Þriðjudagur 10.08.2010 - 09:13 - 7 ummæli

49,9% Einar

Einar K. Guðfinnsson sagðist í gær vera steinhissa á umræðunni um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Hann væri algerlega á móti erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi.

Hefur ekki Einar K. setið á þingi á nokkur ár? Og meira að segja verið sjávarútvegsráðherra?

Góður félagi sendi mér þessa tilvitnun í flokksbróður Einars og fyrirrennara – umræða á alþingi október árið 2000, Árni M. Mathiesen þáverandi sjávarútvegsráðherra gjöriði svo vel:

Ég hef hins vegar talið ástæðu til að fjalla um þetta mál [erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi] í fjölmiðlum að undanförnu og reyndar verið að gera athugun á því síðustu vikurnar, jafnvel síðustu mánuðina að segja má, og sú athugun hefur leitt í ljós að óbeint geta erlendir aðilar átt allt að 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki sem stundar bæði útgerð og frumvinnslu. Þetta er mjög í takt við það sem er í þeim löndum þar sem við höfum verið að fjárfesta, t.d. Chile og Mexíkó þar sem þessi mörk eru líka 49,9%.

Þetta var sumsé reyndin árið 2000. Svaf þá Einar K., alþingismaður samfellt frá 1991? Og þeir allir hinir sem nú eru yfir sig hissa?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þvílíkt torf sem rann upp úr Árna Matt, í þingræðunni.

    Um Einar K. Guðfinnsson þarf ekkert að ræða frekar, hann hefur algjörlega séð um sig sjálfur.

  • Hrafn Arnarson

    Úr því að Árni vissi þetta árið 2000 hafa allir stjórnmálamenn og svonefndir hagsmunaaðilar átt að vita þetta. Átti þetta að vera vel geymt leyndarmál eða hluti af(sjálfs)blekkingarleik?Helstu rök andstæðinga ESB er að útlendingar megi ekki eignast hluti í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Nú kemur í ljós að það sem þeir segjast óttast mest er veruleiki. Jón Bjarnason telur að lögin feli í sér 20-25 % hlutdeild fyrir útlendinga en virðist ókunnugt um ástandið í greininni og hefur auk þess ekki(!!) heimild til að komast að því sjálfur. Björn Valur telur þetta enn eitt dæmið um lélega stjórnsýslu hrunflokksins. en nú sé verið að taka málin fastari tökum. Eru nú stjórnmálin hætt að líkjast farsa og orðinn farsi?

  • Ómar Kristjánsson

    Sko, það þarf ekkert lengi að gúggla til að finna út – að þetta var hugsunin á bak við lögin og að því er virðist skilningur bara allra. Þ.e. að eignarhald útlendinga mætti vera tæp 50% – óbeint.

    Það er hgt að útskýra í stuttu máli svona: Útlendingum er heimilt að eiga 49,5% í eignarhaldsfélagi sem á 100% í öðru eignarhaldsfélagi sem aftur á 100% hlut í útgerðarfélagi.

    Þeta Storm dæmi er svona, sýnist mér. Eg get ekki séð annað. Ekki nýtt alveg heimildirnar til eignarhalds að vísu – en svona sem sagt: Það er A og B á það og svo C&D etc. = Óbein eignaraðild tæknilega. Það er eins og menn hafi hugsað laga og regluverk svona.

    Þ.a.l. virðist Herra Matt. alveg hafa skilið þetta.

  • Björgvin Valur

    49,5% hlutur í félagi er oftast ráðandi hlutur. Ef 50,5% sem eftir stenda er á höndum nokkurra hluthafa, er alveg ljóst að sá sem á 49,5% einn, ræður því sem hann vill ráða.

  • Sæll! Er þetta ekki bara sama sagan og með gengistryggðu lánin? 2001 þegar sett voru lög sem fjölluðu um þessi mál, var hávær umræða um málið. Samtök fjármálastofnana mótmæltu að gengistryggð lán væru óleyfileg skv. lögunum. Þrátt fyrir endurnýjun á þingi sitja nokkrir þar, sem voru þingmenn 2001. M.a. Jóhanna og Steingrím, að ógleymdum fjármálaséníinu Pétri Blöndal. Nú koma öll þessi af fjöllum!

    En líklega er öll sú umræða yfirklór spilltra stjórnmála- og embættismanna, sem vissu hið sanna um málið allan tímann frá 2001. Eða máttu vita hið sanna!
    Þau eru sjálfsagt mörg hin velgeymdu leyndarmálin!

  • Ómar Kristjánsson

    Mér finnst þetta ekki líkt gengistryggingamálinu. Þetta mál lyktar af pjúra lyðskrumi. Nú er inn að segja OMG ef aðila af erlendu bergi ber ágóma.

    Hinsvegar í gengisbindingarmálinu held eg frekar að sumir þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir samþykktu í því tilfelli eða að þeir hafi nokkuð áttað sig á eða spekúlerað í að þeir væru að banna það að erlend lán væru innpökkuð í ísl. krónur við lánveitingu. Þetta var bara ekki stórt mál á þessum tíma. Menn voru miklu frekar varðandi lögin að spekúlera í verðtryggingu og þess háttar.

    Það að pakka erlendu lánunum inní krónuform á pappírnum við lánveitingu er bara tæknileg útfærsla. Aðalmálið ætti að vera: Var um erlend fjármagn að ræða? Svarið þar hlýtur að vera já. Nema að ísl. fjármálastofnanirnar hafi ekkert fjármagnað sig erlendis og ekkert skuldað fleiri fleiri þúsun ef ekki á annan tug þúsunda milljarða erlendis!

  • Margrétj

    Jóhanna Sig hlýtur að vera „agndofa“ yfir þessu.
    Kannski að Einar og fleiri hafi hreinlega smitast af þessum heiftarlega „agndofa“ sem einkennir allar uppákomur, sem koma ríkisstjórninni illa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur