Fimmtudagur 13.08.2009 - 19:44 - 21 ummæli

Svik við þjóðina

„Svik við þjóðina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um sáttadrögin úr fjárlaganefnd í Sjónvarpsfréttum. Ég var aðeins á taugum að það væri verið að gera einhverja vitleysu sem gæti framlengt ruglið kringum Icesave. En um leið og ég heyrði í Sigmundi Davíð varð ég alveg rólegur. Stóryrði frá Sigmundi Davíð mæla með bæði mönnum og málefnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Já það má til sanns vegar færa…..
    Sigmundur virkar eins og ekta tækifærissinni, gæti
    verið ná-skyldur Össuri….
    þetta er eins og Steingrímur og Jóhanna hrópuðu:
    Allt uppá borðið…ALLT….
    þá varð maður rólegur…..

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Hvaða sérðu út úr því þegar Jóhanna stendur skjálfandi fyrir framan myndavélarnar eins og áðan?

    Hef alltaf á tilfinningunni að hún er á barmi taugaáfalls.

  • Hvað kom eiginlega fyrir hann Sigmund!? Hér áður virtist mér hann vera nokkuð skynsamur náungi, en núna er hann eins og umskiptingur, alltaf snarvitlaus þegar hann opnar munninn með upphrópanir og svartagallsraus!!

  • En þú getur auðvitað ekki dæmt um það sjálfur… nema þú sért í klíkunni hjá Bretum eða Hollendingum. Af því að þeir fá að sjá drögin á undan þinginu. Og þetta finnst þér líklega í lagi?

  • Er ekki rétt að parkera þessu máli í 6 mánuði?

  • Sigmundur Davíð var Giftusamlegur þarna.

  • Hvað átt þú við með „ruglið kringum Icesave“?
    Ert þú enn þeirrar skoðunar að við eigum að samþykkja samninginn eins og hann er?

  • Mörður, ertu búinn að skoða þessar nýju tillögur?

    Ert þú ekki bara þokkalega sáttur við óbreyttann samninginn?
    Myndir þú ekki segja já við samningnum eins og hann er núna í þinginu?

    Ég veit að Árni Páll vill samþykkja hann, ekki er það gæfulegt.

  • Uni Gíslason

    Tek undir með Möggu – hann verður að vara sig því það þarf skynsama og raunsæja menn í Framsóknarflokkinn. Menn sem hafa hugsjón og menn sem líta ekki á Sjálfstæðisflokkinn til stuðnings.

    Sigmundur Davíð þarf að klífa bratta brekku til að tryggja Framsókn framtíð. Það er ekki gert með svona einföldum klisjum. Það þarf málefnalega, skynsama og raunsæja umræðu. Líka frá stjórnarandstöðunni.

    Það var leitt að hann skyldi ekki kjósa með ES-umsókninni. Mörg eru hans strategísku mistök. Það einkennir ekki góða leiðtoga.

    Ekki að Ísland hafi upp á marga góða leiðtoga að bjóða – nema kannski Steingrím Jóhann og Jóhönnu. Ekki kaus ég þau, en ég hef séð hvernig þau bregðast við mótlæti og erfiðum aðstæðum og það fellur mér ágætlega í geð.

    Ég vil sjá meiri Framsóknarmennsku í Framsóknarmönnum á þingi. Stjórnmálin snúast ekki bara um ES og Icesave. Ekki einu sinni núna.

  • Jón Eiríksson

    … það þarf skynsama og raunsæja menn í Framsóknarflokkinn. Menn … spyrja má: þarf einhver á Framsóknarflokki að halda? Allra síst skynsamir og raunsæir menn, hefði ég haldið.

    Góðir pistlar, Mörður!

  • ,,Vinnustaðafíflið“ , við hverju er að búast ?

    Eina sem Sigmundur Davíð hugsar um er að komast í valdastól með fjölskylduvininum, og samherja í viðskiptum, formanni sjálfstæðisflokksins !

  • Uni Gíslason

    Jón Eiríksson:

    Það þarf svo sannarlega á Framsóknarflokki að halda, enda nauðsyn á flokki skynsamra, raunsærra manna sem ekki eru fastir í kreddum löngu dauðra manna um «hægri» og «vinstri».

    Flokk sem hefur nákvæmlega engan tendens til að líta til frjálshyggju eða sósíalisma sér til innblásturs.

    Hvernig dettur einhverjum í hug að það þurfi vinstri/hægri flokka í dag? Það eru dauðar stefnur, enda leita nær allir flokkar á miðjuna í dag.

    Maður gæti allt eins spurt: Er þörf á mönnum eins og Jóni Eiríkssyni..?

  • „Ég var aðeins á taugum að það væri verið að gera einhverja vitleysu sem gæti framlengt ruglið kringum Icesave.“

    Góður þessi. Eina ruglið í kringum Icesave er samningurinn sem þú berð meðal annarra ábyrgð á, og að það skuli verið að reyna að troða honum í gegnum þingið, sem þú berð meðal annara ábyrgð á líka.

  • „… skynsamra, raunsærra manna sem ekki eru fastir í kreddum löngu dauðra manna … “

    Áttu við Jónas frá Hriflu?

  • „Stóryrði frá Sigmundi Davíð mæla með bæði mönnum og málefnum.“ Það var nákvæmlega það sama sem ég hugsaði. Skiptum út Merði Árnasyni fyrir Sigmund Davíð og þá er þessi fullyrðing orðin sönn!

  • Uni Gíslason

    Pétur:

    Ég átti nú við Karl Marx og Adam Smith, svona til dæmis. Þó Jónas frá Hriflu hafi verið stórmenni og eflaust talið sig vera jafnoka þeirra Marx og Smith, þá átti ég ekkert endilega við hann.

    Það verður bara að viðurkennast. Hann var barn síns tíma, ekki spámaður, svo hans viðhorf verða að lesast í samhengi við breytta tíma.

    Svo, í víðum skilningi átti ég alveg eins við Jónas frá Hriflu.

    Framsóknarflokkurinn er hins vegar fyrir þá sem lifandi eru, þá sem eru raunsæir og pragmatískir.

    Því miður hefur það ekki verið ráðandi kraftur í flokknum í meira en 30 ár. En saga flokksins er eldri en svo og það lifir enn fólk sem man og veit fyrir hvað hann stendur.

    Svo eru margir ungir, eins og ég, sem vita það líka. Þeir sem afneita Halldóri Ásgrímssyni t.a.m.

  • Það þarf snilling eins og Sigmund Davíð til að álykta það, að ef við borgum ekki skuldirnar þá aukist lánstraustið.

  • Jón Eiríksson

    Líklega er það alveg rétt hjá þér, Uni, ég er óþarfur, að minnsta kosti í Framsóknarflokknum. Það er hins vegar mikil þörf fyrir lifandi, raunsæja og skynsama hugsjónamenn og konur í þjóðfélaginu okkar. Þú ert ábyggilega einn af þeim, Uni. Það vefst fyrir mér að grilla í þessa eiginleika hjá talsmönnum Framsóknarflokksins, þokan er þétt. Flokkurinn virðist snúast mest um sjálfan sig.

  • Nýi Dexter

    Maður var að segja á Útvarpi Sögu að félagsmálaráðherra hefði verið á BBC og sagt að allt yrði borgað í topp. 11 þúsund pund á hvern íslending.

  • Uni Gíslason

    Jón Eiríksson:

    Framsóknarflokkurinn er ekki alslæmur, en hann hefur átt sínar hæðir og lægðir. Eins og nær allir flokkar.

    Ég er einn af þeim Framsóknarmönnum sem líður beinlínis illa þegar ég sé Finn Ingólfsson.

    Ekki er ég einn í því. Halldór Ásgrímsson nær drap flokkinn.

    Það þarf betri dómgreind en meðal til að vera góður Framsóknarmaður. Það er bara ekki jafn einfalt og létt að lenda í því fari að teljast óákveðinn miðjumaður.

    Góður Framsóknamaður er umhverfissinnaður, þjóðfélagslega íhaldssamur, félagslega vinstrisinnaður en efnahagslega í miðju. Pragmatískur og víðsýnn.

  • „Góður Framsóknamaður er umhverfissinnaður, þjóðfélagslega íhaldssamur, félagslega vinstrisinnaður en efnahagslega í miðju. Pragmatískur og víðsýnn.“

    Uni,
    Viltu vinsamlega fræða okkur um hvað af ofangreindu á við um Sigmund Davíð von Kögun?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur