Þriðjudagur 03.04.2012 - 16:03 - 51 ummæli

Samherji über alles

Ef löggan grunar venjulegt fólk um eitthvað misjafnt – þá kemur fyrir að venjulegt fólk skiptir skapi, en snýr sér fljótlega að því að hjálpa löggunni að finna út að það er saklaust, með aðstoð lögfræðings ef þurfa þykir og innan þeirra laga og reglna sem gilda um persónuhelgi og stöðu sakbornings. Það er að segja ef venjulegt fólk er saklaust.

Ef eigendur fyrirtækisins Samherja eru grunaðir um eitthvað misjafnt – þá verða þeir svakalega reiðir. Þeir bíða ekki eftir að rannsókn ljúki, hvað þá bjóða fram aðstoð við rannsóknina, heldur hefja fjölmiðlasókn gegn þeim yfirvöldum sem í hlut eiga – og taka venjulegt fólk í gíslingu til að sýna samfélaginu á Íslandi hver ræður í raun og veru.

Dótturfélagið í Þýskalandi ætlar samkvæmt nýrri tilkynningu að hætta hér með að selja afurðir sínar í gegnum íslensk sölufyrirtæki, hætta að sækja þjónustu á Íslandi eða landa þar úr skipum félagsins. Og fyrirtækið ætlar að segja upp samningi um afhendingu hráefnis til fiskvinnslunnar á Dalvík þar sem átti að landa 3.500 þorsktonnum á árinu. Að vísu óljóst hvað þetta kemur Seðlabankanum mikið við en vissulega talsvert högg fyrir fólkið á Dalvík og talsvert víðar.

Sannarlega karlar í krapinu. En eru þetta viðbrögð saklausra manna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (51)

  • Bjarnveig Ingvadóttir

    Er eitthvað sem hefur komið fram um að Samherji hafi ekki upplýst um allt sem þeim ber að upplýsa.
    Ertu viss um að ef ég myndi ákæra þig fyrir eitthvað sem ég teldi að þú hefðir brotið á mér að þú myndir hjálpa mér við eitthvað annað.

  • Held gamli vinur minn að hér sé að verða óbúandi

  • Sigurður Pálsson

    Samkvæmt fréttum þá hefur Samherji óskað eftir skýringum frá Seðlabanka en fá ekki nema með óljóum hætti að rannskóknin snúið að broti á gjaldeyristlögum. Í ljósi þessa hlítur það að teljast mjög eðilegt að þeir hætti tímabundið viðskiptum á meðan niðurstöðu er að vænta í málinu.

  • Jens Gíslason

    Tökum sem dæmi að ég fengi bréf frá sýslumanni þar sem hann fullyrðir að ég sé grunaður um að fremja ótilgreint lögbrot í hvert skipti sem ég keyri bíl, lögbrotið varði háum sektum og að upplýst verði að rannsókn lokinni eftir mánuð hvert lögbrotið er.
    Ég held að ég myndi bara hjóla þann mánuðinn með hjartað í buxunum yfir mögulegum sektum, jafnvel þó ég telji mig ekkert hafa gert rangt. Hvað með þig Mörður?

    Auðvitað er eðlilegt að menn reyni að verja hagsmuni sína með öllum ráðum, t.d. blaðaskrifum, hvort sem að menn vita upp á sig sökina eða ekki. Að sama skapi er eðlilegt að rannsóknaraðlilinn fái það svigrúm sem hann þarf til að rannsaka málið, enda liggji rökstuddur grunur að baki rannsókninni.

    Ég sé ekkert furðulegt í þessu máli, hvorki af hálfu Seðlabankans né Samherja. Sennilega er skoðun Ögmundar í Silfrinu það sem kemur mest á óvart í tengslum við málið.

  • Þetta eru eðlileg viðbrögð fyrirtækis og ekkert út á þau að setja.

    Fyrirtækið er sakað um lögbrot og hlýtur í framhaldi af því að takmarka viðskipti milli dótturfyrirtækja sinna hér á landi og erlendis til þess að aðstoða yfirvöld.

    Þú átt að þakka Samherja fyrir þetta í staðinn fyrir að vera fúll.

  • hér verður einnig að hafa í huga að þó viðkomandi fyrirtæki sé dótturfélag Samherja er þetta þýskur lögaðili og svara til þar til bærra yfirvalda. Eftirlit og ýmis lög vegna lögaðila eru ansi hörð þar og ef ég man rétt þá eiga þar stjórnendur mun meiri hættu á að vera gerðir persónulega ábyrgir fyrir mögulegum brotum fyrirtækja sem þeir starfa sem stjórnendur í. Mögulega eitthvað sem við hér heima ættum að huga að. Það kann því vel að vera að aðgerðir þessar séu einmitt til þess fallnar að verja sig og vera innan ramma þýskra laga. T.d. gæti stjórnandi hafa verið grunlaus um brot en nú þegar búið er að boða rannsókn er hann ekki lengur grunlaus og verður því að bregðast við til að vernda sitt fyrirtæki og sjálfan sig.

  • Það er eiginlega undarlegt hvað margir taka upp hanskann fyrir stórfyrirtækið í kommentakerfum alnetsins — sennilega eru þeir ekki frá Dalvík.

  • Hreggviður

    Ekki gæfulegt.
    Stóru útgerðafyrirtækin eru komin með óhugnarlegt tak á þjóðinni og hóta hægri vinstri ef andað er á þau.
    Það getur varla þvælst fyrir Samherjamönnum að brot þeirra felst í að dumpa skilaverðinu til Íslands. Varnirnar hjá Þorsteini Má í Kastljósinu voru einkennilegar vægast sagt.
    Þær fólust í að þeir hefðu keypt fisk á íslenskum markaði fyrir svipað verð og þeir skiluðu til landsins við sölu fisksins á þýskum markaði! Tveir aldeilis óskyldir hlutir. Markaðsverð á þýskum markaði ræður skilaverðinu til Íslands ef allt er skv reglum.

  • Stundum öskra menn á tollvörðinn sem biður um að fá að kíkja í töskurnar þeirra.

    Það er ekki góðs viti.

  • Klíklúbbasamfélagið kemur ekkert á óvart !

    Hvaðan og hvernig koma peningar og auður Samherja til ?

    Á íslenska þjóðin eitthvað inni hjá þessum Samherjamönnum ?

    Jú, en þeir ætla að gera eitthvað allt annað en að hjá til !!!

  • Vinstri menn Íslands hafa náð að byggja upp geysilega sterkt Stasi kerfi það á að keyra Ísland í bláfátækt. Þegar svo allir eiga ekkert er fullkominn jöfnuður Sósíalistanna á Íslandi fullkomnaður. Mótmæli framundan það er nóg komið burt með þessa ömurlegustu Ríkisstjórn allra tíma.

  • Mörður sem stjórnmálamaður skilur náttúrulega ekki ákvarðanir sem eru teknar af ábyrgð og ætlaðar eru til að takmarka áhættu enda er ábyrgðaleysi í orði og gjörðum eitthvað sem Mörður og hans félagar í stjórnmálum er helst þekkt fyrir.

  • Mörður, ef ég myndi afhenda fyrirtæki peninga sem væri undir rannsókn grunað um glæp sem síðan myndu tapast þá myndi það allt skrifast á mig.

    Það er því ekkert skrítið að DFFU láti ekki Samherja á Dalvík fá hráefni í vinnslu.

    Það er eiginlega bara common sense.

  • DFFU er dótturfyrirtæki Samherja svo um er að ræða sama fyrirtækið að beita ógnar- og hótunarsvipu til að hefna og þrýsta á að hætt sé rannsókn eða það sem maður kallar „gangster“-aðferðafræði. Segir allt um Samherja og stjórnendur þar að þeir beiti svona taktíkum.

    Það má svo benda á að það kom fram að Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að gefa upp ástæður húsleitar og sá frestur er ekki útrunnin svo rökin um að þetta sé eðlilegt út frá þeim forsendum, ganga ekki upp.

  • Magnus Jonsson

    Sýnir getuleysi þingmanna að skapbrestir einstakra manna leggja byggðir í eyði.
    Það veltur á því hvorumegin þeir fara fram úr rúminu hverjir lifa eða missa eignir sínar.
    Það er ekki hægt annað en að gefa þessu falleinkun og Alþingi að geta ekki komið böndum á. Enda er álit og fylgið í frjálsu falli

  • Sigurður E

    Afrekafælni ríkisstjórnarinnar er svo aumleg.

    Eina sem hún gerir er að tryggja að hægt verði að viðhalda og stækka stofn atvinnulausra og rækta vel þann hóp sem er á blönduðum bótum frá ríkinu.

    Kosningar takk – STRAX

  • Steini M

    Hér ríkir ofríki kommunistaflokka Samfó og VG „über alles Marðar“ með 28% fylgi. Samfylkingin á þann vafasama heiður að hafa verið í óvinsælustu og lélegustu ríkisstjórnum Íslandssögunnar!! það met verður aldrei slegið.

    Ekkert annað í stöðunni en að fá kosningar Strax!

  • Ef lögguna grunar …

  • ruglið í kringum þetta „stakeout“ Seðlabankans er ótrúlegt. Það er eiginlega hlegið af svona þvælu, en verst að fyrirtækin í landinu og almenningur þurfi að blæða fyrir svona eldrauðar aðgerðir.

    Þegar fiskur er seldur úr landi til heildsala þar í landi, þá er ekkert óeðlilegt við að fiskurinn hækki í verði við það að skipta um hendur. varla selur íslenskur heildsali vöruna sína á sama verði og hann kaupir hana fyrir erlendis? Hann hlýtur að þurfa að hafa fyrir kostnaði við innflutning, markaðssetningu og þess háttar?

    Það eina sem Jóhanna & Steingrímur eiga eftir að gera til að niðurlægja atvinnulífið á Íslandi endanlega er að fara niður á bæjarins bestu með rörtangir og berja skúrinn til grunna. Mæta bara á leðurjakkanum og mosagræna blazernum og hamra þetta niður í malbikið.

  • Páll Steingrímsson

    Hvað er svona furðulegt við þessi viðbrögð Mörður, þú skalt gæta þín á því að ábyrgð stjórnenda DFFU er mikil því þeir falla undir þýsklög og reglugerðir og á meðan seðlabankinn svarar ekki í hverju brotin eru fólgin þá er þetta …það eina sem þeir geta gert til að verja sjálfa sig og fyrirtækið til að minnka skaðan, því starfsmenn seðlabankanns voru á skrifstofum Samherja síðasta haust til að fara yfir alla verkferla og lögðu þá blessun sína yfir þá, hvað hefur breyst sem veldur þessum aðgerðum seðlabankans, ekki skyldi það vera þetta auma frumvarp ríkisstjórnarinar um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu ykkur hefur tekist þokkalega upp í að gera ykkur að aðhlatursefni með það mál, en það hlýtur að vera í verkahring seðlabankans að uppfræða starfsmenn og eigendur fyrirtækisins hvernig þeirra túlkun á lögunum sé, eða hvað fynst þér, því þetta er margþætt, er þetta vegna karfans sem var keyptur á fiskmörkuðum á íslandi er þetta vegna karfans sem var keyptur af skipum Samherja eða er þetta vegna þorskins sem var unnin í frystihúsi Samherja á Dalvík og kom af erlendum skipum Samherja eða er þetta vegna löndunar af erlendum frystitogurum Samherja, en þið vinstrimenn hafið sýnt það að hafa því miður ekki skilning á rekstri fyrirtækja hvað þá alþjóðlegra.

  • Steinar Agnarsson

    Hvernig væri að einhver myndi nú nálgast sannleikann eins og hann er ?????
    Samherji kaupir fisk af eigin skipi í þessu tilfelli Björgvin EA 311 Karfa nánar tiltekið, þó fleiri tegundir séu nú reyndar með.Kaupverð 220 kr sá afli er fluttur til Þýskalands til dótturfyritækis Samherja markaðsverð þar er sennilega ekki undir 600 kr, og ætti verðið til Íslands þaes til áhafnar og Seðlabankans, Skattsins að vera það en hvað gerir Samherji hann setur sem skilaverð 220 kr en bendir á sér til málsbóta að markaðsverð hér á landi sé á sama tíma 202 kr sem er rétt, en það sem ekki fylgir með er að kaupandinn á markaði hér á Karfa á þessum tíma er nær eingöngu Samherji sjálfur sem síðan flytur hann út þetta eru náttúrulega helber SVIK og ekkert annað,VÆRI EKKI NÆR AÐ VINNA ÞENNAN FOKKING KARFA HÉR OG SKAPA ATVINNU.

  • Ómar Kristjánsson

    það hlýtur að skipta máli hvernig karfi þetta er. Stór og góður eða lítill og lélegur.

    Eg mundi segja að meðalverð á markaði hér sé irrelevant.

    Annars er eg hissa á hve fáir sjómenn láta í sér ehyra í þessari umræðu. þeir hljóta að vita manna best hvernig þetta dæmi hjá Samherja er. þora því kannski ekki. En geta gert undir nafnleynd. Nei nei. Hérna koma einhverjir Djoj og Djó uppá sjallíska lagið.

    Gögnin sem Katljós hafði undir höndum sýndi að verð var miklu mun meira er út var komið. það sést nú strax ef aðeins er um að ræða hefðbundna álagningu og kostnað oþh.

    það hlýtur einnig að verða kannað Bretlandsdæmi Samherja.

  • Eiríkur S. Þorláksson

    Kannski að ykkur vinstrimönnum takist að hrekja Samherja úr landi?

    Þú ættuð þið að verða ánægð.

    Skítt með að þó að nokkur hundruð störf tapist í leiðinni, finnst ykkur.

    Tilgangurinn helgar meðalið.

    Þið fáið sefað eina af frumhvötum ykkar, sem er öfund.

  • Mörður þetta eru viðbrögð ábyrgra manna. Hvað átt þú með að dylgja um að þeir séu sekir?
    Hættu þessu bulli og aðdróttunum og reyndu að vinna vinnuna þína, fólki til hagsbóta einu sinni!

  • Ómar Kristjánsson

    Störfunum mundi etv. bara fjölga.

    Samherji er frægur fyrir að fækka mannskap og kalla það ,,hagræðingu“ – og svo á að auka afköstin! Frægur fyrir þetta samherji. Svo er gróðanum stungið í rassvasann í alvöru mynt ss. Evru og farið hlægjandi alla leið í bankann þarna austur í Evrópu.

    þarf ekki annað en hrfa á þorstein til að sjá hvernig fyrirtækið er rekið. það er barasta pískurinn á loft og lagó!

    Ef Samherji ,,fer úr landi“ sem kallað er – nú, þá missir hann allar veiðiheimildir hér (Nema hugsanlega ESB kvótann í karfa sem hann hafði mestanpart á undanförnum árum)

  • Steinar Agnarsson

    Gísli og Eiríkur !!!!! reynið ekki að koma þessari Glæpastarfsemi uppá Vinstri menn eða pólitík yfir höfuð þessir Andskotand Samherjalíður verður að fara að lögum eins og alir aðrir svo einfalllt er það.Bið að heilsa Helga bróður ykkar er hann kannski að bera inn sólina á kontorinn hjá Samherja ??? Og það í bornlausri fötu eins og skrifin ykkar eru.

  • Ómar Kristjánsson

    Og ps. Samherji er einn af frumkvöðlunum í að innleiða þann móral í fyrirtæki að ef menn eru með eitthvað múður – þá geti menn bara farið!

    Eins og sjómðurinn í Vestmannaeyjum benti á í Kastljósi er þetta grunnviðhorf aldrei réttlætanlegt. Samt komast menn upp með þetta í dag eftir fábjánavæðingu Sjallíska Bræðralagsins á þessu vesalings samfélagi hérna uppi í fásinninu. það er aldrei réttlætanlegt af vinnuveitanda að ýja að því beint eða óbeint að vinnukraftur ,,geti bara farið“ ef hann vill framfylgja rétti sínum.

  • Steinar Agnarsson

    Sammála Ómar svo er þetta bara byrjunin það á eftir að skoða meira og það hjá fleirum,svo ekki sé talað um ísprósentuna þar er stolið meira og minna 15 % af veiddum afla og það látið viðgangast.

  • Mörður !

    Getur þú sagt okkur hvort hægt er að taka veiðileyfi af Samherja ?

  • Eiríkur S. Þorláksson

    Steinar Agnarsson:

    Sem sagt, nornaveiðar ríkisstjórnarinnar eru hafnar á fullu?

    All staðar er reynt að finna sökudólga.

    Ríkisstjórnin ætlar að koma hér upp Stasi-samfélagi eins og í A-Þýskalandi.

    Allt í samræmi við umbyltingu landsins síðan 2009, þegar tekin var upp að koma hér á sósíalisma í anda A-Evrópuríkja á árunum fyrir 1989.

  • Halldór Friðgeirsson

    Hvað eru þeir kallaðir sem þola ekki að þeir séu rannsakaðir, taka fólk í gíslingu og krerfjast lausnargjalds?
    Hryðjuverkamenn?
    Glæpagengi?
    Samherjar?
    Í fréttum dagsins kom fram að hagnaður útgerðarinnar hér á landi sl. 3 ár var yfir 100 milljarðar króna. Og það var ekki mikið af því sem fór til eigenda kvótans sem gerði þennan hagnað mögulegan:
    Fólksins í landinu.
    Útgerðarmenn hirtu þetta mest allt og stungu í ein vasa.
    Hugsið ykkur að fyrir þennan hagnað er hægt að kaupa meira en 10.000 (tíu þúsund) lúxusjeppa. Eða 4.000 (fjögur þúsund) venjulegar íbúðir og borga allt á borðið. Þessir útgerðarmenn nota kvótann, sem almenningur á, nær endurgjaldslaust og eru svo með hroka og hótanir ef verðmyndunarferli þeirra eru skoðuð.

  • Ekki er ég fylgismaður þessarar ríkisstjórnar, en ég verð að segja að það er bara gott mál ef stórfyrirtæki er grunað um fjárdrátt og misbeitingu valds að þá þarf að rannsaka það. Þessi viðbrögð fyrirtækisins er þeim ekki til sóma, og að mínu mati merki um sekt.

  • Þjóðnýtum þessi fyrirtæki.

  • Ásdís Jónsdóttir

    „Samherji er að sýna sitt rétta eðli“, sagði sjómaður sem þekkir sögu Samherja frá byrjun.

  • Voru það ekki þeir hjá Samherja sem sendu bæjarstjóranum á Akureyri útfararkrans þegar hann gerði sig líklegan til að hrófla við þeim?

    Ég vona að okkar ágætu ríkisstjórn hafi tekist að breyta Sjávarútvegsráðuneytinu úr skúffu hjá LÍÚ yfir í raunverulegt stjórnvald yfir greininni.

  • Guðrún Þórðardóttir

    Hirðum kvótann af Samherja á stundinni! Það eru nógir aðrir sem geta veitt þennan fisk og rekið fiskvinnslu. Best væri að þjóðnýta þetta þá fengi þjóðin og ríkissjóður allar tekjurnar í sinn hlut og við kæmust fyrr útúr kreppnni.

  • Olafur Jonsson

    Að sjálfsögðu á að svipta þenna apa veiðileyfum og hefði raunar fyrir löngu átt að vera búið að því. Ég er feginn að fólk sjái núna hans rétta andlit. Þetta er ekki venjulegur asni sem heldur að hann geti snúið öllum í kringum sig með frekjunni og yfirgangi.
    Þessi maður er búinn að komast upp með að „eyðileggja“ menn í sjávarútvegi og flæma þá frá að hafa vinnu. Ekkert husað hvort fólk á fjölskyldur bara hné látið fygja kviði. Þetta er versta dusilmenni og vonandi sér fólk þetta núna.

  • Olafur Jonsson

    Hugsa sér að þeir sem éta molana af borði Púkans eru hér að reyna að réttlæta gerðir hans. Þaðð er ekki talað um að það voru peningar þjóðarinnar sem voru notaðir til að kaupa þetta fyrirtæki á sínum tima. Kvótaveðin voru notu til að skeina bankanna og síðan voru þessir paningar notaðir sem eigin fé fyrirtækisins og þennig voru kaupin fjármögnuð. Hverig væri bara að fá þetta allt upp á borðið núna þar sem boltinn er byrjaður að rúlla og skíta lykti gýs upp. Fólk þarf ekkert að óttast að hér fari neitt til helvítis að losna við EINOKUNAR SINNANA úr útgerðinni. Hér mun allt batna og peningarnir færast nær fólkinu sem fær nog að gera í kringum auknar veiðar og vinnslu.
    Sjáið menn kalla sig hægri menn og gapa svo eins og asnar og lofa EINOKUN. Held þeir ættu að halda tungunni heima og hætta að bora henni í boruna á Púkanum þó þeir viti hve vel honum líkar.

  • Alþingi leigir skrifstofuhúsnæði við Austurvöll í húsi sem tilheyrir Austurstræti. Hver skyldi vera leigusalinn? Árið 2000 var það Samherji og er sennilega enn!

    Í blaðinu Degi 5.2.2000 er sagt frá þessu á bls.2. Í sama tölublaði er heilsíðugrein um viðskiptamál Samherjamanna og ótrúlegum viðskiptum með auð sem fenginn er með kvótagróða. Þannig segir frá því hvernig Þorsteinn Vilhelmsson er leystur út úr Samherja með greiðslu sem nemur 3000 milljónum! Þessi mikli auður komst í hendur Margeirs Péturssonar sem var stærsti hluthafi Jarðborana. Það fyrirtæki verður yfirtekið af Atorku sem var upphaflega Íslenski hlutabréfasjóðurinn, almenningshlutafélag sem endar í furðulegu braski kringum Hannes Smárason og aðra gegnum Geysi Green Energy. GGE virðist hafa verið stofnað með þeim eina tilgangi að auðga nokkra umfangsmikla athafnamenn á kostnað lítilla hluthafa sem ekki sáu gegnum þessi ósköp, byggðum meira og minna á blekkingum og jafnvel svikum. Nú hefur erlendur aðili komist á ódýran hátt yfir þessi verðmæti og er þetta smánarblettur í sögu viðskipta, kannski væri brask rétta orðið.

    Nú er komið að vatnaskilum í þessum málum. Samherji er í rannsókn og þar bendir flest til að á þeim bæ hafi menn verið ansi kræfir og farið frjálslega að. Verið er að skoða uppruna fjármunanna og hvernig þeir hafa verið nýttir til að koma ár sinni betur fyrir borð.

    Með von um að þessi mál verði rækilega krufin til mergjar.

    Góðar stundir!

  • Leifur Björnsson

    Þetta mál hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera eins og halda mætti af ummælun sumra hérna á kommentakerfinu.
    Málið snýst um hugsanleg brot á lögum um gjaldeyrissviðskipti og að hugsanlega er verið að snuða Íslenka sjómenn og samfélagið allt .
    Tek undir með Guðjóni Jenssyni að vonandi verða þessi mál krufinn rækilega til mergjar.
    Gleðilega Páska.

  • Vilhjálmur Jónsson

    Góðan dag.

    Las þessi ummæli hér að ofan, mismunandi löng og málefnaleg.

    Las líka fréttatilkynningu DFFU þar sem staðreyndirnar liggja ljósar fyrir, og vil benda Merði og fleirum að lesa hana.

    Með kveðju, Vilhj

  • Samherji hafði líklega um tvennt að velja. Halda áfram að brjóta þau lög sem þeir eru sakaðir um að brjóta, eða fara að lögum sem hefði þýtt talsverð breyting á verðum í viðskiptum milli eigin fyrirtækja. Auðvitað gátu þeir ekki haldið áfram að brjóta lögin, og auðvitað geta þeir ekki breyt verðunum og þar með sannað brot sitt. Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja en að fara þessa leið og reyna nú að notfæra sér hana með einhverjum spuna.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Ég held að miðað við margt sem hefur komið fram, og hvað hefur ekki komið frá Seðlabankanum, þá séu þetta eðlileg viðbrögð hjá DFFU. Það MÁ EKKI gleyma því að þetta fyrirtæki lýtur þýskum lögum, ekki íslenskum (þar sem ábyrgð á brotum æðstu stjórnenda fyrirtækja er nærri engin).

    Hvað kallaði Svandís þetta aftur? „Varúðarsjónarmið“, er það ekki? Var það ekki forsenda þess að hún setti Þjórsárvirkjanirnar í biðflokk? Hvað er að því að DFFU beiti „varúðarsjónarmiðum“ og gæti sinna hagsmuna og hagsmuna stjórnenda?

    Eða er það valkvætt hvenær svona rökfærsla á við? Má bara nota hana þegar verið er að eyðileggja faglegt ferli með pólitík, en ekki þegar menn eru að verja sig við rannsókn og hugsanlegum lögbrotum?

  • Grétar Thor Ólafsson

    Þess má einnig geta að þetta er í annað skiptið þar sem húsleit og rannsókn fer af stað vegna ætlaðra gjaldeyrisbrota þar sem umfang er mikið og fjölmiðlafár verður mikið úr. Hið fyrra var svokallað Aserta-mál þar sem fjórir menn voru dregnir fyrir myndavélar og mannorðsaflífaðir í beinni í fjölmiðlum. Offorsið var gífurlegt og furðulegt. Og hverjar eru heimturnar? Jú, ENGAR! Það hefur ekki fundist neitt ólöglegt í því máli þrátt fyrir allt púðrið sem fór í þetta og ofstæki rannsakenda, þar sem öllum venjum um nafnleysi grunaðra var vikið til hliðar.

    Nú er þetta mál. Seðlabankinn vill ekki einu sinni segja um hvað málið snýst nákvæmlega. Af hverju? Jú, þeir vita það ekki sjálfir, þetta er veiðiferð, þeir eru að veiða, reyna að finna eitthvað.

    Held að það sé pólitíkusum, eins og þér kæri Árni, verðugt verkefni að renna aðeins yfir stjórnarskrá landsins og þann hluta þar sem menn eru taldir saklausir þar til fundnir sekir fyrir dómstólum. Ef einhvern tíma er þörf á að rifja það upp, þá er það núna. Því það er á ólgutímum sem sú löggjöf kemur hvað mest að notum, þegar fólk vill gefa afslátt af því í þágu „réttlætis“.

  • Þetta fár og upphlaup sama dag og frumvarp hins fallandi komma foringja leit dagsins ljós….TILVILJUN ? Nei alls ekki.
    En gott til þess að vita að enginn af þessu landráðapakki á þingi verði á spena okkar skattgreiðenda eftir næstu kosningar…spúla þarf skítinn og óværuna burt sem fyrst og koma að heiðarlegu fólki.

  • Ágæti Mörður, ég hef á tíðum fylgst með skrifum þínum og hefur mér hingað til
    fundist þú hafa verið rökfastur og vandaður í þínum málflutningi þótt ég hafi ekki endilega alltaf verið sammála þér. En nú er mér brugðið. Burtséð frá innihaldi skrifa þinna hér gengur fyrirsögnin algjörlega fram af mér. Þessi tilvísun í skelfilegt tímabil í sögu Þýskalands þykir mér í besta falli ósmekkleg og engum manni sæmandi, hvað þá þingmanni.

  • Hvaða skelfilega tímabil í sögu Þýskalands ertu að tala um Anna?

    Tímabilið þegar „Deutschland, Deutschland über alles“ var sungið?

    Haydn samdi tónlistina árið 1797, Hoffmann orti ljóðið árið 1841, „Deutschland, Deutschland über alles“ varð þjóðsöngur Þjóðverja árið 1922 – á tíma Weimar lýðveldisins – og er það enn.

    Finnst þér þetta ekki skelfilega langt tímabil?

  • Það vita allir sem vilja vita að fyrsta erindi þýska þjóðsöngsins, Deutschland, Deutschland über alles, var notað með Horst-Wessel-ljóðinu, Die fahne hoch, á nasistatímanum 1933-1945. Eftir 1952 var einungis þriðja erindi þjóðsöngsins ( Einigkeit und Recht und Freiheit) notað við opinber tilefni og við sameiningu Þýskalands 1991 var þriðja erindið lýst þjóðsöngur Þýskalands. Hin erindin eru ekki þjóðsöngur landsins og litið á tilvísanir í þau erindi hér í Þýskalandi sem óviðeigandi. Einungis nýnasistar halda þeim erindum á lofti.

  • Tónlist Wagners var líka hampað af nazistum.

    Hún versnar ekki við það.

    Fyrsta erindið var gjarnan sungið þegar Þjóðverjar gengu til orrustu í Fyrri heimsstyrjöld. Nú er það sungið þegar þeir vinna fótboltaleiki. Það er eðlilegt. Þetta er ættjarðarljóð. Og heldur áfram að vera það þótt nazistar hafi haft á því mætur.

  • Mörður Árnason

    Já, über alles-vísunin er glannaleg. Í mínum huga átti hún þó ekki að jafna Samherja við nasistana, heldur að setja hrokafulla framkomu Samherjamanna í kastljósið. Kannski vaknaði þetta af því DFFU telst þýskt fyrirtæki — en það voru varla Þjóðverjar sem ákváðu þessi viðbrögð.

    Veit ekki hvort það er mér til afbötunar í þessu efni nákvæmlega, en fordómar gagnvart Þjóðverjum eru fjarri pistilhöfundinum — ég var strákur talsvert í Þýskalandi, í Greifswald austan megin og svo í Vestur-Berlín, og á um þetta fólk ágætar minningar. Varð eiginlega hissa þegar ég fann svo heima hvað hér lifðu miklir fordómar um þessa þjóð, og gera enn, þrátt fyrir Beethoven og Goethe og Grass og Brandt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur