Miðvikudagur 28.07.2010 - 19:22 - 27 ummæli

Verndum sjávarútveginn

Það þarf að vernda sjávarútveginn fyrir erlendu fjármagni, var haft eftir Jóni Bjarnasyni í kvöldfréttum Sjónvarps.

Kannski finnst Jóni að það ætti að vernda atvinnuvegina frá fjármagni yfirhöfuð?

En það er rétt – það þarf sannarlega að vernda sjávarútveginn fyrir erlendu fjármagni – sérstaklega erlendu lánsfjármagni.

Skuldar hann ekki hérumbil 600 milljarða?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Hrafn Arnarson

    Erlent fjármagn hefur alltaf verið í sjávarútvegi í formi lánsfjármagns. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja uxu mikið í kjölfar einkavæðingar bankanna. Þá opnuðust allar gáttir og peningum var ausið í kvótakaup. Nú gilda lög sem takmarka fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Það verður því miður að telja líklegt að eftirlit sé ekki sem vera skyldi. Sparnaður hér á landi nægir ekki til að standa undir fjárfrestingum og þessvegna hafa áratugum saman verið tekin erlend lán. Fjárfstingum fylgir vald og eðlilega hefur Jón áhyggjur af valdi. Sjávarútvegsfyrirtækin skulda mismikið og sumum verður ekki bjargað. vart þarf að undirstrika mikilvægi sjávarútvegs fyrir hagkerfið.Ef þessi mikilvæga grein kemst undir erlenda stjórn er um leið efnahagslegu sjálfstæði fórnað. Skuldug þjóð sem selur erlendum aðilum aðgang að auðlindum sínum er nýlenda.

  • Þráinn Guðbjörnsson

    Óviðeigandi margræðni hjá þingmanni?
    Er bloggið kannski bara vindhana púlsmælir?

  • Frá hverju ertu að reyna að beina athyglynni núna?

  • Hvernig er þetta með þig Mörður ? Er öll orkan hjá þér farin í það að hnýta í þá sem með þér sitja í ríkisstjórn ?

  • Adalsteinn

    Hvernig væri að þú stæðir við loforð þitt, FRJÁLSAR HANDFÆRAVEIÐAR.
    Hvernig væri að þjóðinn færi að fá góða uppskeru af fiskimiðum sínum.
    hafskip LÍÚ eru að fiska hér upp í fjöru, sama afla eða minni,
    heldur en SKARFAR eru að veiða fyrir Kínverska fiskimenn.
    Þetta er þjóðarskömm, er ekki mál að vakna. Bolfiskafli Íslendinga
    er ca. 300.000 tonn, HELMINGURINN af því sem þjóðinn ætti að
    fiska, bara í þorski. Það eru allir fiskistofnar við Ísland að gefa
    þjóðinni lítið brot af því sem eðlilegt er.
    Hvað á LÍÚ að fá að leika lengi lausum hala á fiskimiðunum ?

  • fridrik indridason

    sælir mörður
    vandamálið er að jón bjarnason virðist of heimskur til að valda embætti sínu. það er ekkert nýtt eins og þú veist að ráðherrar séu of heimskir til að ráða við störf sín. jón barna slær hinsvegar negluna úr tunnunni hvað þetta varðar. ef hann bara gæti skoðað lögin um eigarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum segir þar að bein og óbein eignaraðild erlendra aðila má vera 49%. það skiptir engu lagalega séð að jón bjarna tuði í fjölmiðlum að hlutfallið sé ….“tuttugu og eitthvað prósent“ eins og hann lét hafa eftir sér í ruv-fréttunum í kvöld.

  • Mörður!
    Ég spyr enn: Hvar í stjórnarsáttmálanum er talað um nýtingaréttarleið? Var ekki talað um fyrningarleið?

  • Sauradraugur

    Ágæt ábending hjá Merði Árnasyni. Skuldugur maður er ekki frjáls maður og lántakandi er alltaf með einhverjum hætti skuldbundinn lánardrottni. Skuldastaða sjávarútvegsins er ekki síst áhyggjuefni út frá þeim punkti.
    En svo er málið, hvort menn hafi velt því fyrir sér með hvaða hætti við gerum mest verðmæti úr sjávarfangi okkar. Það liggur fyrir að hæst verð fæst fyrir fiskinn með því að flytja hann ferskan, „óunninn“ eins og það er kallað, á markaði erlendis. Við skulum ganga út frá að ráðgjöf Hafró varðandi veiði úr einstökum stofnum sé það, sem óhætt er að veiða og sé til viðmiðunar. Hversu mikið hærra verð nettó (að frádregnum kostnaði við að sækja aflann í sjó) fengjum við með því að veiða þetta magn á dagróðrabáta og flytja fiskinn jafnóðum með flugi á markaði, miðað við að sækja sama magn með rándýrum frystitogurum og fá lægra verð fyrir sama magn. Málið er að viðskiptalönd okkar telja frystan fisk annars, eða jafnvel þriðja flokks vöru miðað við ferskan fisk. Og meðal annarra orða; má okkur ekki standa á sama hver veiðir fiskinn ef hann greiðir þjóðinni gjald fyrir veiðileyfið miðað við veitt magn? Ekki virðumst við sem þjóð hafa svo miklar tekjur í sameiginlega sjóði út úr LÍÚ-mafíunni.

  • Jón er bara að finna ástæðu sem hljómar vel í eyrum And-sinnaða aðildarsamningum við ESB.

    Það er vissulega áhyggjuefni að ráðherrar hafi fyrirfram myndaðar skoðanir á málum einsog ESB-aðild. Ef maður er á móti er maður á móti sama hvað.

    Maður ætlast ekki til að hann Jón skipti um skoðun en hann gætir ekki hagsmuna þjóðarinnar að koma með sínar prívat skoðanir hvenær sem hann opnar munninn. – Það er samt gott að hann hefur pirra kvótaeigundur með afar varfærnislegum aðgerðum. Vonandi veit það á eitthvað meira.

  • Ómar Kristjánsson

    Lög skipta ekki aðamáli hér heldur hvað vg mönnum ,,finnst“ að eigi að vera.

    Ef þeim finnst að þetta sé 25% – nú þá er það þannig.

    Í annan stað er þetta eitt af fyndnari setningum vikunnar og rúmlega það: ,,Verndum sjávarútveginn fyrir erlendu fjármagni“

  • Það er greinilegt að Samfylkingin vill selja miðin og allt draslið.

  • Eru það ekki þeir hinir sömu sem veðsett hafa sjávarútveginn og fiskinn í sjónum, erlendum bönkum – sem hæst gala um hættuna af inngöngu í ESB ?

  • Mr. Crane

    Það þarf að vernda Íslendinga fyrir Jóni Bjarnasyni.

    Það er algjört bull að erlendir aðilar megi ekki fjárfesta beint í íslenskum sjávarútvegi.

    Það virðist vera að VG vilji í raun skuldsetja íslenska skattgreiðendur þegar kemur að nýtingu auðlinda. Er ekki búið að ríkisvæða nógu mikið af skuldum?

    Það er ekkert annað en jákvætt að erlendir aðilar séu tilbúnir að leggja til áhættufjármagn til að fjárfesta í orkunýtingu hér. Þá hvílir ekki öll áhættan á íslenskum skattgreiðendum eins og er í tilviki Orkuveitunnar og Landsvirkjunar. Truflaða deildin í VG sér ofsjónum yfir því að hugsanlega muni einkaaðilar græða á nýtingu auðlinda á Íslandi. Það sem þeir virðast ekki sklja er að með því að gefa einkaaðilum tækifæri til að hagnast losnum við við áhættuna, það verða til störf og við græðum á öllu saman en erum laus við að skuldsetja íslenska skattgreiðendur. Eru VG orðnir skuldasjúklingar eða eru þeir bara svo hrokafullir að þeir haldi að þeir séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir um fjárfestingar?

    Það er ljóst að Sjálfstæðismenn, Samfylkingarmenn, Framsóknarmenn og Vinstri Grænir eru ekki hæfir til að taka þessar ákvarðanir. Þessir aðilar hafa allir tekið vondar ákvarðanir inn í Orkuveitu og Landsvirkjun sem hafa valdið því að bæði fyrirtæki eru gríðarlega skuldsett með ábyrgð skattgreiðenda.

    Er það það sem við viljum?

  • Það verður að koma í veg fyrir þetta sem allra fyrst, því annars fer verð á kvóta
    upp úr öllu, og engin innlend, skuldsett fyrirtæki ráða við það.
    Vonandi fylgir ríkistjórnin þessu fast eftir.
    Síðan ætti Jón leifa veiðar á makríl í net sem fyrst, það voru mikil mistök þegar
    hann gaf út reglugerð um bann við netaveiðum á makríl.

  • Ómar Kristjánsson

    Nei, Jón á að minnka makrílkvótann strax! Niður í svona 40-50.000 tonn í mesta lagi. Jú jú, mætti svo sem veiða þann kvóta í net.

    Þetta er hrikalega vanhugsað af ísl. að moka og moka makrílnum svona. Landið með enga veiðireynslu eða hlutfallslega hefð í heildarveiðikvóta – LÍÚ er að taka 1/5 heildarveiðikvótanns siona! Bara barbarískt.

  • Eru þið ekki saman í ríkisstjórn? Þetta er alveg mögnuð stjórnsýrsla að þingmaður noti bloggið til að skjóta á ráðherra í eiginn ríkisstjórn? Hvernig væri bara að lýsa yfir vantrausti á þennan ráðherra ef hann er svona skelvilegur?

  • Adalsteinn

    Ómar K, það ætti frekar að veiða meiri makríl, því þetta er eins og
    engisprettuplága, allt étið upp.

  • Einar Jónsson

    Ögmundur slær tóninn í dag og vill ríkisvæða orkufyrirtæki. Væntanlega þvingar hann og órólega deildin í VG ríkisstjórnina í fjárfestingu á HS Orku.

    Jón Bjarnason er einungis að ýja að rökréttu framhaldi þessarar hugmyndafræði, þ.e. að ríkisvæða sjávarútvegsfyrirtæki, enda nýta þau sameiginlega auðlind þjóðarinnar.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,…því þetta er eins og engisprettuplága, allt étið upp.“

    Heyrði einn sjallanillinginn (þingmann) segja á ruv í dag að makríllin væri eins og rottuplága. Spyrillinn á ruv, fannst það fyndið. Eins gott að svona fréttist ekki erlendis.

    Sjáðu til, við erum með stofn sem syndir um sæinn, margar lögsögur. Myndast hefur áralöng hefð þar sem ríki hafa komið sér saman um heildareiði úr stofninum, byggt á ráleggingum vísindamanna þar að lútandi. Svo fer umræddur fiskur skyndilega að ganga í auknum ´æli aðeins norðar en hann hefur gert (að því er virðist) Enginn veit hvað fiskinum gengur til með þessu eða hversu viðvarandi umrætt kann að vera.

    Hvað gerist? LÍÚ heimtar 1/5 af veiðistofninum! Hrifsar hann til sín. Mokar og mokar. Þetta er bara villimennska og kann eigi góðri lukku aðstýra. Svona frekja hefnir sín alltaf.

    Varðandi sjávarútvegsfyrirtæki og ríki – þá er ekkert langt síðan að sum voru í eigu opinberra aðila, að því er mig minnir. Ekkert mjög langt síðan.

    Þannig séð væri alveg rökrétt miðað við umræðuna að öll sjávarútvegsfyrirtæki ættu bara að vera í ríkiseigu.

    En varðandi fréttina er til umræðu er:

    http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4498067/2010/07/28/1

    Þetta er kostulegt uppá að horfa. Haha maðurinn eins og hafði ekki hugmynd um þennan möguleika! (veit samt ekki alveg hvort hann var þykjast ekki vita neitt)

  • Adalsteinn

    Mér finnst sanngjarnt að Íslendingar veiði 200.000 tonn af makríl,
    því það eru 6 til 700.000 tonn eða jafnvel meira af þessum fiski í okkar
    lögsögu. Þessi fiskur er farin að hryggna hér, hann dvelur hér meira
    en helminginn af árinu. Íslendingar fóðra þennan fisk í 6 til 8 mánuði.
    Ættum jafnvel að veiða meira.

  • Útlendingar eru löngu komnir inn á gafl í íslenskum sjávarútvegi. Það bendir Mörður réttilega á varðandi skuldsetninguna sem er um fjórum sinnum eignir útgerðarinnar í fiskiskipum. En hvernig gat það orðið? Eru lánveitendur svona vitlausir? Nei, það liggur í ákvæðum laga nr 75 frá 1997 þ.e. lög um samningsveð sem heimila útgerðarmönnum ótakmarkaða veðsetningu á óveiddum afla. Þetta er hið svokallaða „lata fé“ sem hefur verið undirrót ills í íslensku samfélagi og er tekið að láni út á sameignina, fiskinn í sjónum.

  • Ómar Kristjánsson

    Aðalsteinn, eg veit ekki. Þessi umræða núna um ,,hva helv. makríllinn éti mikið“ og/eða að hann „komi hér sem plága og ryksugi miðin“ etc etc.

    Sko, á eg að segja þér á hvað þetta minnir?

    Ok. þetta minnir á þjóðir sem eru að fara í stríð og þá er löng hefð eða svona stategía að ,,demónísera óvininn“. Svona mála hann upp sem slæman í alla staði og ógna hagsmunum o.s.frv.

    Why? Jú til að réttlæta óréttlætanlegar gjörðir. Sefa samviskuna.

    Svona tal er bara farið að minna á það. Auðvitað etur makríll eitt og annað eins og önnur dýr. Nema hvað.

    Eg segi fyrir minn hatt, að eg orðinn dáldið þreyttur á einhverri fíflaumræðu í öllum málum er upp koma á íslandi. Frekar þreyttur.

  • Setja allar veiðiheimildir á leigumarkað. Þá þarf útgerðin ekki eins mikið fjármagn. Stjórnarflokkarnir verða að standa við „fyrningarleiðina“.

  • Adalsteinn

    Hvernig væri að losna út úr þessu rugli, Bjóða Norðmönnum
    Ísland + skuldir, og við losnum við skuldirnar af bakinu og gerumst Norðmenn. Einfalt og þægilegt, þá geta allir farið út í smábáta útgerð.
    Það er gott að vera Norðmaður í dag.

  • Af hverju ekki banna alla erlenda fjárfestingu og allar erlendar lántökur? Nota bara Íslensku Krónuna okkar.

  • ENGINN þörf er á erlendu fjármagni NEMA VIÐ NÝSM’IÐI.
    Bankarnir eiga sand af peningum til þeirra, sem klára sig eðlilega.

    MAKRÍLL veiðist núna á miklu fleiri svæðum en nokkru sinni. Þess vegna
    er e k k i ljóst hvað stofninn er stór.
    Mjög góður matfiskur. Þess vegna v e r ð u r að stjórna veiðunum með
    það að markmiði, að nær allur aflinn fari til manneldis.
    Íslendingar eiga að sýna fordæmi um góða nýtingu.

    Merkilegt að núna veiðist makríll víða fyrir Norðurlandi. Ég hefi beðið menn að skoða magainnihald og merklegt nok er maginn að mestu tómur. t

  • Erlendur Fjármagnsson

    600 milljarða skuld útvegsins er það sem Alþingi leyfði gjafakvótaeigendum að leysa til sín með því að selja og leigja öðum fiskinn í sjónum og flytja andvirðið í skattaskjól.
    Vanhæft þing.
    Vanhæfir kjósendur.

    Íslendingar gáfaðastir þjóða. (ÓRG)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur