Miðvikudagur 22.05.2013 - 10:00 - 10 ummæli

Fáum við kartöflu?

Sumir segja að í kosningunum í apríl hafi íslenska þjóðin í raun og veru ákveðið að setja skóinn út í glugga.

Og nú bíða menn eftir því að sjá hvað jólasveinninn ætlar að setja í skóinn.

Fáum við afnám verðtryggingar þannig að með betri hagstjórn sé í áföngum hægt að lækka verðbólguna og auka verðmætasköpun í samfélaginu enda sé gætt hófs í almennum kjarasamningum?

Fáum við lausn á skuldavanda heimilanna að minnsta kosti sumir að hluta til ef fjármagn fæst í málið með samningum við kröfuhafa á síðari hluta kjörtímabilsins?

Fáum við lægri skatta fyrst á útgerðamenn og fjármálafyrirtæki, svo á hátekjumenn og að lokum nokkur prósentubrot í almennum tekjuskatti enda dragi úr velferðarþjónustu og barnabörnin okkar borga seinna?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Já takk kartöflu í skóinn. En hún verður að vera ræktuð á íslandi.

  • Eru berin súr?

  • Ásdís Jónsdóttir

    Verra, við fáum örugglega kartöflumóðir!

  • Eða kolamola.

  • Jón Ingi

    Þessi jólasveinn gleymdi að koma við. Ekki arða í skónum.

  • Við fáum kartöflu í einhverri mynd. Kartaflan er í alfræðiritum sögð af Náttskuggaætt ! Hún starfar að mestu neðanjarðar eins og Náttskuggar mannheima. Grasið og aldinið eru í fallega grænum og sakleysislegum lit, eins og Framsóknarflokkurinn. En gæta ber að því að þau eru eitruð eins og allir grænlir hlutir plöntunar. Tóbakið er af samma stofni og er afskaplega ávanabindandi eitur..
    Sá í gærkvöldi rauðleitt andlit gamallar framsóknarkartöflu á flokkráðsfundi… Hrekkjóttur tökumaður RUV sýndi kartöflu sem átti helst ekki að sjást.
    .

  • Guðmundur Guðmundsson

    Framsókn skrifaði feita ávísun, stílaða á skuldsett heimili.
    Hún er á leiðinni í póstinum.
    Er þetta nokkuð gúmmítékki ?

  • Halldór Halldórsson

    Mörður er búinn að fá sína „kartöflu“! Hún var sett í skóinn hans af kjósendum, 27. apríl 2013!!

  • Sigurður

    Mörður, ef þú vilt einhvern tíman reyna að skillja hrun flokksins, þá verður þú að fara að hlusta á fólk utan flokksins.

    Þessi afneitun ykkar á eigin klúðri er alger.

  • Já það er ótrúlegt en ég held við séum bara bjartsýn – jafnvel vongóð. Við sem kusum Samfylkinguna síðast í þeirri von og trú að við loforðin yrði staðið, ættum náttúrlega aldrei nokkurn tímann að trúa stjórnmálamönnum framar. Úr því að Jóhanna gat reynst slíkur svikari við fólkið í landinu sem síðar kom í ljós – því í veröldinni getum við búist við öðru en að hér ráði landráðamenn og dusilfólk?

    Skrýtið en ég hef meiri von en ég hef haft undanfarin 3 ár og það er gott að hafa von.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur