Þriðjudagur 24.04.2012 - 07:42 - 43 ummæli

Hugsa fyrst, tala svo

Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, flokksbróðir minn, telur samkvæmt Eyjufréttum að sú ríkisstjórn beri ekki sök á bankahruninu og hafi ekki átt kost á að grípa til neinna aðgerða til að afstýra því. Þetta segi Landsdómur.

Skrýtið. Í hinni frægu skýrslu rannsóknarnefndar alþingis er talið að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hin síðari hefði að sönnu varla átt þess kost að afstýra hruninu – en hafi hinsvegar átt ýmislega möguleika á að draga úr skelfingunum haustið 2008 og lengi áfram. En kannski er sú skýrsla nú úr gildi fallin?

Það hlýtur að minnsta kosti að eiga við um skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar. Umbótanefndin taldi einmitt að flokkuirnn yrði að taka á sig sinn hluta ábyrgðar á vanrækslu ríkisstjórnarinnar 2007—2009, og leiðir að því margvísleg rök í skýrslu sinni. Eftir verulegt starf og umræður í kjölfar skýrslunnar bað Samfylkingin landsmenn afsökunar á frammistöðu þessarar ríkisstjórnar í frægri ályktun í árslok 2010, og hét því að bæta um betur í stefnumálum, skipulagi og starfsháttum.

Nú er annar uppi, segir ráðherrann góði. Þarf þá ekki að draga til baka skýrslu umbótanefndar og byrja á því öllusaman upp á nýtt? Þarf svo ekki líka að biðjast afsökunar á afsökunarályktuninni?

Ég held – héðan frá Strassborg – að nú sé best að menn spari stóru orðin. Úrskurður landsdóms er einsog hann er: Dómur um stórfellda vanrækslu í einu atriði, sýkna frá refsiábyrgð í þremur öðrum atriðum. Og það er rétt að hafa alveg á hreinu að landsdómur fjallar um ábyrgð að lögum, en ekki um pólitíska ábyrgð eða siðræna ábyrgð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Þetta er því miður hárrétt hjá þér. Ég þekki Geir Hilmar Haarde aðeins persónulega og ég verð að segja að sá maður er að mínu mati grandvar, heiðarlegur og góður maður.

    Það verður hins vegar ekki litið fram hjá því sem gerðist á hans vakt og að viðbrögð hans voru ekki rétt, auk þess sem honum urðu á mistök sem varða við lög. Það er leiðinlegt að þurfa að viðurkenna þetta þegar annað eins gæðablóð á við.

    Það er þó einnig rétt að taka fram að ummæli Geirs um að forsætisráðherrar hafi alla tíð hagað stjórn landsins á sama hátt og hann gerði eru alveg hárrétt. Það leysir hann þó ekki undan ábyrgð í málinu.

    Því miður hafa aðrir ráðherrar, ráðuneytisstjórar og jafnvel forstöðumenn stofnana einnig á stundum tekið sér vald, sem þeir í raun fara ekki með. Að auki hefur stjórnsýslan almennt á Íslandi ekki virkað sem skyldi og vantað formfestu og skipulag.

    Ég spyr: Hefur verið tekið á þessu innan Stjórnarráðsins eða hjá ríkisstofnunum?

  • Ég veit um húsfélög hér í bæ sem eru rekin af meiri formfestu og skipulagi en virðist hafa gilt um ríkisstjórnir á Íslandi. Sömuleiðis nemendafélög menntaskóla. Reglur um form og fundi koma til af gefnu tilefni. Spyrjið húseigendafélagið. Það er helvíti hart að keyra þurfi heilt land í kaf til að gefa ríkinu tilefni til breytinga hjá sér.

  • Haukur Kristinsson

    Geir Haarde átti ekki að vera þarna einn. Björgvin, Árni Matt og ekki síst Ingibjörg Sólrún átti einnig að mæta fyrir Landsdómi. Svo ég tali nú ekki um Davíð Oddsson, en það er annað thema.
    En Geir Haarde er brjóstumkennnanlegur, það koma skýrt fram í gær, ekki síst í Kastljósinu að hann er sjúklingur og á bágt.

  • Helgi J H

    Dómurinn tekur fram að allt var þetta vanræksla en að ekki sé full sannað að það sem Geir hefði getað gert betur hefði afstýrt tjóni. Hann fær mjög alvarlegar ofanígjafir fyrir þá þætti sem hann var sýknaður af — en dómurinn telur að það sé vanreifað hvaða árangri Geir hefði getað náð og því ekki sannað hverju það hefði breytt að hann stæði sig eins og maður. Hann er í raun ekki sýknaður af því að hafa vanrækt starf sitt um þau atriði sem hann var kærður fyrir — aðeins er sagt að ekki sé sannað nákvæmlega hverju það hefði breytt að hann gengdi starfi sínu eins og maður.

  • Helgi J H

    Guðbjörn, ég er alls ekki viss um að það sé rétt hjá Geir að fyrri forsætisráðherrar hafi haft sama hátt á. Ég veit fyrir víst að sú list að færa ekki fundargerðir við störf forsætisráðherra og nefnda á hans vegum var verulega þróuð af Davíð Oddssyni eftir að upplýsingalög voru sett beinlínis í þeim tilgangi að ekkert væri unnt að herma uppá Davíð — og svo hreinlega fullkomnuð af Geir H Haarde.
    Það sem Geri vísar til að ráðherrar séu hver um sig kóngar í ríki sínu gerir ríkisstjórnafundi og forsætisráðherra óþarfa af ætti að taka það fulkomlega bókstaflega.

  • Þetta er hárrétt hjá þér Mörður og er ég nú ekki oft sammála þér.

    Hafðu þakkir fyrir þessi vel hugsuðu skrif þín..

  • Garðar Garðarsson

    Góð grein hjá Merði og málefnaleg, þar sem flokksbróður er ekki hlíft á neinn hátt.

  • „Það hlýtur að minnsta kosti að eiga við um skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar. Umbótanefndin taldi einmitt að flokkuirnn yrði að taka á sig sinn hluta ábyrgðar á vanrækslu ríkisstjórnarinnar 2007—2009, og leiðir að því margvísleg rök í skýrslu sinni. Eftir verulegt starf og umræður í kjölfar skýrslunnar bað Samfylkingin landsmenn afsökunar á frammistöðu þessarar ríkisstjórnar í frægri ályktun í árslok 2010, og hét því að bæta um betur í stefnumálum, skipulagi og starfsháttum.“

    Ég er sammála síðuhöfundi að hér hefur komið í ljós algjör afneitun á ábyrgð. Vonandi hugsar fólk sig vel um áður en það veitir slíkum flokki atkvæði sitt í næstu kosningum.

    En þetta sem ég tek út er mér líka hugsunarefni. Hvað hefur breyst í stjórnsýslunni eftir þessa ákvörðun? Hvar er opna stjórnsýslan, hvar er skilvirknin og vel ígrunduð stjórnsýsla? Hvert klúðrið á fætur öðru er á línu þessarar ríkisstjórnar. Ekkert sem bendir til þess að hún hafi farið eftir þessari ályktun. Og ef ég man rétt var það ekki þjóðin sem var beðin afsökunnar heldur Samfylkingin. Er samt ekki viss, en minnir að umræða hafi einmitt skapast um þá ályktun.

  • Flokkurinn bað þjóðina afsökunar. Ágæt ályktun. 4. desember 2010. Með öllum greiddum atkvæðum:

    Traust á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum hrundi með bönkunum. Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna og starfar í umboði kjósenda sem treysta henni til að vinna heiðarlega og einarðlega í þágu allrar þjóðarinnar. Það er einarður ásetningur Samfylkingarinnar að læra af því sem aflaga hefur farið á undanförnum árum; í stjórnmálum, stjórnsýslu og umgjörð fjármálakerfisins og sækja fram reynslunni ríkari. Samfylkingin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til ná fram nauðsynlegum breytingum á viðhorfum og vinnubrögðum í stjórnmálum og stjórnsýslu og endurreisa þannig traust í samfélaginu.
    Samfylkingin heitir því að vera drifkraftur í því umbótastarfi sem þegar er hafið á Alþingi og í ríkisstjórn til þess að tryggja faglegt, ábyrgt og heiðarlegt stjórnkerfi, stjórnmálalíf og fjármálakerfi sem verðskuldar traust þjóðarinnar.
    Samfylkingin heitir því jafnframt að vinna ötullega að því að endurskoða eigin starfshætti. Lykilþáttur í því var sú ákvörðun flokksstjórnarfundar 17. apríl sl. að setja á fót umbótanefnd „til að leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsinsog gera að því loknu tillögur til úrbóta.“

    Grundvöllur að starfi umbótanefndarinnar var sú meginniðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis að þótt ekki hafi verið mögulegt að afstýra bankahruni eftir að Samfylkingin tók sæti í ríkisstjórn í maí 2007 hafi margt brugðist sem hefði mátt gera til að takmarka tjónið. Þar liggur ábyrgð Samfylkingarinnar.

    Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarrás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka. Þar hefur Samfylkingin tekið frumkvæði og axlað ábyrgð með úrbótum. Tillögur umbótanefndarinnar sem lagðar eru fram til umræðu meðal flokksmanna eru tímamót í þeirri vinnu. Ábyrgð Samfylkingarinnar fólst meðal annars í:

    • Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.

    • Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.

    • Að tryggja ekki gegnum skýrt skipulag flokksins að nægilegt upplýsingastreymi og samráð sé á hverjum tíma meðal ráðherra flokksins, þingflokks, flokksstofnana og almennra flokksmanna.

    • Að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nægilega ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir.

    • Að láta hjá líða að setja reglur um takmarkanir á fjárframlögum og styrkjum til frambjóðenda í fjölda opinna prófkjara, þvert á langvinna baráttu flokksins fyrir skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda.

    Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig.

  • Mörður. Hvar eru þessi ummæli á eyjafréttum. Finn þau ekki á Netinu.

  • Pétur Örn Björnsson

    Össur, ráðherra í hrunstjórninni og núverandi utanríkisráðherra segir:

    „„Ég tel að það eigi ekki að nota þessa niðurstöðu til að fara í frekari mannvíg,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, um mál Geirs H. Haarde.

    Hann segir dóminn staðfesta að það var ekkert sem ríkisstjórn Geirs gat gert til að afstýra bankahruninu.“

    Gagnrýni Marðar er fullkomlega réttmæt, svo ekki sé meira sagt.

  • Pétur Örn Björnsson

    En Össur og Jóhanna hafa ekkert lært og hvað þá Björgvin Guðni, sem Samfylkingin kom strax aftur í öruggt þingsæti.

    Til hvers eru afsökunarbeiðnir Samfylkingarinnar, ef meiningin er lítil sem engin á bakvið fögru orðin?

    Samfylkingunni dugir ekki kattaþvottur, hún þarf í hundahreinsun.

  • Pétur Örn Björnsson

    Jafnvel í ormahreinsun líka … svei mér þá … já svei mér þá.

  • Pétur Örn Björnsson

    Því hér er ekki bara spurt um hina lagalegu ábyrgð

    heldur einnig -og ekki síður- hina pólitísku og siðrænu ábyrgð

  • „Í viðtalinu segist Atli vera sammála Sigurði Líndal lagaprófessor í þessum efnum. Bankamálaráðherra á þessum tíma var Björgvin G. Sigurðsson sem var einn fjórmenninganna sem lagt var til að yrðu dregnir fyrir landsdóm.

    Hann telur að niðurstaða þingmannanefndarinnar hafi verið rétt í upphafi en svo hafi hún verið afbökuð á Alþingi þegar kom að því að kjósa um ákærurnar.

    „Síðan þegar kemur að alþingi og atkvæðagreiðslunni þá var þessi heildstæða niðurstaða meirihlutans um að ákæra ráðherra afbökuð með pólitískum hætti þannig að hluti þingmanna Samfylkingarinnar komu sínu fólki í skjól og um leið fyrrverandi fjármálaráðherra,“ segir hann og bætir við, „Það er að hluta til staðfest í dómi Landsdóms, þar sem meðal annars er tekið fram að Geir H. Haarde geti ekki tekið ábyrgð á störfum fyrrverandi bankamálaráðherra Björgvins G. Sigurðarsonar,“ segir Atli.“

    Aðeins Jónína Rós og Mörður geta staðið upp með reisn frá þessu máli.
    Þau voru samkvæm sjálfum sér í að eitt skal yfir alla ganga.

  • I simply want to tell you that I’m newbie to blogs and really savored your blog site. More than likely I’m going to bookmark your website . You surely have awesome stories. Appreciate it for sharing your web-site.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • I reckon something really special in this site.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • I think this website contains some very good info for everyone :D. „The ground that a good man treads is hallowed.“ by Johann von Goethe.

  • I have been browsing online more than 3 hours today, but I by no means found any fascinating article like yours. It¡¦s pretty value enough for me. In my view, if all site owners and bloggers made excellent content as you probably did, the internet will likely be much more useful than ever before.

  • Thank you a lot for sharing this with all of us you really recognise what you are speaking approximately! Bookmarked. Kindly additionally visit my site =). We could have a link trade contract between us!

  • Heya i’m for the first time here. I came across this board and I find It really useful & it helped me out much. I hope to give something back and help others like you helped me.

  • It’s in point of fact a great and helpful piece of information. I’m satisfied that you shared this helpful info with us. Please keep us informed like this. Thanks for sharing.

  • I have been absent for a while, but now I remember why I used to love this blog. Thanks, I will try and check back more often. How frequently you update your site?

  • IMSCSEO is a Singapore SEO Vendor constructed by Mike Koosher. The goal of IMSCSEO.com is to offer SEO services and help Singapore internet businesses with their Search Engine Optimization to aid them ascend the ranking of Google or bing. Find us at imscsseo.com

  • I merely want to show you that I am new to blogging and pretty much admired your write-up. Likely I am most likely to store your blog post . You literally have stunning article information. Appreciate it for telling with us your own web report

  • I carry on listening to the news speak about getting boundless online grant applications so I have been looking around for the finest site to get one. Could you tell me please, where could i find some?

  • Some genuinely nice and useful info on this website, besides I conceive the pattern has fantastic features.

  • As a Newbie, I am always exploring online for articles that can aid me. Thank you

  • I like the valuable information you provide in your articles. I’ll bookmark your weblog and check again here regularly. I’m quite sure I’ll learn many new stuff right here! Good luck for the next!

  • Thank you for the sensible critique. Me and my neighbor were just preparing to do a little research about this. We got a grab a book from our area library but I think I learned more from this post. I’m very glad to see such excellent information being shared freely out there.

  • MichaelJemery.com is a site with many hypnosis downloads. Whether you are looking for free hypnosis downloads, self hypnosis download for mp3, video and any audio files, Michael Jemery has the downloads for you. You can download hypnosis from apps, audio, mp3 and even youtube !

  • I genuinely enjoy looking through on this internet site , it has excellent content . „One doesn’t discover new lands without consenting to lose sight of the shore for a very long time.“ by Andre Gide.

  • Hello here, just started to be aware of your blog page through Yahoo and bing, and discovered that it’s seriously good. I’ll appreciate should you decide retain these.

  • Magnificent beat ! I would like to apprentice while you amend your website, how can i subscribe for a blog site? The account helped me a acceptable deal. I had been a little bit acquainted of this your broadcast provided bright clear idea

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur