Þriðjudagur 11.08.2009 - 12:53 - 31 ummæli

Hvað er uppí erminni?

Samningarnir um Icesave voru undirritaðir 5. júní og frumvarpinu um ríkisábyrgð var útbýtt á þinginu 30. þess mánaðar – nú er kominn 11. ágúst og verður sífellt óljósara hvernig málinu reiðir af.

Eftir rúmar fimm vikur í fjárlaganefnd er hinsvegar orðið ljóst að draumur nokkurra VG-þingmanna um 63–0 rætist ekki nema með því að setja samningana í fullkomið uppnám – einu skilyrði/fyrirvarar/túlkun/umgjörð sem Framsóknar- og Sjálfstæðismenn vilja fallast á eru þau sem jafngilda nýjum samningum – sem þá þyrfti nýja ríkisstjórn til að hefja. Málið er strand í nefndinni – þar næst ekkert samkomulag.

Öllum sem vilja vita er líka að verða ljóst að ríkisstjórnin á líf sitt undir málinu, og að Steingrímur J. Sigfússon hlýtur að hætta störfum sem ráðherra og flokksformaður ef þingmenn úr hans eigin flokki verða til að fella málið.

Það eru undarleg tíðindi fyrir stuðningsmenn vinstristjórnarinnar. – En gott og vel, þjóðarhagur ræður –

– og þá er kannski kominn tími til þess að andstöðuhópurinn á alþingi fari að segja okkur hvað hann vill gera.

Fróðlegt væri til dæmis að vita þetta:

Þeir sem vilja með einhverjum hætti semja aftur halda því fram – einsog Ólöf Nordal í gær í Kastljósinu – að núna sé nóg fyrir okkur að senda tölvupóst um nýja samninga og þá sýni Hollendingar og Bretar og Norðurlandamenn og Evrópusambandið skilning.

Ein af röksemdunum gegn samningunum er hins vegar einmitt sú að þessir sömu menn sýni engan skilning ef til þess kæmi að við þyrftum á endurskoðunarákvæðinu að halda eftir sjö ár!

Af hverju halda Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Liljurnar að þeir menn sem verða svona vondir eftir sjö ár bregðist núna við með brosi á vör?

Er það vegna þess að Liljur, Sigmundur og Bjarni hafa uppí erminni einhver þau gylliboð eða hótanir sem við hin vitum ekki um?

Á að hætta að flytja út fisk?

Eigum við að loka landinu fyrir ferðamönnum frá Bretlandi og Hollandi?

Eða eigum við kannski að gá hvað þeir segja ef „stelpurnar okkar“ neita að spila á EM í Finnlandi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (31)

  • Nýi Dexter

    Hvenær fáum við að sjá lánabækur hinna bankanna?

  • Rosalega eru þetta aum skrif hjá þér Mörður. Þetta er nú það slakasta sem frá þér hefur komið. Maður hefur á tilfinningunni að þú sért að skrifa gegn betri vitund.

    Að leggja þetta þannig upp að við sendum bara einn tölvupóst út til Bretlands og ætla að leysa málið þannig er bara fjarstæða. Það vita allir, nema kannski þeir sem sendu þessa blessuðu svokallaða „samninganefnd“ út í vor að það eru margar leiðir til að ná fram samningum, aðrar en þær að nota tölvupóst eða Twitter. Kannski er best að Samfylking hætti þessu bara ef þeirra skilningur á málinu er sá að aðrar lausnir séu ekki í boði.

    Það er enginn að tala um að hætta að flytja út fisk Mörður, enginn. Ráðaleysi Samfylkginarfólks er nú samt þannig að það mætti halda að úr því við erum upp á kant við Breta, þá leggist útflutningur á okkar mikilvægustu vöru af fyrir fullt og allt.

    íslendingar lentu í vandræðum fyrir mörgum áratugum þegar Spánarmarkaðir lokuðust á Saltfisk, sem var okkar helsta útflutningsafurð. Þá fóru hálf mállausir útgerðarmenn út og náðu að vinna nýja markaði. Á nokkrum árum var búið að vinna upp tapaðan Spánarmarkað með því að beita öðrum verkunaraðferðum og selja líka saltfisk annað.

    Ef samfylking hefði verið við stjórnvölin þá og stjórnað sölumálum, hefði þá ekki bara verið hætt að veiða þorsk? Miðað við þessi andlausu skrif þín hefur maður á tilfinningunni að það hefði orðið raunin á þeim tíma.

    Lífið heldur áfram þó við neitum að staðfesta þessa ríkisábyrgð. Það er alveg á hreinu. Þeir sem eru ekki tilbúnir að taka þann slag sem við hugsanlega lendum í við að neita að borga eitthvað sem okkur ekki ber, eiga ekki að bjóða sig fram til að stýra landinu. Svo einfalt er það.

    Það vita allir sem hafa kynnt sér málin að ástæða þess hversu stíft Samfylking sækir þessar Icesave ábyrgðir er ein og nákvæmlega ein, ESB aðild.

    Það er of dýru verði keypt að fara þarna inn með þessar Ice Save skuldbindingar um hálsinn.

    það er alltaf hægt að fara inn í ESB síðar ef áhugi verður fyrir hendi. Eins og staðan er í dag eru hins vegar ENGAR FORSENDUR FYRIR ÞVÍ AÐ FÓRNA ÖLLUM ÞESSUM HAGSMUNUM TIL AÐ FARA INN Í ESB Á EINHVERRI EXPRESS LÍNU.

  • Rétt Mörður!

    Aldrei að gera í dag, það sem hægt er að láta aðra gera eftir sjö ár. Um að gera að taka bara sénsinn og samþykkja hundónýtan samning með von um betra veður árið 2016.

  • Forsendurnar til að virkja endurskoðunarákvæðið eru þegar til staðar. Skuldastaða ríkissins er mun verri en AGS áætlaði í október, yfir „hættumörkum“, raunar og við það má virkja ákvæðið.

    Það þýðir að ef eitthvað hald er í ákvæðinu ættu Bretar og Hollendingar að ganga til nýrra samninga. Ef þeir gera það ekki, ef öryggisákvæðið er gagnslaust, þá er vandséð að ávinningur af því að ljúka málinu núna sé slíkur að það réttlæti áhættuna.

  • Þetta er ágætur vinkill hjá þér Mörður. Þetta með þessa „andstæðinga“ okkar sem ýmist eru óalandi og óferjandi óvinir Íslands eða hinir ljúfustu menn sem muni í kvelli fallast á nýjan samning ef Bjarni b. og Sigmundur D. bara orða það. Hvorugt er þó raunhæft held ég. Við erum ekki að semja við óvini Íslands en það er hinsvegar greinilegt að okkur er ekki treyst. Að endurheimta traustið er lang mikilvægast verkefnið til skemmri og lengri tíma.

  • Ég næ engu af því sem jói segir Sorry!

  • Núna höfum við það hreðjartak á ESB að geta sett vafa um túlkun á reglum um innistæðutryggingar. Þegar við höfum skrifað undir höfum við það ekki lengur og höfum þá eingöngu þann möguleika að biðjast vægðar eða lýsa yfir greiðsluþroti. Þetta er munurinn á stöðunni núna og eftir 7 ár. Það er því klárt mál að við munum ekki fá neina aukaafslætti eftir 7 ár sem ekki er hægt að fá í dag og líklega er ýmislegt sem við gætum náð fram í dag sem við getum ekki eftir 7 ár með undirskrifaðan samning.

    Ef þú hinsvegar villt ná stuðningi vinstrimanna á þingi fyrir því að samþykkja frumvarpið óbreytt verðið þið að drífa ykkur að sýna fram á hvernig á að ná þessum peningum frá stóreignastétt þessa lands. Við teystum nefnilega ekki krötunum til að senda reikninginnn neitt nema til öryrkja og láglaunafólks og eins og stefnan er í dag virðist eiga að greiða fyrir þennan samning með fé frá lág- og millitekjuhópum samfélagsins í stað þess að senda hann til þeirra stóreignastéttar sem skapaði reikninginn. Ögmundur og félagar eru einfaldlega að láta ykkur vita að það er stór hópur sem er tilbúinn að verjast það að fá þennan reikning lagðan á sinn þröskuld með valdi ef þörf krefur og að því muni friðurinn í samfélaginu ekki halda að keyra hann í gegn á okkar kostnað.

  • Mörður hóf áróður sinn fyrir Icesave samningunum þann 7. júní, áður en þeir höfðu verið birtir. Þá stóð ennþá til að hafa þá leynilega.

    Hvernig er hægt að taka menn alvarlega sem ætluðu í alvöru að láta samþykkja samningana óséða?

  • Skjöldur

    Djííísöss kræst maður!
    þvælan sem kemur frá þér

  • Mörður Árnason

    Doddi D — Þetta er rangt hjá þér, fyrstu grein um Icesave skrifaði ég 5. júní, um ákafaviðbrögð Bjarna og Sigmundar Davíðs. Um þær mundir voru kynnt helstu efnisatriði samninganna, en fyrsta grein frá mér um eiginlegt efni þeirra er skrifuð 21. júní, eftir að samningarnir voru birtir á netinu (m.a. að minni kröfu). Ég hef hinsvegar aldrei látið mér detta í hug, fyrir eða eftir netbirtingu, að hægt væri að komast hjá að standa við þessar skuldbindingar.

    Hvernig er annars hægt að taka menn alvarlega sem heita ,,Doddi D“?

  • Héðinn
    Þetta meinta hreðjatak á ESB vegna einhvers vafa um innstæðutryggingar er alger tálsýn enda byggt á afar hæpnum útúrsnúningum sem ekki ein einasta af okkar hefðbundu vina- eða frændþjóðum var til í að taka undir.
    Meginefni tilskipunarinnar og markmið er skýrt og tilskipun er beint til þjóðríkis til innleiðingar.

    En fari svo að samningaleiðin um Icesave lokast vegna andstöðu og samstarfinu við AGS og vinaþjóðirnar lýkur verða afleiðingarnar okkur dýrkeyptar og eins og venjulega þegar verulega alvarleg kreppa skellur á finna þeir fyrst fyrir henni sem veikast standa fyrir, þ.e. öryrkjar og láglaunafólk sem þú nefnir sérstaklega.

  • Ómar Kristjánsson

    Það sem hefur gerst er, að fjölmiðlar hafa alveg brugðist í að veita hlutlausar upplýsingar um málið og þess í stað ruglað almening með einhverju bulli.

    Umfjöllun fjölmiðla hefur fyrst og fremst verið eltingarleikur við upphrópanir og lýðskrum stjórnarandstöðu (einna helst að þættir á ruv hafi fjallað faglega um málið ss. spegillinn)

    Hef sagt það áður og segi enn: Maður horfir bara orðlaus á lýðskrum sj.st.flokks. Orðlaus. Þvílíkt ábyrgðarleysi.

    Ef það er rétt að hluti VG hafi talið að hægt væri að ná samkomulagi við sjalla um „fyrirvara“ og viðræður hafi staðið undanfarið um það – þá er þaðí sjálfu sér umhugsunarvert.

    Málið er bara að það er ekkert sem bendir til annars en S.st.flokkur ætli að lýðskrumast útí eitt og koma höggi á stjórnina og helst að koma henni frá. Til þess spila þeir á hluta VG alveg fram og til baka.

    Það átti aldrei að vera gera samninginn opinberann. Það er ekkert merkilegt í þessum samningi. Hefði alveg verið nóg að kynna aðalatriðin. Samþykkja. Málið afgreitt.

    Í staðinn hafa Sjálfstæðisflokkur og Frammarar og meðreiðarsveinar þeirra bullað og þvaðrað í 2 mánuði þar sem atriði eru oftúlkuð og rangtúlkuð hægri vinstri – og fjölmiðlar slegið öllu upp í hvert skipti etc. Bara rugl. Hreint út sagt. Tóm vitleysa.

    Og Bjarni Ben – hann er enn að tala um „dómstólaleið“ og vill fá að vita, skilst manni, hverjar skyldur ísl. séu ! Hann skilur ekki en Rammalögin um innstæðutryggingar !!

    Hvernig geta svona menn verið á þingi og þar að auki formenn flokka.
    Ótrúlegt alveg. Gjörsamlega ótrúlegt.

  • Ómar ætti að hafa sig hægan. Stjórnin er búin að gera sig seka um byrjendamistök í þessu máli frá a-ö. Sendu einhverja kerfiskalla út sem „samninganefnd“. Niðurstaða sem átti að vera „glæsileg“ er núna öll komin út í horn. Steingrímur J. og co. voru nú ekki mikið að kóa þegar hann sat í minnihluta á síðasta ári. Fræg eru upphlaup hans gagnvart öllu því sem hann nú talar fyrir. Maðurinn hefur skipt um skoðun í ÖLLUM þeim málum sem hann stóð fyrir áður.

    Ef VG og SF hafi einhvern tíma ætlað sér að ná samkomulagi við alla flokka, þá hefðu þessir flokkar að sjálfsögðu mannað samninganefndina fólki sem væri tilnefnt af ÖLLUM flokkum, en ekki einhverjum gömlum allaböllum sem voru að fást við verkefni sem var þeim gjörsamlega ofviða eins og niðurstöðurnar nú sína.

    Það hefði annars verið í anda Samfylkingar að kynna aldrei samninginn, enda var það aldrei stefnan. Í anda gegnsæjis og mikilla samræðustjórnmála sem IGS og samfylking hafa boðað síðasta áratuginn hefur hver leyniskýrslan á fætur annarrar ratað á borð fjölmðila og þaðan út í þjóðfélagið. Ríkisstjórninni munar enda ekkert um að samþykkja enn eitt málið sem er sterkur meirihluti gegn hjá þjóðinnni s.s. þetta Icesave og svo ESB aðild.

    Auðvitað er mörgum í SF og VG illa við lýðræði og að farið sé að lögum og reglum. SF er nú sá flokkur sem daðraði hvað mest við´útrásarvíkingana. Forsetinn, sem er þriðja hjólið undir þessari ríkisstjórn er nú enn með plástra á fingrunum eftir að hafa hengt stórriddarakrossa og útflutningsverðlaun á þá sem settu okkur lóðbeint á hausinn strax í kjölfarið.

    Icesave verður fellt. VG eru búnir að missa trúverðugleika sinna kjósenda með því að mæla fyrir frumvarpi um ESB aðild. Ef þeir ætla svo að ana með þetta í gegnum þingið líka, þá verður það síðasti naglinn í líkkistu þess flokks. Það er mikill misskilningur að þeir bjargi sér fyrir horn með því að kjósa allir eftir pöntun frá Samfylkingu í þessu máli. Þvert á móti, þá eru dagar Steingríms J. og Ögmundar senn taldir í pólitík ef þeir ætla að elta SF eins og hundar í ól í þessu máli líka.

  • Sigurður #1

    Mörður, það er óhætt að segja að þú lætur staðreyndirnar ekkert þvælast fyrir þér.

    Og bullið heldur áfram.

    En sem betur fer er langstærstur hluti þjóðarinna búinn að sjá í gegn um þessa vitleysu hjá ykkur.

    Því spyr ég, eins og þú spyrð hér að ofan.

    „Hvernig er hægt að taka einhvern alvarlega sem heitir Mörður Árnason“

  • Unnur G. Kristjánsdóttir

    Ég undrast viðbrögð nokkurra við þessu bloggi Marðar. Þær skoðanir sem Mörður lætur í ljóst eru í versta falli ein af mörgum hliðum málsins og þeir sem kalla þær bull eru að minu mati fólks sem ekki er fært um að taka eðlilegan þátt í rökræðu. Ég skil vel að þið kjósið að skrifa undir dulnefni því væntanlega vitið þið að ella yrðuð þið ykkur til skammar.

    Mikið er ég sammála Ómari. Fréttamat fjölmiðla, ekki síst Moggans og Ríkisútvarpsins er undir áberandi áhrifum málflutnings stjórnarandstöðunnar. Enn á ný virðist ríkja álíka múgsefjum og var á síðustu árum og þegar við áttum oll að vera sammála um góðærið, útrásina og snobbið fyrir þeim sem taldir voru ríkir og frægir. Nema núna gengur þetta út á að vera á móti ábyrgðinni á Icesave. Slappleikinn með upplýsingamiðlun um málið er svo mikill að ég held að langsflestir þessarra „andstæðinga“ Icesave heldur að með því að veita ekki ríkisábyrgðina komast Íslendingar hjá því að borga.

    Meðan íslenskur almenningur er jafn ginkeyptur fyrir áróðri og ekki fær um sjálfstæðari skoðanir og heyrist mest um Icesave í fjölmiðlum þessa dagana, hefur hann ekki lært mikið af hruninu, ástæðum þess og nauðsynlegum breytingum í lífsstíl og hugsunarhætti þjóðarinnar.

    Ég er mjög undrandi að Ögmundur og fleiri stjórnarþingmenn halda að Sjálfstæðisflokkurinn muni undir einhverjum kringumstæðum taka ábyrgð á Icesave samningnum. Hann er reyndari í pólitík en svo að hann viti ekki að það eina sem vakir fyrir þeim og Framsókn er að fella ríkisstjórnina og Ögmundur er að vinna með þeim í því með sínu útspili.

    All um það, þá er ábyrgðina á Icesave (með fyrirvörum) ill kárri kostur en að hún verði felld á Alþingi því a.m.k. kemst efnahagslífið í gang fyrr með samningum en án hans. Ef Ísland er gjaldþrota, er það jafn gjaldþrota hvort sem samþykkt ábyrgðarinnar er fyrir hendi eða hún er felld. Að því komust ekki fyrr en málið er afgreitt.

  • Eru útrásarvíkingar sjallanna og framsóknar ekki eignameiri en samfó?

  • Ómar Kristjánsson segir „Það átti aldrei að vera gera samninginn opinberann.“ Er Mörður sammála þessu?

    Tek fram að ég tek Mörð Árnason alvarlega.

    Finnst ennþá jafn merkilegt og fyrir tveimur mánuðum síðan, hvernig það má vera að mál einsog Icesave skuli fylgja flokkslínum.

    Deilan stendur að mínu mati um „fair play“ og „common sense“ hvort tveggja nokkuð sem Bretar telja sig hafa fundið upp.

  • Ekki vanmeta íslenskan almenning Unnur. Þó hann hafi aðra skoðun en þu, er ekki þar með sagt að hann hafi ekki tök á að mynda sér skoðanir á hlutunum.

    Ástæðan fyrir andstöðu almennings við Icesave er ekki ólýðræðislegur fréttaflutningur RUV, heldur álit aðila sem tekið er mark á, þó margir vinstri menn rembist eins og rjúpan við staurinn að gera þessa aðila grunsamlega.

    sú staðreynd að það sé tæpt á að meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum haldi í öðru stóra málinu í röð gerir málið líka grunsamlegra hjá almenningi. Af hverju ætti stjórnarandstaðan og almenningur að trúa því að ríkisábyrgð sé af hinu góða ef ekki einu sinni er fylgi við slíkar skoðanir innan þeirra flokka sem eru að presentera þetta dót? Er það ekki grunsamlegt?

    Annað atriði sem fólk þarf að taka til greina eru staðreyndir eins og t..d þær að ekki eru líkur á að eins mikið innheimtist af eignum Landsbankans og gert var ráð fyrir. Dag eftir dag berast fréttir um að fyrirtæki sem áttu að dekka kostnað séu einskis virði. Orð Jóhönnu Sigurðardóttur um að 75% af skuldum verði greitt með eignum Landsbanka er hæpið.

    Það er líka vert að hafa í huga að ef ríkið borgar 600 milljarða, hugsanlega að óþörfu í þessar tryggingar, þá eru það peningar sem hefðu nýst í aðra hluti, s.s. atvinnuuppyggingu og þjónustu sem skilar meiri peningum í kassann hjá ríkinu. Þannig eru ákveðin margfeldisáhrif af þessari greiðslu sem ekki er mikið rætt um, enda hafa útreikningar á þessu dæmi ítrekað sýnt sig að vera byggðir á veikum forsendum sem standast illa eða ekki yfir höfuð.

    Samfylking á að ýta ESB aðild út af borðinu í einhvern tíma. Bjarga þessu ríkisstjórnarsamstarfi, og biðja Breta og Hollendinga að endurskoða þá samninga sem voru gerðir. Þeir voru ekki í nafni íslensku þjóðarinnar, „not in our name“ eins og kaninn myndi segja það. Er nokkuð viss um að þessari málaleitan yrði vel tekið. Við gætum t.d. bent Bretum á að við erum þeirra vinaþjóð, fórnuðum hlutfallslega fleiri mannslífum en nokkur önnur þjóð í síðari heimsstyrjöldinni, og að stórum hluta voru þessar fórnir færðar svo hægt væri að fæða breskan almenning á íslenskum fiski sem var siglt með yfir hafið við erfiðar aðstæður. Nú ættu Bretar að sína stórlyndi og gjalda til baka.

    Mæli með að Vigdís Finnbogadóttir verði fengin til að fá áheyrn hjá bresku drottningunni og útskýra málið. Drottningin í Bretlandi ræður miklu. Vigdís nýtur virðingar, annað en hægt er að segja um þá leppalúða sem sitja í þeim embættum sem ættu að sinna þessum málum nú um stundir.
    AMEN

  • Ómar Kristjánsson

    Doddi, afhverju ertu að spurja Mörð að því ?

    Það var eg sem sagði þetta og kemur áliti Marðar þar að lútandi ekkert við náttúrulega.

    Ummæli mín þessu viðvíkjandi ber að skilja í samhengi við umræðuna sem varð í kjölfarið í fjölmiðlum sumum og bloggsíðum margskonar: Ruglumræða. Húmbúkk !

    Annars er eg alveg sammála Unni G. hér að ofan að öðru leiti. Skemmtilega skrifað.

  • Sæll. Ansi finnst mér þetta ódýrt af þinni hálfu. Ykkur liggur svo á að samþykkja, bara til að geta haldið áfram með ESB. Þau rök sem maður heyrir að ekki gangi annað að samþykkja samninginn þar sem engin önnur lausn liggi á borðinu. Það rétt, lífið er ekki svo einfalt. En ég neita því að samþykkja hundlélegan samning. Og það eru léleg rök að segjast að bretar og hollendingar munu valta yfir okkur. Vissulega munu þau reyna en hvernig væri að þitt fólk færi að sýna lit, fá norrænu þjóðirnar í lið með okkur. Þaða er margur vettvangurinn sem við getum beitt okkur í, ESB, EES, Nato, viðskiptahagsmunir o.fl. o.fl. Reynið nú að sýna dug og standa undir einhverjum manndómsskap.
    Ég er þess fullviss eins hvernig þú ert að ef málum væri öfugt farið værir þú fremstur í flokki að taka þetta niður.

  • sturluson

    Sammála Dodda: „Deilan stendur að mínu mati um “fair play” og “common sense”“.

    Málið er bara að Bretar eiga réttinn hvora hliðina sem lagst er á. Íslendingar hafa farið illa að ráði sínu og ber að borga það sem þeir stálu undir ábyrgð frá ríkinu. (Ábyrgð frá stjórnvöldum sem voru LÝÐRÆÐISLEGA kosin. Það er ekki eins og um einræðisríki sé að ræða. Icesave var í boði Íslendinga allra).

    Annað mál er að hægt hefði verið að hafa betri samninganefnd um Icesave. Okkur skortir bara fólk með þekkingu.

  • skattmann

    Mörður:

    Það er grundvallarmunur hvort um er að ræða mál sem að ágreiningur ríkir um og annar aðili heldur því fram að hann hafi rétt á einhverju eða löglega skuld.

    Sem dæmi þá er ekki ljós hvort að okkur ber yfir höfuð að borga neitt umfram það sem er þegar í Trygginarsjóði Innistæðueigenda.

    Það er mögulegt m.a. skv. Sigurði Líndal að við myndum vinna dómsmál um IceSave.

    Munurinn er m.a.

    a) Ágreiningur:
    Ekki er heimilt að fara í beinar innheimtuaðgerðir
    Þeir tapa á því að gefa ekki eftir því að þá fá þeir ekki neitt.

    b) lögleg skuld:
    Þeir taka bara það sem þeir vilja og láta okkur skrifa uppá það hvort sem okkur líkar betur eða verr sbr. tilraunir með IceSlave.
    Ef að þeir gefa ekki eftir þá fá þeir allt. Taka bara af okkur eignir og auðlyndir uppí skuld.
    Önnur ríkisstjórn væri væntanlega tekin við í báðum löndum og hún myndi þá verða að réttlæta fyrir sínum kjósendum afhverju hún er að gefa eitthvað sem náðist eftir.
    Spáð er heimskreppu þ.a. eflaust munu aðstæður ekki vera uppá sitt besta í þessum löndum heldur.

    Það verður að vera viðsemjenda okkur í hag að semja.
    Það á bara við í a), ekki í b).

    Þar liggur hundurinn grafinn Mörður.

  • skattmann

    Ég er á því að við eigum að vera ein í efsta forgangi með lágmarkið ásamt kostnaði og vöxtum.
    Það er í samræmi við t.d. hvernig þetta er í Bandaríkjunum.

    Lögfræði er því miður undarleg vísindagrein því að án undantekningar eru lögfræðiálit sammála þeim sem að borgar fyrir þau.
    Þar er því verið að reyna að finna röksemdir fyrir ákveðinni niðurstöðu, en horft framhjá rökum sem benda til hins gagnstæða.
    Því er fullkomlega lógískt að hafa t.d. tvö lögfræðiálit sem að komast að þveröfugri niðurstöðu.
    Við verðum að sætta okkur við það.

    Eftir að hafa kynnt mér rök beggja sjónarmiða tel ég þau rök sem að miða að því að við eigum að vera ein í efsta forgangi vega þyngra.

  • skattmann

    ég var að hlusta á Kastljós viðtal við Ögmund.

    Mér fannst þetta vera mjög flott hjá honum og er sammála honum í einu og öllu.

    Vona að Sjálfsstæðisflokkurinn muni hætta þessari sandkassapólitík þar sem ekkert skiptir annað máli en hvað hverjum er að kenna og vinna að heilindum fyrir kjósendur. Þeir eiga jú að vinna landi og þjóð gagn þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og ekki einbeita sér bara að því að gera ríkisstjórninni sem allra erfiðast fyrir.

    Held að Borgaraflokkurinn sé sanngjarnt og tilbúinn að vinna að heilindum að lausninni sem Ögmundur lýsir.

    Síðan náttúrlega verður Jóhanna aðeins að slaka á og telja uppá tíu. Það borgar sig ekki og engum er greiði gerður með einhverjum einræðistöktum.
    Hún getur vel gengið inná leið Ögmundar svo að öllum sé sómi að.

    Þá vona ég að Össur sjái það sem allir eru búnir að sjá fyrir löngu síðan þ.e. að mistök voru gerð af Svavari. Ef að stjórn á að segja af sér eftir slík mistök, þá hefði verið hægt að segja af sér strax og IceSlave var birt. Kjósendur eru ekki þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að segja af sér jafnvel þó að hún viðurkenni að hafa við erfiðar aðstæður gert ákveðin mistök í IceSave. Stjórnmálamenn mega ekki setja eigið ego framar almannahag og vilja kjósenda.
    ´
    Leið Ögmundar er lausnin!

  • Fyrirgefðu Ómar, en mér finnst þeir sem telja leyndina vera leið okkar til bættra stjórnarhátta, vera svo langt úti á engi, að vonlaust sé að ná sambandi.

  • Þá höfum við það. Jóhanna vill endurskoðun á þessum samning. Hvað ætli hvolparnir gjammi þá? Mörður? Hvað segirðu núna? Ertu sammála foringjanum núna? þú varst það þá ekki þegar þú setir þessa færslu inn í morgun. Þá vildir þú bara samþykkja þetta umorðalaust, en nú er Jóhanna LOKSINS búin að viðurkenna að það þurfi að fara út og tala við þetta fólk sem við eigum í kasti við.

    Þessir hinsegin dagar um helgina hafa greinilega sett allt í uppnám innan Samfylkingarinnar. Það er búið að breyta algerlega um kúrs í þessu máli. Nú á ekki að samþykkja allt umorðalaust sem þessi svo kallaða „samninganefnd“ samdi af sér í vor. Það er gott að það sé að koma í ljós, en því miður, of lítið og of seint.

  • skattmann

    betra er seint en aldrei

    batnandi mönnum er best að lifa

    enginn verður óbarinn biskup

    íslenskt mál er alveg með þetta á tæru!

  • Mikið þykir mér aumt að lesa það sem ég hallast á að kalla „derring“ margra bloggara. Átta Héðinn Bj ofl. sig ekki á því að íslenska þjóðin hefur ekki hreðjatak á einum né neinum!? Þær þjóðir sem við erum að reyna að semja við, hvort sem um ræðir Icesave eða lán til að halda lífi í samfélaginu, eru að höndla með annarra þjóða skattfé, m.a. mína skatta hér í Danmörku, og þær skattakrónur (evrur eða pund) fara ekki af stað nema að íslendingar hafi sýnt sig verðuga til að taka við þeim.

  • Sigursteinn Másson

    Hverjir eru þessir menn sem virðast í fullri vinnu að skrifa undir dulnefnum á bloggsíður í því skyni að æsa upp almenning í landinu?

    Hverra hagsmuna hafa þeir raunverulega að gæta?

    Af hverju koma þeir ekki fram undir fullum nöfnum en telja sig þess umkomna að leggja siðferðislegt mat og ráðast á sjónarmið þeirra sem það gera?

    Hvað vakir eiginlega fyrir þessu fólki?

    Á lýðræðisleg umræða á Íslandi í dag að snúast um árásir úr launsátri?

  • Var nú ekki eitthvað dagblaðið í bretlandi í morgun að furða sig á hvernig Islendingum dytti í hug að greiða Ice-save ábyrgðirnar upp eins og ríkisstjórnin leggur þetta upp. Meira segja stærstu blöð bretlands skilja ekkert í hvernig Samfylking leggur þetta upp. Þeir skilja ekkert í af hverju ráðamenn á Íslandi skuli ekki búnir að pakka niður í gömlu flugfreyjutöskurnar og koma sér út til London og semja um málið.

    Þetta er kannski of mikið fyrir samfylkingu og VG að skilja. Utanríkisráðherra með enga reynslu af utanríkismálum. Fjármálaráðherra með enga reynslu af fjármálum. Forsætisráðherra með enga reynslu af stjórnun…… Samt var þessi ríkisstjórn mynduð utan um það eitt að búa til meiri faglegheit í Seðlabankann og stjórnsýsluna alla.

  • Nýi Dexter

    Financial Times er blaðið

    Vefþjóðviljinn er að velta fyrir sér hvort Össur þurfi að sýna farseðil þegar hann fær pund til að greiða ársgjöldin í brezka verkamannaflokkinn?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur