Miðvikudagur 26.08.2009 - 11:51 - 10 ummæli

Kennedy

Edward Kennedy – eftir hann er skarð – við ólumst upp með þennan flotta Jack í Bandaríkjunum, og vorum að komast til vits og ára þegar Bobby var skotinn í morðhrinunni miklu á miðjum blómatímum. Sá þriðji varð aldrei forseti en hélt í manni þeirri trú að það væri þrátt fyrir allt von í Ameríku – og það er huggun harmi gegn að núverandi ráðamenn vestra eru hugmyndalegir afkomendur Kennedyanna þriggja. Frjálslyndir amerískir vinstrimenn af bestu sort, no-nonsense, breyskir en glæsilegir. Og standa af sér alla væmnina. Mér líður einsog ég sé kominn aftur í tíu ára bekk – morguninn sem allir hvísluðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Var að lesa góða grein um hann á nytimes.com. Ted Kennedy var ekkert annað en jafnaðarmaður af gamla skólanum. Hann gerði alla tíð sitt til að fylgja því sem bróðir hans, Robert, sagði við einn sona sinna. „Við höfum notið forréttinda og það er skylda okkar að hjálpa þeim sem eru ekki eins lánsamir og við.“ Ted var breyskur maður og ekki fullkominn en fyrir mér var hann mikilmenni.

  • Sigurður Ásbjörnsson

    Ég hnaut um hugtakið „vinstri menn“ sem mér finnst ónothæft í Norður Ameríku.

  • Sigurður ef þú lest greinina sem ég vísa í þá kemstu að sömu niðurstöðu og ég og Mörður.

  • Stefán Snævarr

    Sérlega snjöll færsla, Möddi

  • Nýi Dexter

    Hann hefði betur bjargað píunni.

  • Sigurður…það er augljóst að þú hefur aldrei til Ameríku komið. En af fjölmiðlum á íslandi að dæmi mætti halda að þar byggju aðeins fátækt rasískt öfgafólk með byssur, sem er afskaplega langt frá sannleikanum. Í USA er gríðarlegur fjöldi „liberals“ sem gætu auðveldlega talist vinstri menn hér á skeri. Ég veit ekki betur en að kommúnistaflokkurinn hafi haft all marga fylgjendur þar í gamla daga. En ranghugmyndir um USA eru því miður útbreiddar á íslandi, sérstaklega meðal vinstri manna.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Það var leitt með hann Kennedy, en hefurðu nokkuð haft tíma til þess að spá í Magma og HS-orku?

  • Þórarinn Einarsson

    Mikið held ég að það myndi skemma fyrir þér þína „10 ára bekkjar“ heimsmynd ef þú hefðir nú aðeins fyrir því að líta á bak við tjöldin.

    „Hugmyndafræðilegir afkomendur“, segir þú? Obama er Wall Street dúkka og það ættir þú að geta fundið út með því að kortleggja valdastrúktúrinn í kringum hann. Þetta eru engir hugsjónarmenn. Ég held að það sé kominn tími til þess að þú farir að vakna.

  • Úh, samsæriskenningarugludallar skriðnir út úr tréverkinu, alltaf skemmtilegt.

  • Þórarinn Einarsson

    Jamm, Páll J. – Ætlar þú að dúsa alla ævi inní tréverkinu?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur