Sunnudagur 02.06.2013 - 21:45 - 8 ummæli

Vissi hann ekki um Sigurð Inga?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer mikinn á heimasíðu sinni um strá og sorgir. Og segir meðal annars þetta um þá sem hafa sett spurningarmerki við yfirlýsingar hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar um rammaáætlun:

Það fór varla framhjá neinum að þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fór að krukka í niðurstöðum faghópanna og gera pólitískar breytingar á rammaáætlun þá andmæltu núverandi stjórnarflokkar því harðlega, sem og fjölmargir aðrir. Því var jafnframt lýst yfir að þessu yrði breytt aftur við fyrsta tækifæri. Nú er látið eins og það komi á óvart og sé á einhvern hátt í andstöðu við náttúruvernd að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið með faglegu vinnuna.

Sigmundur Davíð hefur sumsé ekki tekið eftir því að sá sem átti að taka upp þráðinn — Sigurður Ingi Jóhannsson — hefur skipt um skoðun! Eftir yfirlýsingarnar nokkrum dögum eftir ráðherratignina kom löng þögn þar sem blaðamenn náðu ekki til nýja umhverfisráðherrans. Og á föstudaginn kom í ljós að varaformaður Framsóknarflokksins er hættur við að „taka upp þráðinn“ og ætlar einfaldlega að láta rammaferlið ganga sinn gang samkvæmt lögum, ákvörðunum meirihluta síðasta þings og erindisbréfi Svandísar Svavarsdóttur til nýrrar verkefnisstjórnar. Þetta gerðist algerlega hávaðalaust með tilkynningu á vefsetri umhverfisráðuneytisins undir fyrirsögninni: „Fagleg vinnubrögð í forgrunni við endurskoðun rammaáætlunar.“

Þar segir meðal annars um hin faglegu vinnubrögð við rammaáætlunina hingað til:

Ráðherra lagði sérstaka áherslu á að fagleg vinna verkefnisstjórnar haldi áfram eins og lagt hefur verið upp, svo og þeirra faghópa sem hún skipar, m.a. vinna við rannsóknir og greiningu á þeim virkjunarkostum sem nú eru í biðflokki. Lagði ráðherra til að við sína forgangsröðun tæki verkefnisstjórn til skoðunar þá orkukosti, sem fjallað er um í 12. kafla álits meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá því í vetur. Eru þessar áherslur í samræmi við lög um rammaáætlun og áherslur í fyrirliggjandi þingsályktun.

Við endurtökum:

… í samræmi við lög um rammaáætlun og áherslur í fyrirliggjandi þingsályktun.

Þessi tilkynning jafngildir því að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra dragi til baka fyrri orð sín um faghópaniðurstöðukrukk og óviðeigandi pólitísk afskipti af faglegu ferli. Hann er nú orðinn sáttur við þá aðferð sem fyrrverandi ráðherrar – Svandís, Katrín Júl., Oddný – og meirihluti alþingis (36–21) beittu við meðferð málsins. Nefnilega að setja í bið þá kosti sem þurfti að rannsaka betur og taka ekki pólitíska ákvörðun fyrr en þeim rannsóknum væri lokið!

Svona getur afstaða manna breyst þegar þeir fara að kynna sér málin í alvöru. Kannski Sigmundur Davíð ætti að reyna þetta líka?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • kristinn geir st. briem

    hvað er í kafla .12. þessi leið er senilega fljótlegri ef menn ætla að færa úr bið yfir í nýtíngu heldur enn að fara aftur til þess tíma þegar verkefnastjórninn var með þettað eða meiga menn ekki skipa um skoðun. sé nú ekki að hann þurfi að draga til baka óviðeigandi pólutísk afskipti af faglegu ferli.
    Reindar þegar hann talar um að endurskoða sérstaklega kafla .12. er það auðvitað pólutískt afskipti sem svandís svavarsdóttir þekkti auðvitað ekki

  • Kristinn er mættur aftur og nú er auðvitað allt í lagi að stjórnmálamenn skipti um skoðun.

    Leið 12 er hraðferð og því engar biðstöðvar á leiðinni.

    Fór að kynna mér þetta mál með Hagavatnsvirkjun ( Farið) sem Kristinn á land að og komst að því að Eyþór Laxdal Arnalds á í fyrirtækinu á bakvið virkjunina. Skiptir það máli? Örugglega ekki. Hreppsnefnd Bláskógabyggðar vill þetta líka. Skiptir það máli? Örugglega ekki. Ferðamálafulltrúinn vill þetta líka. Skiptir það máli? Örugglega ekki. Sigurður Ingi er uppsveitarmaður eins og Kristinn í Úthlíð. Skiptir það máli? Örugglega ekki.

    Þessi virkjun verður ekki stærri en 25 megavött — skiptir það máli? Örugglega ekki.

    Virkjunin verður samt gerð. Skiptir það máli?

  • Þetta er kallað að skiptast á skoðunum, stjórnarandstaða og stjórn, við stjórnarskipti.

  • kristinn geir st. briem

    en er asi feimin ég ætla slepa því að skrifa hvað eg hugsa um nafnlausa menn
    en um annað. það er gott að kinna sér málið rétt skal vera rétt er ekki frá úthlíð heldur stekkholti dálítill munur á svo þettað lovar ekki góðu með heimildaröfluninna . um að stjórnmálamenn skipti um skoðun hef ég aldrei verið á móti vera er þegar menn bíta svo fast í skoðanirnar að tennurnar verð eftir eins og hráir asi tekk það sem kalhæðni þettað öruglega ekki. upphaflega átti virklunin að ver 35.M.W ef ég man rétt var værð niður í 20 M.W. til að hækka yfirborð vatsins en ef þettað eru nýjustu tölur ætla ég ekki að reingja þær en það er rétt það skiptir ekki máli aðalmálið er að yfirborð vatnsins sé sem hæðst
    nei virkjun skiptir ekki máli heldur að hækka yfirborð vatnsins nokru áður enn virkjunarumræðan átti sér stað var gerð kosnaðaráætlun um að setja stálþil við hinn svokallaða nýjafoss til að hækka upp vatnið ef ég mann rétt var áætlaður kosnaður um 100.milljónir hefur eflaus hækkað síðan hvorki landgræðslann eða landeigendur höfðu þennan peníng þá er virkjun næst besti kosturinn. geturðu útskýr betur leið 12 hraðferð en auðvitað skiptir hún ekki máli fyrst þú er búin að kinna þér kafla 12 svona vel

  • Kristinn — þú sagðist sjálfur vera frá Úthliðartorfu.

    Eins og ég skyldi þig þá var 12 kafli hraðferð — ég tók bara þín orð trúanleg.

    En 20 megavött segja allt sem segja þarf.

    Þú vilt semsagt eyðileggja vítátturnar vesta Jökuls og Jarlhettna fyrir skítinn 20 megavött.

    Þvílíkt og annað eins tröll sem þú ert góði maður.

    Verði þér að góðu — ég vona samt að þér sveglist aðeins á.

  • Kristinn í Stekkholti — nú vitum við það.

    Ég las allt yfir og sá að ég vixlaði ýmsum orðum: t.d sögnin að svelgjast var vitlaust skrifuð; stafavíxl. Önnur orð voru t.d nafnorðið vítátturnar; sem hefðu átt að vera víðátturnar. Kannski er betra orð víðfermi.

    „Fyrir vesta jökull… er annað dæmi um langar neglur og ásláttarvillur..

    Ég er samt ekki viss hvort þú hafir skilið merkinguna – en ég vona samt að þú hafir séð í gegnum það.

    Hér er það í það minnsta komið til skila.

    Og svo annað: 20 megavött. Hm?

    Verður þá ríkur þegar þú ert búinn að skrifa undir saminginn við Eyþór Laxdal Arnalds og félaga?

  • Annað dæmi um ásláttarvillu: Verður þá ríkur þargar þú ert búinn að skirfa undir saminginn

    Þetta átti auðvitað að vera: Verður þú þá ríkur…

    Það vantaði auðvitað: Þú — inn á mili: Verður… ríkur.

  • kristinn geir st. briem

    asi: innsláttarvillur eru hvimleiðar þekki það sjálfur hef ekki þær afsakanir er bara slæmur í málfræði þó slæðist með ein og ein innsláttarvilla. enn um efni máls.
    Þettað sníst ekki um 20 M.W. heldur um að hækka upp vatnið þanig að aurin verði undir vatni og fjúki ekki um nákrenið á meðan vatnið er að fyllast getur gróðurin komist af stað í kríngum vatnið þegar rafmagnslínan sem þú virðis ekki sjá var samið við landsvirkjun um að hún myndi græða upp bletti í kríngum möstrinn en það er tilgangslaust ef hagavatn er einsog það er í dag
    og ekki getum við kallað þettað ósnortið land þar sem tvær. rafmagnslínur liggur þarna um mér vitanlega munu jarlhettur munu lítið skemast við þessar framhfæmdir um 12 kaflan er þettað bara mín skoðun en ráðherrann ræður nokkru um hvað er tekið fyrir að feingini reinslu um gróða minn ef samníngar takast með okkur og eyþóri arnalds er trúnaðarmál þartil samníngar eru undiritaður en þettað eru ekki stórar upphæðir því 20.M.W. virkjun gerir varla meira en að borga sjálfansig en mjér svelgist ekki á lestrinum.
    p.s,
    þori varla að minnast á það enn þar sem ég er óhultur innan ladareignar minnar. þá er önnur spræna sem kemur úr hinu eiginlega hagavatni það er uppi hugmindir um að láta afallið úr því fara í hagavatn

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur