Fimmtudagur 30.05.2013 - 09:05 - 5 ummæli

Manstu gamla daga?

Nýja ríkisstjórnin og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra ætla að „taka upp“ rammaáætlun. Markmiðið er að koma átta kostum í orkunýtingarflokk: þrjár Þjórsárvirkjanir, þrjár á hálendinu við Vatnajökul norðvestanverðan, Hólmsárvirkjun austan Mýrdalsjökuls, Hagavatnsvirkjun (Farið) við Langjökul.

Kenningin er sú að á síðasta stigi faglegs ferils sérfræðinga hafi fyrrverandi stjórnarflokkar með skítugum pólitískum fingrum breytt hinum vísindalegu niðurstöðum og skemmt áform um atvinnuuppbyggingu með því að taka sex þessara kosta úr orkunýtingarflokki.

Staðreyndirnar eru svolítið aðrar, en þessi pistill er ekki um þessa kenningu. Bendi á stutta en skýra umfjöllun um rammaferlið í nefndaráliti frá síðasta þingi hér (5. kafli um verkþættina).

Pólitísk ákvörðun um faglega skoðun

Sú ákvörðun sem ráðherrar, umhverfisráðherrann Svandís Svavarsdóttir og iðnaðarráðherrarnir Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir, og alþingi, með 36 atkvæðum gegn 21, tóku að lokum var vissulega pólitísk, enda voru það ráðherrar og alþingismenn sem hann tóku.

Hvað varðar Þjórsárkostina þrjá og kostina þrjá við Vatnajökul fólst hin pólitíska ákvörðun hins vegar í því að taka mark á umsögnum frá almenningi og öðrum haghöfum með því að setja þessa kosti í frekari faglega athugun. Ný verkefnisstjórn á að kanna þessa kosti sérstaklega og skila skýrslu um þá í mars á næsta ári. Höfuðviðfangsefni þeirrar athugunar er öllum ljóst: Laxamálin í Þjórsá, á hálendinu nálægðin við Vatnajökulsþjóðgarð.

Hin pólitíska ákvörðun var tekin á faglegum forsendum, á grunni laga sem samþykkt voru samhljóða á alþingi. Ákvörðunin var um frekari faglega vinnu.

     Sigurður Ingi?

Hvað gerist nú? Sigurður Ingi er ekki búinn að segja okkur ennþá hvaða aðferðum hann ætlar að beita við að „taka upp“ rammaáætlun. Ætlar hann að stöðva vinnu nýju verkefnisstjórnarinnar? Breyta lögunum sem samhljóða voru samþykkt? Vitum það ekki. En hann virðist vera búinn að ákveða fyrirfram hverjar niðurstöðurnar verða.

Ákvörðun um að náttúran njóti vafans

Sú ákvörðun sem ráðherrarnir og alþingi tóku um Þjórsá og hálendiskostina var ekki endanleg ákvörðun þar sem kostirnir væru settir annaðhvort í verndarnýtingu eða orkunýtingu. Hún var um að bíða með ákvörðun um þessa kosti, hafa þá í biðflokki þangað til svör hefðu fengist við hinum áleitnu spurningum um laxa og áhrif á þjóðgarðinn. Þetta var ákvörðun um að náttúran njóti vafans, í samræmi við varúðarregluna, eina af meginreglum umhverfisréttarins – sem nú er komin inn í lögbók Íslendinga með nýsamþykktum náttúruverndarlögum.

     Sigurður Ingi?

Hvað gerist nú? Við vitum ekki hvað Sigurður Ingi er að hugsa en við vitum að sjálfur er hann búinn að taka endanlega pólitíska ákvörðun, um að þessir kostir verði að virkjunum.

Manstu gamla daga …

Þetta var um Þjórsá og hálendiskostina. Þegar svo kemur að Hólmsá og Hagavatni breytist hljóðið í Sigurði Inga. Í tillögudrögum frá formannahópnum svokallaða (formenn faghópanna plús formaður verkefnisstjórnar) voru þessir kostir settir í bið vegna þess að mikilvægar upplýsingar skorti, sem faghóparnir þyrftu að meta. En nú telur Sigurður Ingi ekki þörf á að taka mark á „fagmönnunum“ heldur er sjálfur búinn að ákveða að þetta eigi að virkja.

Holur hljómur? Já – ekki síst vegna þess að nýi umhverfisráðherrann ætlar samkvæmt yfirýsingum sínum ekki að virða þær leikreglur sem eru kjarni sjálfrar rammahugmyndarinnar – heldur er á leiðinni inn í gamla daga þegar ákvarðanir um virkjunarmál og náttúrugæði voru teknar í iðnaðarráðuneytinu og í skrifstofum stórfyrirtækja.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • kristinn geir st. briem

    þakka þettað með nefndarálitið fyrst þú varst að þessu gastu nú sett minnihlutaálitið með líka. nú þarf maður að lesa smáletrið í því.
    þú skrifar um nýja vekefnistjórn var hún skipuð með samráði allra flokka
    eða mun nýja ríkistjórninn stofna nýja verkefistjórn
    um hagavirkjun var ekki tekið sömu tökum og virkjanir á reykjanesi sem voru setar í virkjunarflokk og hólmsárvirkjanun komu umsagnir sem tindust.
    nú virðist landvernd ekki telja þettað faglega skoðun tala um að þettað hafi verið leinileg athvæðagreiðsla o.s.f.
    svo getur nýja ríkistjórninn tekið allar virkjanir í málamindar ferli og virkjað síðan þeir hafa haft góða kennara í seinustu ríkistjórn
    annars góð grein. óska þér velfarnaðar í nýju starfi. yfirleit varstu sjálfum þér samhvæmur kann að meta það

  • Ég sá að athugasemd barst frá Ásborgu Arnþórsdóttur Ferðamálafulltrúa uppsveita vegna Rammaáætlunnar,

    Hún fer fram á að Hagavatnsvirkjun verði tekinn úr biðflokki og sett í nýtingarflokk. Og þetta skrifaði hún í nafni embætti síns.

    Það hlýtur að skjóta skökku við að Ferðamálafulltrúi vilji eyðileggja ósnertar víðáttur Bláskógarbyggðar. Þetta er skammt frá Jarlshettum — eða „Earls peak“ sem Tom Crusie dásamaði í kynningarmynd um Oblivion og sagði einmitt: Þarna má sjá ósnortnar víðáttur eins langt og augað eygði.

    Þarna eru líka vinsælar gönguleiðir.

    Hvað hagsmuni hefur Ferðamálafulltrúi uppsveita að gæta?

  • kristinn geir st. briem

    asi: sé að asi heur mikkin áhuga á hagavatnsvirkjun einsog ég það væri gaman að vita meiri deili á manninum og hvaða hagsmuna hann hefur að gæta. geri ráðfirir að ég þurfi ekki að endurtaka það sem ég skrifaði á öðrum stað hjá merði fyrst asi hefur svo mikkin áhuga á hagavatni veit ekki til að við landeigendur hafi neinar tekjur af hagavatni eða nágreni það nægir ferðamálfulltrúanum að hafa gullfoss og geisir nú veit ég ekki hversu mikið virkjunin muni spilla útsíninnu en virkjunar menn seigast muni taka tilit til ferðafólks og síðan þegar virkjað verður mun koma þángað beinn og breiður vegur að hagavatni það sem mun auka aðgeingið að svæðinu má eflaust semja við virkjunarmenn hvernig sá vegur verði best lagður
    p.s.
    er landeigandi hagavatni

  • Kristinn–

    Ertu landeigandi að Hagavatni? Er þetta ekki almenningur? Afrétt?

    Útskýrðu það betur. Ertu bóndi eða…?

    Þú spyrð mig hvaða hagsmuni ég hafi að gæta? Hagsmunir mínir eru þeir að ég elska Ísland og ósnortnar víðáttu þess. Ég hef nokkrum sinnum gengið um þetta svæði og það er stófenglegt — eins og þú efalaust veist — en kýst að gleyma.

    Tónninn í spurningum þínum til mín og andsvari er sá að þú elskar peningana meira en fegurð lands þíns og ert til í að fórna þessu fallega svæði svo þú einn getir troðfyllt veski þitt af forgengilegu dóti.

    „… það nægir ferðamálafulltúra að hafa Gullfoss og Geysi…“ er þetta viðhorf þitt og hennar?

  • kristinn geir st. briem

    asi; 1sp. á hlut í dánarbúi stekkholts sem er hluti af úthlíðartorfu sem að ég best veit samhvæmt dómi hæðstaréttar. sp.2-3.. þettað er ekki afréttur heldur eignaland á stóran hluta af hagavatni sp,4. fynst það ekki koma málinu við hvort ég er bóndi eður ei enn er með sitt lítið að hverju sp.5 . veit ekki hvert viðhorf ferðamálafulltrúans er. en hafði gaman að vera í sama tón og asi, sem virðist enn vera feiminn . að elska land sitt það er greinilega að asi hefur ekki verið á svæðinu þegar hagavatn sendir sanpappírin yfir nágrenið þar sem þú seigist hafa geingið á þessu svæði þá veistu um sandvatn nágrenið fór ekki að gróa upp fyrr enn það var stíblað eins mun gerast með hagavatn svo það má deila um hvor þykkir vædna um landið því þú virðist vilja landið burt en þar sem þú virðist vera búin að gleima bisli mínum þá er að rifja upp að hagavatn er tilþess að gera nýt vatn það varð til þegar hagafelsjökull hopaði hið eiginlega hagavatn er austar og ofar
    um peningin er ég hrædur um að þú verður fyrir vonbrigðum með það það skiptir mig eingu máli ekki stór uppæð erum fyrst og fremst að reina að græða landið í kríng um vatnið veit ekki til að virkjun hindri menn í að ganga um landið ofar þú ættir kanski að elska landið meira enn útsínið minna

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur