Fimmtudagur 12.04.2012 - 13:00 - 22 ummæli

Væll

Ég held með íslenska landsliðinu í fótbolta, handbolta, skíðum, skák et cetera – en ég skil ekki þennan hávaða útaf ESB og Icesave.

Evrópusambandið heldur vel utan um hagsmuni þeirra ríkja sem það mynda. Eru það tíðindi? Það sýnist mér ekki – heldur einmitt ein af ástæðunum fyrir því að Íslendingar eiga að gerast aðilar.

Viðbrögð sem stungið er upp á núna – að hætta viðræðunum við Evrópusambandið eða fresta þeim af þessu tilefni – bíðum við: Voru það ekki einmitt okkar forystumenn, úr öllum flokkum, sem lýstu því yfir að Icesave-málið og aðildarumsóknin væru óskyld mál? Ætlum við núna að tengja þau saman? Kannski makrílinn líka til að allt fari í hnút alstaðar og endurreisnin stöðvist örugglega fyrir kosningar?

Reyndar sagði samningamaður Íslands, Tim Ward, fyrir um einmitt þessa atburðarás á fundi utanríkismálanefndar – og fagnaði henni að sumu leyti þar sem vörnin yrði auðveldari.

Aðalmálið hér er auðvitað það að þeir sem völdu dómstóla umfram samninga – meirihluti þjóðarinnar – verða að gjöra svo vel sætta sig við torfærurnar á þeirri leið.

Við skulum svo sameinast öll í vörn fyrir íslenska hagsmuni – en ekki vera að væla yfir sjálfsögðum hlutum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Sigurður #1

    „Voru það ekki einmitt okkar forystumenn, úr öllum flokkum, sem lýstu því yfir að Icesave-málið og aðildarumsóknin væru óskyld mál?“

    Nei?

    Það sáu allir tengslin þarna á milli, samfylkingin var ein um það að reyna að telja fólki trú um að þarna væru engin tengsl á milli, þ.e. viljans til að skrifa undir hvaða samning sem er og aðildarumsóknar í ESB.

    ESB er að tengja þessi mál saman, ekki íslendingar, þú snýrð öllu á haus.

    Þetta breytir í sjálfu sér engu varðandi dómstólaleiðina, en þetta jarðar endanlega alla möguleika samfylkingarinnar að fá samninginn samþykktan í þjóðaratkvæði.

    Fólk mun setja þennan samning ólesin í tætarann eftir þetta og kjósa nei.

  • Kristján Elís

    Afhverju fær þessi ofstækismaður „Sigurður #1“ að skrifa hér enn undir dulnefni?

  • Grétar Thor Ólafsson

    Þetta er kórrétt hjá þér, Mörður. Þegar Icesave III lá fyrir var það vel kynnt að ef því yrði hafnað fylgdi því áhætta. Sem er að raungerast núna. Og nú kvarta Nei-istarnir.

    Þetta heitir bara hræsni, tvískinnungur, hjá Nei-istum. Þeir vildu fara í hart og fengu það. Þetta er þeirra val, þeirra áhætta. Nei-istar eiga bara að þegja og kyngja þessu hljóðalaust. Því þetta er það sem þeir vildu.

    Eins og einhver sagði einhvern tíma: „Gættu þín á því sem þú óskar þér, þú gætir einmitt fengið það“.

  • Góð grein.

    Hárrétt ábending hjá Merði.

  • Haukur Kristinsson

    Hallo Kindergarten. Var þetta ekki það sem þið vilduð, Simmi Kögunarson, Heimssýn, InDefence, forseta ræfillinn etc.

    Hættið að skjæla, annars verðið þið rassskelld. Öll með tölu.

  • Mörður talaði líka um að það væri „væll“ þegar Icesave var sent í þjóðaratkvæði. Líklega værum við búin að greiða 50 milljarða í vexti af upphæðinni sem um var að ræða ef þetta hefði ekki verið fellt.

    það er rétt að halda til haga að þrotabúið stendur undir greiðslum til þeirra sem áttu kröfur vegna Icesave. Það var hins vegar Svavar Gests. og Indriði G. sem ákváðu fyrir hönd þjóðarinnar að þeir nenntu þessu samningasnakki ekki lengur, og kvittuðu undir að borga bretum/hollendingum vexti af þeirra einhliða ákvörðun að borga þeim sem áttu kröfu í þrotabúið fyrirfram. Eitthvað sem á sér varla hliðstæðu í sögunni.

    Þessi sami stjórnmálaflokkur og ákveður að kvitta undir að borga vexti til breta og hollendinga án þess að í því hafi fallið dómur, neitar að skikka íslensku bankana, sem hafa rukkað ólöglega vexti af viðskiptavinum sínum, og þó hafa dómar fallið í því máli að bankarnir skuli endurgreiða viðskiptavinum sínum það sem var oftekið.

    Það er ekki skrýtið að ríkisstjórn sem hafði fyrir rúmum 30 mánuðum 70% fylgi þjóðarinnar á bakvið sig, sé komin með fylgið niður í 28% og brækurnar virðast síga neðar og neðar, eru eiginlega komnar niður á brún stígvélanna og stefna hraðbyri niður á ökkla. Samt gólar Össur Skarphéðinsson að það felist í því ákveðinn styrkur að vera með brækurnar á hælunum. Það fer auðvitað eftir því hvar menn setja standardinn er það ekki?

  • Garðar Garðarsson

    Þeir sem báðu um fæting í stað samnings eru nú að gera á sig og vilja setja andstæðingnum reglurnar.

  • Ómar Kristjánsson

    Maður spyr sig hvað þessir gaurar vildu með dómsmáli. Heimtuðu hérna dómsmal í marga mánuði. ,,Lagalega sterk staða“ sögðu þeir. Og reyndar svo sterk að það mundi enginn ,,þora“ í mál en til vara ef farið yrði í mál – þá myndu himnarnir hrynja. þessu var haldið fram fullum fetum.

    Nú nú. Síðan skeður það sem allir með 1% greind ea meira sáu fyrr að það mundu verða málaferli. Hvað skeður? Jú, hinir digurbarkalegu fara allir að háskæla og detta – ekki bara á hnén – heldur meira eins og niðráá rassgatið vegna þess að þeir hafi þjóðrembingskúkað big tæm á sig.

  • Örvænting já sinna tekur á sig nýjar myndir og svo fer málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og örugglega í Hæstarétt. Þangað til, eigið góðar stundir og slakið aðeins á í sumar.

  • Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin bregst við blautum raforkudraumum Breta í gegn um sæstreng. Þá fýkur væntanlega ástin á náttúru landsins – Breta má jú ALLS ALLS ekki styggja því þá gæti ESB aðild verið úr sögunni.

    Hryðjuverkalög á Ísland?

    Það býttar ekki rassgat eins og kallinn sagði – BARA að við fáum að komast í ESB og að fjöldi afdankaðra og útbrunna stjórnmálamanna og uppáhalds embættismenn Samfylkingarinnar fái þar ruggustóla til að geta áfram mokað til sín ellilífeyri og haft það náðugt.

  • Ég þekki ekki og skil ekki orðið „væll“.

    Er þetta nafnorð til í íslensku?

    Ég kannast við væl og að væla – en „væll“?

  • Það er grátbroslegt að lesa þessi orð „Við skulum svo sameinast öll í vörn fyrir íslenska hagsmuni“ frá einum af þingmönnunum sem voru reiðubúnir á sínum tíma til að samþykkja fyrsta Icesave samning Steingríms ólesinn.

    Ólesinn, Mörður! Heldurðu að þjóðin sé búin að gleyma því? Að Samfylkingin öll með tölu var til í að samþykkja ólesinn samning sem hefði kýlt land og þjóð umasvifalaust á kaf? Hvar var umhyggja þín fyrir hagsmunum okkar þá?

    Og nú vogarðu þér að tala niður til annarra og hvetja þá til að „sameinast“ þér í „vörn fyrir íslenska hagsmuni“, líkt og þú hafir sýnt nokkra einusti tilburði í þá átt?

    Ég ætla að leiðrétta sjálfan mig. Það er ekki „grátbroslegt“ að lesa þessi orð þín: þau vekja hinsvegar klígju. Það er erfitt að ímynda sér ómerkilegri hóp einstaklinga en þann sem myndar þingflokk Samfylkingarinnar nú um stundir. Almenningur er ekki búinn að gleyma frammistöðu ykkar og sagan á ekki eftir að fara um ykkur vægum höndum.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Birgir“ einhver veður að taka til varna fyrir íslands hönd í þessu ljóta máli sem þið heimtuðu að færi í dómssali.

    Ekki gerið þið það háskælandi svoleiðis á rassgatinu í eigin þjóðrembingsdrullu.

  • Mörður Árnason

    Svona, svona, bræður og systur, passa sig á orðbragðinu!

    Rósa — hvorttveggja til, hvorugkynsorðið væl og karlkynsorðið væll. Sömu merkingar en mér finnst ,,væll“ þó algengast í yfirfærðri merkingu, einsog hér.

  • Kærar þakkir.

    Ég bar man ekki eftir að hafa rekist á þetta orð.

  • Sigurður #1

    Ómar,
    Það eru engin málaferli í gangi.

    Það er ekkert dómsmál farið í gang, og hvað þá að það sé fallinn einhver dómur.

    Þessi aðkoma ESB að málinu breytir engu nema því að nú er sennilega úti öll von um að íslendingar muni samþykkja aðildarsamning.

    Kristján,
    Veit ekki með ofstækismaður, en ég heiti Sigurður.

  • Hér er nú ANSI langt seilst í veikri réttlætingu fyrir ESB aðildarferlinu!

    Ver sambandið hagsmuni sinna aðildarríkja…..hvað með aðildarríki EES? Hvað með ríki sem eru að sækja um í ESB?

    Svo hafa nú forystumenn sambandsins sagt sjálfir að aðildarferlið sé ótengt öðrum málum. Þeir hafa ekki staðið við þau orð lengi.

    Þetta er eins og að fara í mál við kærustuna sína rétt fyrir brúðkaupið. Ætli það samband yrði langlíft?

  • Haukur Kristinsson

    Mikið held ég að Brüssel verði fegið þegar við bindum endi á þetta aðildarferli. Það verður skálað í kampavíni. Orðnir langþreyttir á okkur kröfum vegna þess hversu frábærir við séum, jafnvel genetískt. Vitna í rannsóknir deCODE genetic. Minnumst bara þess hversu hart við lékum danska konunga. Þeir bognuðu nú heldur betur í bakinu yfir endalausu þrasi íslenskra “höfðinga” vegna einnrar hundaþúfu.

  • Góðann og blessaðann daginn !

    Fékk „ávísun“ á þennann pistil á vegginn á FB síðunni minni, gegn um „vin“ vinar, en það var tekið illa upp þegar ég í innleggi þar, notaði setninguna „frá minni þúfu séð“ og vitnaði í viðtal við Steingrím J. og frétt um raunkostnað við Icesave III ef hann hefði verið samþykktur, svo þá geri ég það ekki hér.

    Mörður ! ef pistillinn er eingöngu ætlaður einhverjum sem eru að hræðast „torfærurnar“ (??) sem þeir kannski óttast vegna væntanlegra/hugsanlegra málaferla ESB gegn Íslandi, þá er það gott og vel og alfarið ykkar á milli, þín og þeirra.

    „Aðalmálið hér er auðvitað það að þeir sem völdu dómstóla umfram samninga – meirihluti þjóðarinnar – verða að gjöra svo vel sætta sig við torfærurnar á þeirri leið.“
    Auðvitað á sama hátt og minnihlutinn í sama máli verður að „gjöra svo vel“ og sætta sig við akkúrat það sama, án þess að væla.

    En það er nú ekki lítill „kosningaskjálfti“ geymdur í þessari setningu hjá þér:
    „Ætlum við núna að tengja þau saman? Kannski makrílinn líka til að allt fari í hnút alstaðar og ENDURREISNIN stöðvist örugglega fyrir KOSNINGAR?“

    Þú ert semsagt að gefa í skyn að bið í aðildarviðræðum muni hugsanlega stöðva endurreisnina fyrir kosningar, skil ég rétt ?

    Engin endurreisn = ekki góðar kosningar fyrir stjórnarflokkana, óháð því af hvaða ástæðum viðræður og aðildarferli verði sett í bið.

    Þetta er varla hægt að lesa öðruvísi en að nefndir flokkar séu tilbúnir til að ganga nokkuð langt í því að „sanna“ fyrir þjóðinni, engin aðild = engin endurreisn, vona samt ekki.

    Vona ekki, því ég hef staðfasta trú á löndum mínum sama hvar í flokki þeir eru, þá eru allflestir sammála um grunngildin, grunngildin sem gera það að gott er að búa í einu landi, ala upp börn, mennta þau, skapa umhverfi fyrir heilbrigt atvinnuumhverfi, öryggi bæði í heilsugæslu, löggæslu, slysavarna og almannatryggingarmálum, nýta á sem bestann hátt auðlindirnar, bæði þær sem eru á landi og kring um landið, til hins besta fyrir fólkið, ekki má gleyma mannauðnum heldur.

    Þegar þið kjörnu fulltrúar þjóðarinnar, þjóðarinnar sem fyrst og fremst þráir þetta, komið ykkur saman um akkúrat hvað eru grunngildin, og byrjið að vinna saman til að ná þeim, er endureisnin ekki bara byrjuð, heldur hálfnuð eins og öll verk sem byrjað er á.

    Að deilt sé svo um áherslur, hversu mikið af opinberri þjónustu eigi að bjóða út til einkafyrirtækja og /eða yfirhöfuð hversu stór opinberi geirinn eigi að vera, ásamt öllu öðru sem heilbrigt og nauðsynlegt er að taka með í umræðunni, þar á meðal talið aðild að hinu eða þessu bandalaginu, er bara fínt, hindrar stöðnun og afturför, kallast lýðræði, en eins og er virðist aðalleikur og taktík ykkar (allra flokka), vera að etja fólki saman í karp og skotgrafarbardaga um hluti sem alveg geta beðið á meðan.

    Þeim ykkar sem tekst þetta, það er að ná samstöðunni um að sameinast af alefli, við að koma landi og þjóð af „hnjánum“ og mæta heiminum upprétt og stolt, en allra helst sjálfum sér stoltum í speglinum, það að efna til kosninga um aðild að ESB undir því yfirskyni að það sé lykillinn „endurreisninni“ verandi „á hnjánum“ hefur aldrei verið talinn sterkur samningsleikur.

    „Kannski makrílinn líka til að allt fari í hnút allsstaðar “ að halda því fram að deila Íslands og Færeyja annarsvegar og ESB, Noregs hinsvegar séu algerlega ótengd mál, einmitt nú þegar allt er stopp vegna tregðu í að fá
    „lykilatriði“ (orð Steingríms J) um sjávarútvegsmál og fiskveiðar, út úr ESB í viðræðunum, er ekki sérlega gáfulegt og þar með fellur þessi setning um sjálfa sig, tíminn vinnur hratt og vel með Íslandi í þessu máli.

    Hvort sem þú Mörður ert rétti maðurinn eða ekki, til „hóa“ saman skynseminni, mannúðinni og hefur kjarkinn til að þora því, veit ég ekki, en hef trú að þið alþingismenn séuð ekkert endilega öðruvísi þenkjandi en fólk flest, og að nú er landið og þjóðin á krossgötum, úr einni átt var komið, ein er til vinstri ein til hægri og ein beint fram, ekki „miðjumoð“ ekki ný hreifing eða framboð, heldur leiðin til endurreisnar sem aðeins næst með sameiningu og sameiginlegu átaki, eins og þú eiginlega hvetur til í lokasetningunni, bara á rangar forsendur, en ef þú ert maðurinn, vertu velkominn til dáða.

    MBKV
    KH

  • Ásdís Jónsdóttir

    Það er alveg rétt hjá þér Mörður, það þýðir ekkert að vera að kvarta yfir orðnum hlut. Allir gátu séð fyrir að lagaleiðin yrði farin ef ekki yrði samið um málið, en það varð niðurstaðan að samningarnir voru felldir í þjóðaratkvæði þar sem vilji þjóðarinnar kom skýrt fram og þá er bara að taka afleiðingunum og ekki reyna að kenna öðrum um og allra síst þeim sem vöruðu við á sínum tíma!

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Það er ekkert dómsmál farið í gang“

    Nú já. Og árið er 1990 eða?

    Óskaplegt er að sjá svona ranghugmyndir.

    ,,Þessi aðkoma ESB að málinu“

    ,,þessi aðkoma“ EU Commission var alltaf augljós og borðleggjandi. Halló. það voru þið sem vilduð dómsmál! Hva- hélduð þið að dómsmál snerist um að enginn mætti koma sjónarmiðum sínum að! Hverskonar bull er þetta. Þiðberið fyrir ykkur evrópulög og meir að segja gott ef ekki sjálfa framkvæmdarstjórnina. Auðvitað var það alvitað af öllum með 1% vit eða meira, að framkvæmdarstjórnin kæmi að þessu með einum eða öðrum hætti. Kæmi að þessu dómsmáli ykkar sem þið heituðu.

    ,,að nú er sennilega úti öll von um að íslendingar muni samþykkja aðildarsamning.“

    Só? Á þetta vera hótun gagnvart EU eða? Haha rosa hótun maður. EU verður fegið a losna við vælukjóa og fíflagang ykkar! Stórfegið drengur.

    það er alveg óskaplegt hvernig komið er fyrir innbyggjurum hérna. Maður skilur allavega betur hvernig ykkur sjöllum tókst að rústa þessu landi.

  • Guðni Stefansson

    Ég treysti ekki rikisstjórninni til að hafa forystu í þessu máli. það er ekki væll. það er ískalt mat, sem bloggfærsla þín styður ágætlega.

    Orðið væll var þar með það eina sem gladdi mig í færslunni. Orðið lýsir ágætlega því hugarástandi sem einkennir hina pólitísku umræðu á Eyjunni. Hún er ekki lengur eðlileg. Hún er að verða sjúkleg. Væll er gott orð til að teikna mörkin milli gagnrýnnar hugsunar og þess andlega sársauka sem hún getur endað í.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur