Miðvikudagur 12.08.2009 - 20:47 - 69 ummæli

Nýja minnihlutastjórnin

Og eftir fall Icesave-frumvarpsins um miðjan ágúst var mynduð ný minnihlutastjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Hún nýtur stuðnings Borgarahreyfingarinnar frá máli til máls, og nokkrir þingmenn VG hafa ákveðið að vera hlutlausir gagnvart stjórninni meðan reynt er að ná nýjum samningum við Breta og Hollendinga. Ráðherrar stjórnarinnar eru:

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra

Tryggvi Þór Herbertsson fjármálaráðherra

Vigdís Hauksdóttir dómsmálaráðherra

Höskuldur Þórhallsson viðskiptaráðherra

Eygló Harðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra

Ólöf Nordal iðnaðarráðherra

Ásbjörn Óttarsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Birkir Jón Jónsson samgönguráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir heilbrigðisráðherra

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra

Meðal helstu verkefna ríkisstjórnarinnar er endurupptaka samninganna um Icesave, aðildarviðræður við Evrópusambandið eftir að ESB hefur fallist á skýr skilyrði íslenskra stjórnvalda, virkjanir í Neðri-Þjórsá og við Þjórsárver fyrir tvö til þrjú álver á Suðvesturlandi, að ganga frá fjárlögum án skattahækkana með helmingsniðurskurði útgjalda, og nýtt íslenskt ákvæði um 99 ára undantekningu frá samdrætti í losun sem skilyrði fyrir samþykki Íslands við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn.

Þá hefur verið ákveðið að til að koma hjólum atvinnulífsins í gang og spara fé verði rannsóknum hætt á ástæðum efnahagsþrenginga frá því í haust.

Ögmundi Jónassyni hefur verið boðin staða forseta alþingis, og Þór Saari verður formaður fjárlaganefndar. Bankastjórar Seðlabankans verða Davíð Oddsson og Finnur Ingólfsson.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (69)

  • Gagarýnir

    Frikki
    Sumt rímar og annað stuðlar og gott hjá þér að taka skammarþuluna til hans Marðar. Hann er nokkuð lunkinn í svoddan orðagaldri.

  • Þetta er draumastjórn byltingasinnaðra anarkista og aðgerðarsinna. Þessi samsuða gæti mögulega komið af stað alvöru byltingu.
    En ef fólk vill forðast þetta er eina leiðin að banna og leysa upp Sjálfstæðisflokkinn sem er ólögleg glæpasamtök. Framsókn gæti fylgt í kjölfarið með tilheyrandi fjöldahandtökum mafíosanna. Smáborgahreyfing lýðskrumaranna, það þarf ekki að gera neitt. Þau sjá um sig sjálf.

  • Þórarinn Einarsson

    Það eru Samfylkingarfrekjurnar sem eru að hóta stjórnarslitum ef þær fá ekki sitt fram (uppgjöf í Icesave málinu). VG-liðar eru til í áframhaldandi samstarf.

    En kannski er bara best að losna við kratana. Þeir eru allra verstir.

    Ömurleg færsla hjá þér Mörður (eins og svo oft áður).

  • Mörður Árnason

    Minni á að í þessum athugasemdum er sú regla í gildi að það má tala eins illa um höfund og hver vill — en menn eru að beðnir að finna sér eigin vettvang fyrir svívirðingar, níð og róg um annað fólk.

  • Ef vinstristjórnin fellur verður það vegna þess að henni mistókst að setja fram vinstrisinnaðar lausnir á kreppunni og þar með missti trúverðugleikan hjá vinstrisinnum í samfélaginu. Stjórnin sem þú stingur upp á í stað þessarar núverandi hefur þó þann kost að hún myndi hafa vinstrisinnaða stjórnarandstöðu sem myndi tala máli vinstrisinnaðs fólks á þingi. Í dag getur verið annsi erfitt fyrir vinstrisinna að sjá atkvæði sín fara í að ríkisstyrkja skuldir auðvaldsins upp á hundruði miljarða meðan að eigur þess eru ósnertanlegar og allt á að fjármagna með erfiðum niðurskurði í félags- mennta- og heilbrigðisþjónustu. Ég bylti ekki ríkisstjórn Geir H. Haarde til þess að nýtt fólk gæti haldið áfram sömu stefnu.

  • Jón Magnússon

    Ég er orðlaus yfir þessari færslu. Það er hreint og beint ógeðslegt hvernig Samfylkingarfólk hegðar sér. Er kominn á þá skoðun á best sé að þið slítið bara samstarfinu strax. Þá fyrst sér þjóðin hversu miklar kerfis EB gungur þið eruð öll í kjarnann. Ekkert nema kratableyður sem lepja upp nauðungarsamninga og reyna hvað þær geta að troða því ofan í þjóðina.

    Þú ættir að skammast þín – taka þig taki og reyna að læra af þeim fáu á þingi sem ennþá virða og skilja hversvegna þeir starfa þar. Færslan er barnalegur hræðsluáróður og móðgun við þá sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti.

    „There are two ways to qonquer a nation. One is by the sword, the other one is by the debt.“

  • Elías Pétursson

    Kannski var það þetta sem Mörður var að reyna að koma í veg fyrir með þessari færslu sinni……….. „Icesave úr pólitískum hjólförum? – Þverpólitísk niðurstaða um fyrirvara í farvatninu“

    Ætli það þjóni nokkuð rætinni lund hans ef samstaða næst um þetta stærsta mál síðari tíma, samstaða um fyrirvara og varnagla þar sem reynt er að verja hagsmuni þjóðar og almenning……

    Hann vildi jú endilega skrifa undir ábyrgðina skilyrðislaust eins og flest samfylkingarfólk og Steingrímur, ESB allt.

    http://eyjan.is/blog/2009/08/13/icesave-ur-politiskum-hjolforum-thverpolitisk-nidurstada-um-fyrirvara-i-farvatninu/

  • hræðsluáróður, ómálefnalegur. ÞÞ

  • OMG. Ég ætla að flýja landið ef þetta verður að raunveruleika.

  • Nýi Dexter

    Allt er gott sem endar vel.

  • Já Mörður, ekki góð framtíðarsýn. Ég get hins vegar lofað þér því að grasrótin í Borgarahreyfingunni myndi ALDREI taka þátt í þessum óskapnaði. Ég lofa þér því.

  • 'Arni H Kristjánsson

    Friðrik það er engin Borgarahreyfing til bara 4 framapotarar á Þingi
    ps. Takk Mörður

  • ÞÞ, það vona ég sannarlega að þetta sé!

  • Þórarinn Einarsson

    Reyndar þá hafa sumir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ekki tekið illa í þá hugmynd að styðja MINNIHLUTASTJÓRN VG!

    Það er e.t.v. skásti kosturinn og þá með Ögmundi sem nýjum formanni og forsætisráðherra (SJS segir af sér). Ásmundur Daði yrði góður í landbúnaðarráðherrann. Ágætt þó að hafa nokkra utanflokka með.

  • Ef þið hefðuð hæfara fólk, þá væri þessi færsla kannski í lagi.

    En þar sem það þarf ekkert að ræða það, þá er þetta eiginlega bara vandræðalegt.

    Þið hafið það lítið af hæfu fólki að þið neyðist til að fá ópólitískt fólk í ráðherrastóla… það segir meira en mörg orð.

  • Þegar maður les skítkastið og kjaftaæðið í athugasemdunum við þessa grein – þá er ekki annað hægt að segja en: Það er ekki furða að þetta land hafi skollið á hliðina. Þvílíkt pakk við íslendingar erum.

  • Hahahahahaha góður !!!!!

  • Við erum þjófabálkur sem fór frá Noregi af því okkur hugnaðist ekki að fara að lögum og borga skatta. Það var í kringum árið 1000. Svo lögðumst við í víking og drápum og rændum í öðrum löndum. Það var sirka milli 1000 og 2000. Og héldum áfram sömu iðju frá árinu 2000 til 2008. Stela, stela, ræna, rupla, meira, meira, ræna, rupla. Duglegir strákar!
    Megum við ekki alveg skammast okkar fyrir að vera Íslendingar. Svona smástund þar til við tökum höndum saman og tökum til og biðjum okkur sjálf afsökunar. Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur en um leið er ég stolt af því að vera Íslendingur.
    Frikki, mér finnst þú eigir að skammast þín fyrir að gagnrýna fólk sem leggur nótt við dag að halda utan um hagsmuni almennings. Hvað hefur þú lagt á þig til að byggja upp þetta þjóðfélag sem er í kreppu núna?

  • Heillandi framtíðarsýn -og valinn maður í hverju rúmi…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur