Þriðjudagur 03.04.2012 - 16:03 - 51 ummæli

Samherji über alles

Ef löggan grunar venjulegt fólk um eitthvað misjafnt – þá kemur fyrir að venjulegt fólk skiptir skapi, en snýr sér fljótlega að því að hjálpa löggunni að finna út að það er saklaust, með aðstoð lögfræðings ef þurfa þykir og innan þeirra laga og reglna sem gilda um persónuhelgi og stöðu sakbornings. Það er að segja ef venjulegt fólk er saklaust.

Ef eigendur fyrirtækisins Samherja eru grunaðir um eitthvað misjafnt – þá verða þeir svakalega reiðir. Þeir bíða ekki eftir að rannsókn ljúki, hvað þá bjóða fram aðstoð við rannsóknina, heldur hefja fjölmiðlasókn gegn þeim yfirvöldum sem í hlut eiga – og taka venjulegt fólk í gíslingu til að sýna samfélaginu á Íslandi hver ræður í raun og veru.

Dótturfélagið í Þýskalandi ætlar samkvæmt nýrri tilkynningu að hætta hér með að selja afurðir sínar í gegnum íslensk sölufyrirtæki, hætta að sækja þjónustu á Íslandi eða landa þar úr skipum félagsins. Og fyrirtækið ætlar að segja upp samningi um afhendingu hráefnis til fiskvinnslunnar á Dalvík þar sem átti að landa 3.500 þorsktonnum á árinu. Að vísu óljóst hvað þetta kemur Seðlabankanum mikið við en vissulega talsvert högg fyrir fólkið á Dalvík og talsvert víðar.

Sannarlega karlar í krapinu. En eru þetta viðbrögð saklausra manna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (51)

  • Alfreð Jónsson

    Sæll Mörður.
    Allt gott um það að segja af þar til gerðum yfirvöldum að taka Samherja á beinið. Þeir hafa að því er virðist einmitt gerst sekir um það sem kallað er „transfer pricing“ þ.e. að selja eigin fyrirtæki eitthvað undir raunverði til að sleppa við að borga skatt eða hlutdeild í hagnaði til réttra aðila.
    Hér virðast þeir hafa gert þetta til að svindla á Íslenskum sjómönnum íslenskum skattayfirvöldum. Þetta er klassískt og klassískt er líka að ráðast með fullri hörku á yfirvöld, gera þeim upp alls kyns annarleg sjónarmið, kommúnisma, illvilja í garð atvinnurekenda, fasisma osfrv. Þetta gera þeir vegna þess að græðgin er algerlega taumlaus, þessir menn muna (ekkert frekar en aðrir) aldrei nokkurn tíman græða svo mikið að þeir tími að borga sinn skerf til samstarfsmanna sinna (sjómanna) eða til samfélagsins (íslenskra skattgreiðanda)
    Ég tel að þeir sem taka hér upp hanskann fyrir Samherja í þessu máli hljóti að hafa látið Sjallaást sína blinda sig fyrir staðreyndum eða vera feitir þjónar Samherja.
    HKL:

    „Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis hlutafélags.
    Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur