Sunnudagur 01.04.2012 - 20:17 - 8 ummæli

Hollande, Bayrou, Joly

Kannski ekki beinlínis óvænt: Ef ég hefði kosningarétt í Frakklandi væri Hollande, frambjóðandi sósíalista, líklegasti kosturinn. Næstu menn væru –- nokkurnveginn í sömu fjarlægð – miðjumaðurinn Bayrou og græninginn Joly. Þetta er niðurstaðan úr spurningaprófi á vefnum hjá dagblaðinu Ouest-France. Sjálfur hefði ég kannski haldið að Mélenchon, frambjóðandi Vinstrifrontsins, stæði mér nær en Bayrou, en þótt við séum á svipuðum stað á öxlinum íhald-frjálslyndi er hann langt til vinstri við mig á efnahagsöxlinum.

Þar reyndist Árnason reyndar vera talsvert til hægri við franska sósíalistann en þó nær honum en miðjumanninum hinumegin vinstri-hægri-línunnar í efnahagsmálum. Kom mér aðeins á óvart … Eva Joly er hinsvegar til vinstri við Hollande og heldur frjálslyndari en við Hollande og Mélenchon.

Nokkurnveginn eins langt frá mér og hægt er, og í svipaðri fjarlægð, eru þau Marine Le Pen úr nýfasistaflokknum og Sarkozy forseti. Þar eru svör mín við spurningunum oftast nokkuð langt frá þeirra stefnu, en þó vorum við Marine sammála í þremur svörum um velferðar- og skattamál – og ég reyndist hafa sömu skoðun og Frakklandsforseti á ESB og evrunni!

Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt en soldið að marka líka einsog sjá má. En það er líka talsverður munur á íslenskri pólitík og franskri – og svo kemur fyrir að maður skilur ekki alveg spurningarnar …

Prófiði sjálf hér –- það þarf ekki annað en kunna hrafl í frönsku. (– Og hægt að stilla líka á ensku, er réttilega bent á í athugasemdum.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Haukur Kristinsson

    Niðurstaðan hjá mér var Bayrou.
    Það er boðið upp á enska útgáfu.

  • Sá rauði Mélenchon með íhaldssömu ívafi.

  • Sigurjón H. Birnuson

    Bayrou er maðurinn, miðjumaður og bókmenntamaður eins og þú, Mörður. Hollande er bara kerfiskarl, svona Gunnlaugsson.

  • Stefán Rafn Sigurbjornsson

    Rétt fyrir ofan hausinn á Hollande. Ogn frjálslyndari en hann.

  • Það er alltaf jafn stórfurðulegt að frambjóðendur sem kenna sig við sósíalisma skuli yfir höfuð fá eitt atkvæði í kosningum. Svona í ljósi sögu síðustu 100 ára og öllu blóðinu sem hefur verið úthellt í nafni sósíalisma og algjört hrun hans á síðustu metrum 20. aldarinnar.

    Það eina sem er algjörlega á hreinu er að Frakkland þarf eins mikið á vinstri manni að halda í forsetaembættið og Bretland þarf á íhaldsmanni að halda í forsætisráðuneytið…

  • Ætli Joly hafi dottið á höfuðið af því að það var svo mikið myrkur?

  • Pétur Kristjánsson

    Frambjóðendurnir hafa mestar áhyggjur af hjásetu kjósenda, sérstaklega Hollande og gæti hjásetan orsakað endurkjör Sarkozy, 32% kjósenda ætla ekki að mæta á kjörstað.

  • Líta sér nær – vinsældarlaus ríkisstjórn við völd, árangursleysi markvisst og vonleysi í bónus.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur