Þriðjudagur 21.05.2013 - 09:46 - 11 ummæli

Skilyrði forsetans

Rétt hjá Agli Helgasyniyfirlýsing forsetans um stjórnarmyndunarumboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er óvenjuleg — að fyrirheitin um lausn á skuldavanda heimilanna og um slag við vogunarsjóðina hafi fært honum sigur í kosningunum og þessvegna hafi forsetinn valið hann til verka.

Það er ekki víst að Ólafur Ragnar sé í sjálfu sér að víkja svo mjög út af venju við stjórnarmyndun. Fyrri forsetar kunna einnig að hafa miðað við fyrirhuguð verkefni eða stefnumið í tilfæringum sínum við stjórnarmyndanir — sérstaklega þeir fyrstu. Og við síðustu stjórnarmyndun, 2009, talaði forsetinn líka talsvert mál um verkefni nýju stjórnarinnar.

Það sem hér er merkilegast er auðvitað það að forseti Íslands hefur með þessu hætti skilyrt umboðið sem hann veitir formanni Framsóknarflokksins  til að mynda stjórn.

Og nú eru Sigmundur Davíð og nýja stjórnin veskú bundin þessu skilyrði sem stjórnarmyndunin byggist á, að létta á skuldum heimilanna á kostnað vogunarsjóðanna. Annars hlýtur forsetinn fyrr eða síðar að kalla aftur umboðið, hefja aðra stjórnarmyndun eða rjúfa þing og boða til kosninga.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Haukur Kristinsson

    Allt þetta “talk” forsetans utan landsteinanna er komið útí tóma vitleysu. Kallinn er búinn að æfa „great sentences“ heima á Bessastöðum og lætur svo allt vaða. Með þessu veldur hann okkur miklu tjóni, ekki síst fullyrðingar hans varðandi Icesave.
    Það má vel vera að Gordon Brown sé skíthæll, en ekki vegna þess að hann setti hryðjuverkalögin á Landsbankann. Bretar urðu að taka fram fyrir hendur vina Ólafs, athafnaskáldanna, þjófanna sem stútuðu fjárhag Íslands og lifa nú flestir í vellystingum erlendis.

    En forsetinn veltir sér upp úr þjóðrembu og versnar ár frá ári. Menn eins og Quest eru farnir að spila með kallinn, haga spurningum þannig, að svörin verði sem fáránlegust. Þá er það ekki hlutverk forseta að tjá sig um þessi issue erlendis, heldur ráðherra, t.d. fjármálaráðherrans. Það er sem ég sæi forseta Þjóðverja, Joachim Gauck, tala á þsssum nótum við blaðamenn. Niemals.

    Óli er orðinn „embarrassment“ fyrir Ísland. Hann ætti aðeins að vera til heimabrúks, þann tíma sem hann situr enn á hækjum sínum á Bessastöðum.

  • Jónas Bjarnason

    Sæll Mörður og takk fyrir greinina, Já, forsetinn hefur breytt vinnuháttum og skoðar störf þingmanna og flokksodda. Loforð Framsóknar er býsna skýrt og það er spennandi að fylgjast með viðbrögðum forsetans. – Og það er annað. Það hafa nýlega verið þjóðaratkvæðagreiðslur og forsetinn man eftir niðurstöðum. Ef nú koma til hans lög um sjávarútveg og kvótakerfið, sem eru í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðsluna, þá finnst mér að hann eigi að neita að undirrita þau lög og láta fara fram þjóðaratkvæði um málið.

  • Forsetinn virðist líka hæla sér af verkum annarra um leið og hann kemst í „við erum best“ gírinn. „Alþjóðagjaldeyriassjóðurinn hefur lært meira af Íslandi en Ísland af honum“. Þarna er hann að tala um verk Steingríms J Sigfússonar, sem sveigði sjóðinn og fékk hann til að láta óáreitt að verja velferðarkerfið og þá sem lægst hafa launin.

  • Snæbjörn

    Ég vissi ekki að forsetinn hefði þingrofsvald?

    En það er svo margt sem ég veit ekki um forsetann.

  • Snæbjörn er ekki með það á hreinu að forsetinn hafi þingrofsvald. Mörður Árnason þekkir auðvitað stjórnarskrána út og inn en sér ekki ástæðu til að upplýsa manninn vegna þess að grein hans um „skilyrði forsetans“ missir þá marks og verður bragðlaus.
    Samkvæmt 24.gr. stjórnarskrárinnar getur forseti Íslands rofið þing en þar sem þingræði er á Íslandi er óljóst hvort forsetinn geti rofið þing gegn vilja forsætisráðherra með meirihluta þingsins á bak við sig. Því hefur túlkunin verið sú að í reynd fari forsætisráðherra með þingrofsvaldið.
    Sú yfirlýsing forsetans að hann hafi veitt Sigmundi Davíð umboðið vegna stefnu flokks hans í skuldamálum heimilanna er góð og gild ástæða og ekki verri en hver önnur. Um leið má geta sér þess til að forsetinn sé með þeim orðum að lýsa yfir andúð sinni á aðgerðarleysi fráfarandi ríkisstjórnar í þágu heimilanna og augljósrar þjónkunar við fjármálaöflin.

  • GSS — Einsog þú segir sjálfur er ,,óljóst“ hver fer með þingrofsvaldið. ,,Túlkunin“ hefur vissulega verið sú að forsætisráðherra einn geti rofið þing — en ,,túlkunin“ var líka sú á sínum tíma að málskotsrétturinn væri dauður bókstafur.

    Hitt er auðvitað að forseti, jafnvel Ólafur Ragnar Grímsson, léti varla reyna á þetta uppúr þurru. Vafastaða kæmi líklega fyrst upp ef forsætisráðherrann vildi rjúfa þing en forsetinn ekki.

    Meginpunkturinn í mínu skrifi er sosum ekki þessi vafi … heldur sá að ríkisstjórnin nýja er skuldbundin í báða fætur í þessu máli — líka gagnvart forsetanum. Ólafur Ragnar hefur með orðum sínum aukið enn pressuna á Sigmund Davíð.

    Intressant.

  • Óðinn Þórisson

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkisstjórnar borgarlegu flokkana:

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkissjtórnar að hún breyti rammaáætlun

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkisstórnar að hún hverfi frá skatta og atvinnustefnu vinstri – stjórnarinnar

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkisstjórnar að hún hætti núþegar aðlögunarviðræðum íslands við esb og þeim ekki haldið áfram á vilja þjóðiarnnnar

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkisstjórnar að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir

    Ég geri kröfu til nýrrrar ríkisstjórnar að komið verði til móts við skuldsedtt heimili

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkisstórnar að hún geri allt sem hún getur til að Helguvík fari í fullan gang – vinna er velferð

    Ég geri kröfu til nýrrar ríkisstjórnar að hún sitiji út kjörtímabiið og haldi vinstri – flokkunum frá völdum – þeir töðu 28 % og eiga að fara í langt frí.

    Án öflugs ativnnulífs verður ekki öflugt velfeðarkerfi

  • Það er ágætt hjá forseta okkar að gera hann ábyrgan orða sinna. Mættu fleir taka hann sér til fyrirmyndar og hér væri öðruvísi um að lítast hefði einhver krafist þess að fyrri ríkisstjórn stæði við sín loforð.

  • Forsetinn hefur breytt stjórnskipan lýðveldisins.

    Annað eins þekkist ekki í seinni tíma sögu vesturlanda.

    Þetta gerði hann þegar hann vísaði fjölmiðalögum í þjóðaratkvæði.

    Þingið lúffaði enda hentaði það vinstri mönnum að forsetinn stoppaði málið.

    Auðvitað átti þingið allt að rísa upp gegn þessari valdatöku og hóta að setja forsetann af.

    Nú situr þing og þjóð uppi með breytta stjórnskipan sem enginn hefur samþykkt.

    Algjörlega galið ástand og þinginu öllu til skammar.

  • kristinn geir st. briem

    það verða erfið mál framundan svo það er betra að hafa forsetan með sér heldur en á móti sér því held ég að þettað sé skinsamlegt hjá sigmundi fráfarandi stjórn kintist því að hafa hann á móti sér held að henni hafi ekki þótt það skemtilegt var það mörður
    ef ég skil þettað rétt þá gétur forsetinn ekki upp á sitt einsdæmi rofið þýng enn auðvitað getur hann neit stjórn til að víkja ef hann vill gera það

  • Mörður – 21.5 2013 @ 17:01 – Ef við tökum beina orðalagstúlkun, þá er unnt að rökstyðja að forsetinn fari með þingrofsvaldið.

    „Hitt er auðvitað að forseti, jafnvel Ólafur Ragnar Grímsson, léti varla reyna á þetta uppúr þurru. Vafastaða kæmi líklega fyrst upp ef forsætisráðherrann vildi rjúfa þing en forsetinn ekki.“

    Sem er einmitt hvers vegna, hann mun ekki grípa til slíks.

    Þannig, að þetta umtal að ÓRG hafi sett skilyrði, er eiginlega frekar hjákátlegt.

    En meðan 26. gr. er nægilega skýr, og ekki í reynd vafaatriði. Þá er stjórnarskráin ekki skýr þegar kemur að því, hvað gerist ef þingið og forsetinn er ekki sammála, um það atriði að rjúfa þing.

    Myndi þingið sitja í óþökk forseta jafnvel? Ekki áhættunnar virði, að skapa stjórnlagakrísu.

    „Meginpunkturinn í mínu skrifi er sosum ekki þessi vafi … heldur sá að ríkisstjórnin nýja er skuldbundin í báða fætur í þessu máli — líka gagnvart forsetanum. Ólafur Ragnar hefur með orðum sínum aukið enn pressuna á Sigmund Davíð.“

    Ég sé ekki að forsetinn í reynd hafi gert það, nema í ákaflega óbeinum skilningi. Á hinn bóginn – – hefur Framsókn og þar með SDG sett allt undir.

    Með loforði um skuldaleiðréttingu, þ.e. ef það ekki tekst er flokkurinn á leið í langa pólit. útlegð eftir nk. kosningar, en ef það tekst – getur hann hugsanlega haldið nýlega áunnu fylgi.

    Þannig séð, er það næg ástæða fyrir Framsókn, að leitast við að klára það mál þannig að kjósendur séu bærilega sáttir – – en vart hlakkar þingmönnum flokksins að taka á sig aðra útlegð.

    Svo í því felst öflug hvöt, að standa við loforðið stóra. Þannig, að ég á von á því, að ef Sjálfstæðismenn heykjast á að standa með forsætisráðherra ef á reynir, þá eigi SDG ekki annan valkost – – en að leita stuðning út fyrir stjórnina fyrir málinu.

    Þá til hvers sem vill það styðja. Gæti þá endað þannig, að Pírata eins og þeir reyndar buðu, styðji tímabundna minnihlutastjórn til að klára það mál, og síðan aðrar kosningar. Þá þarf reyndar stuðning VG einnig til.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur