Laugardagur 15.06.2013 - 13:48 - 10 ummæli

Aumingja litlu og meðalstóru útgerðirnar!

Aumingja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru að fara á hausinn vegna veiðigjaldsins. Brim, Þorbergur, Rammi. Vísir, Ögurvík, Fisk-Seafood. Og fleiri bónbjargaútgerðir. Sjá vefsetur HA-nema.

En nú ætlar blessuð ríkisstjórnin að aumkva sig yfir þessa vesalinga.

Samherji litli og meðalstóri er að vísu ekki þarna – en dóttirin ÚA er þó mætt fyrir hönd þeirrar fátæku fjölskyldu.

Í staðinn fær allt vinstribótapakkið puttann og var sannarlega kominn tími til eftir útþensluna síðustu árin.

Guð blessi Ísland og LÍÚ.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Ómar Kristjánsson

    Þetta er magnað. Og fólk þarf ekki að velkjast í neinum vafa um, að smælingjarnir þurfa að borga fyrir þetta. Leiðtogar ríkisstjórnar boðuðu til sérstaks fundar í síðustu viku þar sem upplýst var að nú þyrfti að afla tekna/skera niður. Það var bara vegna þess að ríkisstjórnin lét verða sitt fyrsta verk að hygla elítunni. Færa fjármuni frá smælingjunum til elítunnar. Enda er það bókstaflega grunnstefna framsóknar og sjallamannaflokks.

  • Haukur Kristinsson

    „Vinstri stefna gengur út á það að koma sem flestum á bætur“, segir kjánin hún Vigdís Hauks. En hver er hægri stefnan? Að koma sem flestum á ríkisspenann. „Musterbeispiel“ er skipan Jónasar Fr. Jónssonar sem stjórnarformann LÍN‘s. Í flestum siðuðum löndum sæti þessi gaur inni fyrir vanrækslu í starfi. Hann er eitt af allra verstu dæmum um incompetence og aulahátt Davíð-hrunsins. En innmúraður sjalli eins og karl faðir hans.
    Oft er fullyrt að sjallarnir hafi ekker lært af Hruninu, en það er ekki rétt. Þeim er vel ljóst að svona klíkuráðning er siðlaus og samfélaginu til skammar, en samt gera þeir það. Við eigum þetta, við megum þetta. Okkar klíkubræður skulu hafa forskot.
    Og ekki virðast þessir fánaberar einstaklingsframtaksins hafa mikinn áhuga á starfi í einkageiranum. En þar þurftu þeir líka að standa sig.

    Klakinn er skelfilegt bananalýðveldi, það verður bara að segjast eins og er. Banana-ríkistjórn, banana-forseti, banana-hæstiréttur.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Ekki gleyma Bananakjósendum, Haukur.

  • kristinn geir st. briem

    athiglisverð viðbót hjá merði ,frá háskólanum á akureyri tek eftir því að þeir borga ekki jafnmikið hlutfalslega ekki mikil jafnaðarmenska það en geri ráð fyrir að skíríngin sé misjöfn aflasamsetnígu tegunda geta men ekki gert það jafnaðmannalegra í staðin fyrir að mismunana mönum í útgerð. verð að viðurkena hef ekki hugmind af lestri hverjar vorsendurnar eru. þettað er eflaust alt rétt hjá þeim þakka merð fyrir þessar upplýsíngar. veslíngs útgerðirnar

  • Örugglega bara útúrsnúningar hjá þeim í HA og vísvitandi drefing rangra upplýsinga.

  • Aumingja litlu og meðalstóru vinstrimennirnir!

  • kristinn geir st. briem

    geri rá fyrir aqð mörður eigi við mig þegar hann skrifar um útúsnúníng HA. en ég srifa um að þetaðað sé eflaust rétt . ef tekinn eru stærstu útgerðirnar er munur er veiðigjald 2011 í prósentum frá 8.7 til 28.6 %. sé einga jafnaðarmensku við það
    og skip.2012. frá 8.4 til 16.8% hver er jafnaðarmenskan við það .eflaust sér mörður hana
    og tvö skip eru ekki með tölur en þurfa samt að borga veiðigjald
    það hlítur að vanta eithvað í þessa töflur sem skýr þennan mismun í prósentum

  • Lægri skattar auka umsvif í þjóðfélaginu sem auka tekjur ríkissjóðs.

  • Halldór Guðmundsson

    Á svolítið erfitt með að skilja afhverju er ekki farið eftir hagnaði í ársreikningi,
    síðan væri örugglega langréttast að taka þetta gjald srax við löndun(láta uppboðsmarkaðinn sjá um þetta.
    Éf hef verulegar áhyggjur ef makrílinn er að ganga frá sandsílinu,því það er undirstaða lífs margra sjáfarlífvera.
    http://www.smabatar.is/2008/11/athyglisverur-fyrilestur-um-s.shtml

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur