagaforsendur og lagafordæmi !

  • Nýi Dexter

    Ekki þjóðin?

  • skattmann

    Það er komið fram hvernig glæpamennirnir mútuðu stjórnmálamönnum:
    http://www.visir.is/article/20090421/FRETTIR01/383513707

    Þetta er ástæðan fyrir því afhverju stjórnvöld hafa dregið lappirnar og leyft þjófunum að stela ennþá meiru með gjaldeyrisbraski.

    Við verðum að samþykkja sérstök lög og gera eignir þessara bófa upptækar.

    Einnig þarf að dæma þá stjórnmálamenn sem að tóku við múturgreiðslum.

    Með skilvirk stjórnvöld sem að taka á málum með vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum þá munum við vinna okkur útúr þessu.

    Ekki með því að láta þjófana sleppa og meira að segja halda áfram og láta kúga okkur.

    Það er ljóst að IceSlave er hrein og bein kúgun og það að taka sér orðið ábyrgð í munn í því sambandi hreint og beint rangt.

    Við vitum hvernig framhaldið verður (Ísland -> Suður-Ameríka) ef það verður ekki gert. Við munum þróast út í glæpamannasamfélag.

    Mörður:

    Ef þú best með þjóð þinni fyrir því að þeir stjórnmálamenn sem var mútað geri upp sakir sínar og að ránsfengur þeirra sem að mútuðu verði gerður upptækur þá hefur þú gert landi þínu og þjóð gagn og stuðlað að því að hér verði björt framtíð.

  • Steinar Þór Guðlaugsson

    Er þetta nú sanngjarnt gagnvart liljum vallarins? Ég er þeim þakklátur fyrir að hafa dregið nöturleika þessa máls fram úr skúmaskotum flokksveldisins.

  • Héðinn Björnsson, ég viðurkenni alveg að ég hef copy paste-að inn á eyjuna, en það fylgir hverri athugasemd póstfangið mitt og ábyggilega minna mál fyrir ritstjórann að senda mér línu frekar en að banna mig. Svo er málið að ég er ekki sá eini, hinn aðilinn hefur að því er ég best veit ekki sett inn sömu færslurnar aftur og aftur, mér hefur einmitt sýnst hann vanda sig mikið. Þetta er sá sem kallar sig Dúddi Bei, en hann skyldi eftir athugasemd á vefnum hjá Agli Helga og bað fólk að senda ritstjóranum póst. Þetta er ekkert annað en skoðanakúgun og gott að vita að eyjan sé undir hæl Sjálfstæðismanna og þeirra sem eru á móti ESB.

  • Það hefur farið í taugarnar á mér að lesa allt bullið sem varðhundar Sjálfstæðisflokksins hafa skrifað undanfarna mánuði. Ekki fer ruglið í varðhundum Samfylkingarinnar minna í taugarnar á mér eftir að ég fór að lesa þeirra skrif. Það að kenna Framsóknarflokknum alltaf um allt sem aflaga fer er orðið þreytt! Samfylkingin er búinn að sýna það klárlega að hún er ekki hæf til að stjórna þessu landi. Er „norræn velferðarstjórn“ sem gerir ekkert fyrir fólkið og klúðrar flest öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, betri en nýfrjálshyggju-bullukollarnir sem áður réðu!? Það er gott að vera óflokksbundinn og sjá hversu miklir hræsnarar og lygara okkar háttvirtu þingmenn eru. Liljurnar og Ögmundur meiga þó eiga það, að þau reyna að halda í samfæringu sína, eitthvað sem er auðselt í samfylkingunni og hjá Steingrími J.

  • Það sem þessa þjóð vantar er leiðtogi. Maður eða kona . Getuleysi stjórnvalda til að takast á við viðfangsefnið er átakanlegt og aumt er að
    verja það með því að benda á afglöp annara. Þó er til máltæki sem segir
    „að svo megi böl bæta að benda á annað verra“ Það er hins vegar ekki
    boðlegt þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi.

  • Ég spái því að Liljurnar tvær og aðrir góðir þingmenn VG, ekki þó allir, muni verða minnst löngu eftir að við, sem spjöllum hérna, erum komin undir græna torfu og löngu gleymd, ástæðuna tel ég vera að þær vinna ekki sem „afgreiðslumenn“ á okkar háa alþingi eins og greinarhöfundur greinilega ætlast til af þeim, þær vinna vinnuna sína og spyrja „óþægilegra“ spurninga, þær láta ekki „plata“ sig til að skrifa upp á óútfylltan Icesave vixil eða limpast niður við hótanir.
    Við munum þurfa að borga Icesave á einn eða annan hátt en það verður þá væntanlega með fyrirvörum sem koma í veg fyrir skyndidauða þjóðarinnar.

    Samningurinn, eins og hann er í dag, er hroðalegasta hrákasmíð frá landnámi

    Kveðja
    Fyrverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins
    Núverand kjósandi VG
    Framtíðarkjósandi, allir koma til greina nema SF
    Kýs ekki ESB

  • S.H.H þú segir að stórnin gerir ekkert fyrir fólkið, veistu ekki að það hrundi hérna efnahagskerfið vegna afglapa Sjálfstæðis og Framsóknarflokks við einkavinavæðingu bankanna, það er ekkert ráðrum til að gera neitt fyrir fólkið. Það er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna og það veist þú auðvitað sjálfur.

  • halldór Lárusson

    Það er einhver búinn að setja glerbrot í vaselínið!!! Enjoy the ride.

  • Ef „Liljurnar“ o.fl. í VG ætla að ganga til liðs X-B og X-D og fella ríkisstjórnina með því að hafna Icesave þá vona ég þeirra vegna að það verði fjölskyldum og fyrirtækjum landsins til blessunar!
    Verði svo ekki og ef afleiðingarnar verða eins og t.d. Þórólfur Matthíasson í HÍ hefur lýst þá getur það ekki flokkast öðru vísi en „pólitískt stórslys.“

  • Ef þú átt um tvo vonda kosti að velja:
    a) að spilla hagsmunum flokksins/ríkisstjórnarinnar
    b) að spilla hagsmunum þjóðarinnar

    Hvorn kostinn velurðu?

    Ef Liljurnar vilja gera það sem þær telja best fyrir hagsmuni þjóðarinnar, þrátt fyrir að það geti skaðað flokk þeirra eða ríkisstjórn, þá á að hæla þeim fyrir það.

  • Sylvía Nótt var háðsádeila á menn eins og Mörð Árnason, Ingibjörgu Sólrúnu, og Ólaf Ragnar Grímsson. Hún var líka ádeila á útrásarpakkið.
    Þessu fólki finnst það merkilegasta fólk, sem fæðst hefur á Íslandi.
    Sérstaklega forystufólk 68 kynslóðarinnar svonefndu, sem lengi hefur stappað
    hlægilegu mikilsmennskubrjálaði hvort í annað. Forfeður sína fyrirlítur það.
    Vill varla kannast við að það sé undan þeim. Finnst það skyldast yfirstétt
    Evrópu. Ég ætti kannski ekki að dæma en þegar ég hugsa um HRUNIÐ,
    finnst mér þetta fólk þaulræktað sína lélegustu mannsparta.

  • Jón Ásgeir Bjarnason

    Sumir eru svo skynsamir að þeir halda að þeir geti kennt sjálfstæðisflokknum um galla í Evrópsku regluverki, og vanhæfi fjármálaeftirlitsins íslenska.
    Til að setja stein um hálsin á þessu fólki senda þeir kokteilpartísnillinga, vini sína til að „semja“ um Ice-save.
    Það ætti eiginlega að óska þessu fólki til hamingju, því þeim hefur tekist að „semja“ svo vel að þeir sökkva sjálfum sér með ef þeir samþykkja bullið og vitleysuna!

    Segið svo að vinirnir standi sig ekki í Samfylkingunni og VG!

  • skattmann

    Afhverju eyða fulltrúar ríkisstjórnarinnar þ.e. skilanefnd Kaupthings orku í að reyna að hylma yfir þetta í stað þess að upplýsa þetta bankarán?

    http://eyjan.is/blog/2009/07/31/trunadargognum-ur-kaupthingi-lekid-a-netid-haar-fjarmagnshreyfingar-til-tengdra-adila-rett-fyrir-hrun/

  • Dofri Hermannsson

    Tek heils hugar undir þennan pistil Marðar.

    Athugasemdir við þessa færslu, rétt eins og víðar á blogginu vekja hins vegar spurningar um það hvort málefnaleg umræða á blogginu sé dauðadæmd.

    Flestir sem hér gera athugasemdir virðast fremur gera það til að þjóna ólund sinni en til að bæta einhverju nýju eða málefnalegu við umræðuna. Þetta er þras þar sem allir reyna að hafa síðasta orðið.

    Oft er sagt að í lýðræðislegu stjórnkerfi fái hver þjóð þau stjórnvöld sem hún á skilið. Ef bloggverjar sem hér gera athugasemdir eru þversnið af kjósendum er lýðræði líklega ekki málið fyrir Íslendinga.

  • Dofri, ég get ekki séð annað en að Mörður hafi nú bara uppskorið eins og hann sáði í kommentakerfinu.
    Það var akkúrat ekkert málefnalegt við þetta innlegg hans.
    Það er ekki mikið lýðræði á Íslandi og hefur ekki verið lengi. Hér stjórnar flokkstrúin og flokksblindni. Það hefur ekkert með lýðræði að gera og þar virðist engin af fjórflokkunum vera betri en annar.
    Það skiptir engu máli lengur í hvaða flokki fólk er eða hvaða flokkur er við stjórn, málin sem eru til afgreiðslu KREFJAST þess að þeir sem inni á þingi sitja sýni manndóm til að leggja þennan flokksátrúnað til hliðar og vinna að málunum sem einn maður með hag vinnuveitanda síns að leiðarljósi, þ.e. þjóðarinnar.

  • Spartverji

    Valsól spamar ekki bara á eyjunni heldur líka hér hjá Merði.

    Sami textinn hér eftir Valsól og hjá Helgu Völu.

    Valsól er bara dæmigert „fórnarlamb“ og allt slæmt er öðrum að kenna, allir fífl og asnar nema hún sjálf. En þannig er því jú oftast farið í fársjúkum meðvirkum
    fjölskyldum eins og sést best í fjölskyldu Valsólar, Samfylkingunni.

  • Dofri Hermannsson

    Auðvitað ósammála þér Ásta. Það dugar skammt að kenna fjórflokkunum um og sjálfskipuð afsprengi búsáhaldabyltingarinnar – borgarahreyfingin – gefa ekki vonir um siðbót í stjórnmálum. Öðru nær.

    Reyndar held ég (þótt ég sé vissulega ekki hlutlaus) að það megi skýra ólíkan brag á stjórnmálum sunnan og norðan Vonarstrætis þannig:

    Norðan Vonarstrætis er óábyrg stjórnarandstaða sem að megninu til á meginsök á því komið er fyrir þjóðinni. Þrátt fyrir það notar þessi hluti þingmanna hvert tækifæri til að hrópa úlfur, úlfur, leynimakk og föðurlandssvik. Ekkert af upphrópunum þeirra hefur staðist skoðun en fyrir vikið er verkið erfiðara en það þyrfti að vera fyrir fólkið í brúnni.

    Sunnan Vonarstrætis er stjórnarandstaðan ábyrg. Strax í haust hafði minnihlutinn frumkvæði að sameiginlegum leiðarljósum fyrir alla borgarstjórn í þeim þrengingum sem ljóst var að framundan voru. Það hefur gengið eftir og þótt vissulega hafi verið sett fram málefnaleg gagnrýni á störf meirihlutans þegar ástæða hefur verið til. Regla Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur hins vegar verið sú að haga allri gagnrýni með það í huga að hún gæti þurft að taka við stjórn borgarinnar á morgun. Að mínu mati er þetta regla sem allir í stjórnarandstöðu ættu að temja sér. Það heldur aftur af ómálefnalegri gagnrýni, að ekki sé talað um hreinræktað lýðskrum eins og tröllríður þinginu þessa mánuðina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur