Föstudagur 28.08.2009 - 15:57 - 5 ummæli

… de små justeringene …

Icesave samþykkt, og löngu kominn tími til eftir rúma tvo mánuði. Auðvitað er enginn glaður, eiginlega eru menn bara mismunandi fúlir. Fór þetta annars ekki örugglega 63–0?

Fróðlegur er dómur norska hagfræðingsins í Kastljósi í gær um störf alþingis þennan tíma. Tormod Hermansen telur að Bretar og Hollendingar geri ekki athugasemdir við ‚leiðréttingar‘ eða ‚afstemmingar‘ þingsins: … de små justeringene som Altinget har nå kommet fram til … Eftir öll lætin, landskjálftana og stóryrðin – og yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar í gærdag um „gjörbreytt frumnvarp“!

Þormóður sagði líka að ríkisstjórnin hafi varla átt aðra kosti, og að þótt byrðin væri erfið hefðu Íslendingar þetta af. Reyndar leyfði Norðmaðurinn sér að fullyrða að Hollendingar og Bretar hefðu í samningunum „teygt sig býsna langt“ (trukket seg ganske langt), og áttar sig ekki á að hérlendis falla svona ummæli undir landráðakafla hegningarlaga.

Ég komst ekki á fyrirlestur Hermansens í háskólanum í dag en maður lagði eyrun við þegar hann lýsti ráðstöfunum Norðmanna eftir bankakreppuna þar, banni við krosstengslum, típrósent eignatakmörkunum og skilyrði um að bankar héldu sig við fjármálastarfsemi og létu aðra um fyrirtækjarekstur. Þetta var snemma á tíunda áratugnum – löngu fyrir einkavæðingu hér.

Annað merkilegt: Í Noregi voru fagmenn í opinberum eftirlitsstofnunum löngu byrjaðir að skipuleggja aðgerðir í hugsanlegri bankakreppu. Hér sátu menn bara og biðu eftir að komast á leik með West Ham.

Nema Davíð. Hann var búinn að sjá þetta fyrir löngu. Bann við að fyrirtæki í óskyldum rekstri ættu hlut. Hámark á einstakan eignarhlut. Bann við krosseignatengslum. Hann hefur bara ekki skilið nógu vel norskuna – og ekki fattað að þar var þetta í bönkunum en ekki í fjölmiðlunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Finnst þér samningurinn hafa batnað? Eða er þér kannski alveg sama?

  • Það er rétt hjá BB að frumvarpið er svo sannarlega gjörbreytt.

    upphaflega var frumvarpið tvær greinar. en nú eru frumvarpið 9 greinar og Það eina sem er eftir í upphaflega frumvarpinu er staðlaði textinn um að lög þessi öðlast þegar gildi.

    Þetta er klárlega og sannarlega allt annað frumvarp en lagt var upp með… sem betur fer.
    http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=137&mnr=136

  • Hvaða starf færð þú í Brussel, eða sporslur í kring um þessar viðræður við ESB?
    Það er jú til mikils að vinna fyrir talsmenn sambandsins að vita að kannski verða þeir valdir í störf sem gefa 30 milljónir í laun skattfrjálst á ári.
    Hverja er búið að velja í djobbin hjá ykkur?

  • Jonaskeri

    Ekki er nú norska heimsins fagursta eða merkilegasta tungumál. Ekki skil ég að það geti kallast mikill ókostur að skilja ekki það mál, þó undirritaður geri það mjög vel.
    Ekki er það þér frekar en öðrum til framdráttar að ræða um fjölmiðlalögin í neikvæðu ljósi.
    Og hvað með krosseignatengslin úr því minnst er á það.. Ekki hafa ráðamenn sem réðu þeim málaflokki í viðskiptaráðuneytinu gert mikið til að breyta því undir stjórn Samfylkingar.
    Ekki í bankakerfinu eða viðskiptalífinu frekar en í fjölmiðlum.

    Falleinkunn. Því miður.
    Alveg eins og í Icesavemálinu. Því er nú ver og miður.

  • Sigurður #1

    Mörður Árnason,

    Þú lætur nú staðreyndirnar aldre þvælast fyrir málstaðnum.

    Hvorki nú, né áður.

    Málflutningur stjórnarinnar hefur allur verið á einn veg í allt sumar.

    Endalok íslensks lýðveldis, kúba norðursins, útskúfun frá alþjóðasamfélaginu, ekki hægt að gera betur, „glæsileg niðurstaða“ osfrv.

    Þessu átti fyrir löngu að vera búið að renna í gegn um alþingi, og væri löngu búið ef Ögmundur og Liljur tvær hefðu ekki staðið í lappirnar.

    Icesafe samningurinn eins og hann kom frá Svavari, og þú hefur talað fyrir í allt sumar hefði sett þjóðina lóðbeint í gjaldþrot, í síðasta lagi eftir 7ár.

    Þú fagnar lokum þessa máls, (þó því sé reyndar ekki lokið fyrr en Bretar og hollendingar lýsa yfir samþykki fyrirvara).

    En það skal þó alveg haft á hreinu, að það er ekki fólki eins og þér, og þínum skoðanabræðum að þakka.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur