Miðvikudagur 12.06.2013 - 11:26 - 8 ummæli

Illugi: Sama gamla

Ný kynslóð á þinginu, var sagt í stefnuumræðunum – ætli Illugi Gunnarsson sé af þeirri kynslóð?

Þá er kynslóðin ekki verulega ný – því fyrsta verk Illuga Gunnarssonar er að fara með blessað Ríkisútvarpið í sama gamla.

Með breytingunum á lögunum um Ríkisútvarpið í vor var meðal annars samþykkt athyglisverð leið við að velja stjórn fyrirtækisins – þannig að pólitíkin stæði fjær en áður. Í stíl við bestu almannaútvörp annarstaðar.

Fimm manna valnefnd á að kjósa í stjórnina að meirihluta til – og í valnefndinni eru formaður frá ráðherra, fulltrúi frá menntamálanefnd alþingis og svo nefndarmaður frá starfsmönnum, frá samtökum listamanna og frá háskólunum.

Svo kemur Illugi – og þá má ekki einusinni prófa þessa nýju skipan. Ráðherrann segir þetta „ólýðræðislegt“ án frekari útskýringa og ætlar að fara í gamla farið með hrein-pólitíska útvarpsstjórn.

Í umræðunum um RÚV-frumvarpið í vor pirruðu ýmsir ræðumenn Sjálfstæðisflokksins sig á mörgum atriðum frumvarpsins, þar á meðal þessu, en bentu ekki á aðra kosti. Engin breytingartillaga var lögð fram við greinina um stjórn Ríkisútvarpsins. Og Illugi Gunnarsson tók hvorki þátt í 1., 2. né 3. umræðu um málið – og lét alveg vera að tjá sig um hina ólýðræðislegu skipan á almannafjölmiðlinum.

Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins samþykktu frumvarpið að lokum, líka fimm Framsóknarmenn: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigfús Karlsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Siv Friðleifsdóttir. Þrír þeirra virðast nú hafa skipt um skoðun!  Nokkrir Sjálfstæðismenn sögðu nei en flestir sátu hjá, þar á meðal Illugi Gunnarsson. Meira máli skipti þetta nú ekki fyrir þremur mánuðum.

Ég er ekki afar gefinn fyrir samsæriskenningar í pólitík. En hef á tilfinningunni að hér búi eitthvað undir hjá hinum glæsta fulltrúa nýju kynslóðarinnar í menningar- og menntamálaráðuneytinu. — ???

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Í frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar um Ríkisútvarpið segir svo:
    Í starfsháttum sínum skal Ríkisútvarpið:
    1. Vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð.
    2. Ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt samtímis og sem jafnast.
    3. Sannreyna að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum.
    4. Virða friðhelgi einkalífsins í fréttum og dagskrárefni nema almannahagsmunir krefjist annars.
    5. Vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.
    6. Stunda vandaða og gagnrýna blaðamennsku og rýna m.a. störf yfirvalda, félaga og fyrirtækja, sem hafa áhrif á hag almennings.
    7. Dagskrárákvarðanir skulu teknar á faglegum forsendum.

    Því miður hefur fréttastofa RUV ekki starfað í þessum anda og nægir að nefna Spegilinn í því sambandi og hafa mýmörg dæmi verið nefnd um óþolandi hlutdrægni fréttastofunnar. Þar fyrir er ástæðulaust fyrir Mörð og raunar einnig Illuga Jökulsson að viðra þá skoðun að eitthvað ógnarlegt búi því að baki að Alþingi tilnefni alla stjórnarmenn RUV. Alþingi sú göfuga og lýðræðislega stofnun hlýtur að valda því hlutverki með sóma og ólíkt er það gegnsærra en flækjurnar í því kerfi sem átti að innleiða eins og sjá má hér:

    Stjórn Ríkisútvarpsins skal kosin til tveggja ára í senn á aðalfundi. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert. Stjórn Ríkisútvarpsins skipa sjö menn og jafnmargir til vara.
    Áður en kosið er til stjórnar á aðalfundi skal:
    1. Ráðherra menningarmála tilnefnir einn mann sem kjörinn skal formaður og einn til vara. Stjórn skiptir með sér öðrum verkum.
    2. Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins tilnefna einn mann og annan til vara á löglega boðuðum fundi og skulu þeir kosnir í stjórn Ríkisútvarpsins.
    3. Ráðherra menningarmála skipar fimm manns og jafn marga til vara í valnefnd fyrir lok mars mánaðar hvers árs. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tilnefnir þrjá fulltrúa og jafn marga til vara, Bandalag íslenskra listamanna tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara og Samstarfsnefnd
    háskólastigsins tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara.
    Hlutverk valnefndar er að tilnefna fimm fulltrúa í stjórn og fimm til vara, sem skulu kosnir í stjórn Ríkisútvarpsins. Við tilnefningu á fulltrúum í stjórn skal valnefnd hafa hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi og að stjórnarmenn hafi þekkingu og reynslu af fjölmiðlun, menningarmálum, nýjum
    miðlum á hverjum tíma, rekstri og stjórnun fyrirtækja. Þá skal gæta að jafnrétti kynjanna í tilnefningum valnefndar.
    Stjórnarmenn skulu uppfylla hæfi skv. 66. gr. laga um hlutafélög nr. 2 /1995 með síðari breytingum. Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Ríkisútvarpsins. Kjörnir fulltrúar til Alþingis og sveitarstjórna eru ekki kjörgengir í stjórn Ríkisútvarpsins.

  • GSS; ef það er eitt af markmiðum þáttarstjórnanda og ábyrgðarmanna Spegilsins að lúta ritstjórnarlegum skoðunum FLokksins, þá er það rétt hjá þér, þá hefur Spegilinn brugðist. Hitt er svo annað, þá mín skoðun, að Spegilinn er þáttu sem litið er til, bæði vegna fagmennsku, áreiðanleika efnistöku.
    Ég er einn af þeim sem hef hlustað á þáttinn 3 til 4 sinnum í viku síðustuiár, sér í lagi þegar mikil stjórnmálaumræða var í samfélaginu. Ég hef oft ekki verið sammála þeim sem hafa haft sínar skoðanir þar en dylgjur þínar um að óþolandi hlutdrægni eru beinlínis rangar. Teljir þú annað, þá hvet ég þig til að koma með dæmi. Að öðru leyti telst málflutningur þinn dylgjur og rétt sagðar árásir á starfsfólk RÚV/Spegilsins. Kannski er þetta það sem koma skal hjá þeim sem hafa stutt FLokkinn, að nú skuli um jafnað, koma sínu fólki að og þá um leið skoðunum FLokksins. Uss bara, svei því bæði aftan og framan.

  • Haukur Kristinsson

    Hlusta mikið á gömlu góðu „gufuna“, þar sem ég hef ekki sjónvarp. Nær daglega hlusta ég á Spegilinn og hef oft furðað mig á þeirra fagmennsku og hversu balanseraðir þættirnir eru. Sumir fréttamenn eru að vísu áberandi, t.d Sigrún Davíðsdóttir, en hún er mjög góð og hefur sett sig vel inn í efnið.
    En Framsjallarnir vilja ekki „quality“, hata það. Vilja líklega gera RÚV að sorp fjölmiðli eins og Mogginn er orðinn í eigu LÍÚ kellingar frá Vestmannaeyjum með afglapann Dabba sem ritstjóra.

    Allt kjaftæði Sjallabjálfana um „fagleg vinnubrögð“ er hræsni.

  • Skil þig bara ekki Mörður.
    Ætlastu til að þessi ríkistjórn geri eins og þú vilt ?.
    Gerði síðasta ríkistjórn það sem aðrir vildu ?.

  • Loka þessari kommasellu.

  • Guðmundur Ólafsson

    Ekkert að gera hjá lúserum annað en bíta í hæla

  • Í launhelgi sjalla innsigluðu Loori og Gummi Ó. hinum lifandi guði DO ævarandi hollustu sína með Osculum infame.

  • Villi Björs

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur