Föstudagur 16.07.2010 - 07:09 - 5 ummæli

Orð dagsins

Ég hef aldrei kunnað að meta Þóri Stephensen – enda geng ég með minn væna skammt af allskonar fordómum, pólitískum og persónulegum – og hef svosem aldrei kynnst Þóri nema gegnum fjölmiða

en þegar svona texti blasir við í dagblaðinu með morgunmatnum verður maður að fara að taka til í fordómasafninu:

Ég á ekki sannleikann en mig langar til að sannleikurinn eigi mig.

Þetta er í merkilegri grein eftir Þóri í Fréttablaðinu, um Evrópumálin,  Sjálfstæðisflokkinn, íhaldsstefnu í stjórnmálum og alræðisleg vinnubrögð. Framhaldið er á þennan veg:

Ég er tortrygginn gagnvart þeim sem ekki þurfa að leita sannleikans, búa hann jafnvel til handa sjálfum sér og virða ekki sannleiksþrá annarra manna.

Í greininni lýsir Þórir Stephensen sjálfstæðismaður fyrr og síðar sovéskum starfsstíl valdamanna í flokki sínum þegar kemur að Evrópumálunum, þar sem niðurstaðan er fengin fyrirfram og önnur viðhorf koma ekki til greina. Þetta er afar fróðlegt á vettvangi dagsins. Lýsingin passar því miður líka við aðra flokka og önnur mál en Sjálfstæðisflokkinn og Evrópumálin. Hvað til dæmis um Magma og VG? Jájá, og Samfylkingin er ekki undanskilin, einsog vonandi verður ljóst í vinnunni kringum umbótanefndina sem einmitt þessa dagana er rekin af ánægjulegum þrótti og miklum hug (hlýtur að vera).

Kannski ættu allar ræður á flokksfundum næstu árin á Íslandi að hefjast með þessum orðum Þóris Stephensens um sannleikann. Því að hann kann einsog áður segir að gera yður frjálsa.

Og ekki vildi ég vera formaður í Sjálfstæðisflokknum eftir þennan vitnisburð frá gamla dómkirkjuprestinum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Sýnist nú frekar að niðurstaðan sé fengin fyrirfram hjá Samfylkingunni með Magma og í þágu þess fyrirtækis sé Samfylkingin bæði tilbúin til þess að fórna almannahagsmunum, sprengja ríkistjórnina og finna fyrirfram lagahyggjuréttlætingu(eitt af þessum atriðum sem fordæmt var í Skýrslunni).

    Svo stígið þið á stokk, talið um Sjálfstæðisflokkinn og hvað hann sé vondur en þið ætlið samt EKKERT að gera heldur einfaldlega að afhenda skúffufyrirtækniu Magma Sweden sem er miðað við að glugga í lög um erlenda fjárfestingu, að fara ekki bara á svig við lögin heldur einnig er verið að brjóta þau. Með aðgerðarleysi ykkar og hvernig þið dansið í kringum Magma þá sýnið þið að þið eruð ekkert betri en Sjálfstæðisflokkurinn, jafnvel verri þar sem sá flokkur reynri ekki einu sinni að fela eðli sitt.

    Og já, til hvers að hafa þennan EES-samning og hafa innri markað ESB ef hver sem er getur valsað inn á svæðið með aðstoð Samfylkingarinar, í gegnum skúffufyrirtæki? Er þá ekki tilgangur hins innri markaðar horfinn fyrst vafasamar Gordon Gekkoar geta farið svona á sveig?

    Farið svo að læra af Hruninu og Skýrslunni í stað þess að hlaupast undan ábyrgð.

  • Þú talar um Magma og VG í samhengi við tilbúinn sannleik eða hunsun á sannleikanum. En ég legg til að þú farir eftir eigin prédikun því samfylkingin hefur líka gert sig seka um að leiða sannleikan hjá sér í þessu máli.
    Það komu lögfræðiálit á báða bóga en fulltrúi samfylkingarinnar í nefndinni virðist hafa lært það af sjálfstæðisflokknum að nefna ekki slíkar staðreyndir og talar bara um lögfræðiálitin sem eru málstað samfylkingar, sjálfstæðisflokks og framsóknar þóknanleg.

  • og þar með fór umræðan um Evrópumálin í súginn einu sinni enn.

  • Gagarýnir

    Þetta er gamalt. Liggja undir feldi og finna sannleikann. Í Sturlungu er varað við þessu eðli landans. Nýkristið land sem vill finna málamiðlanir en ekki átök.
    Lesa þessa bók í sumarfríinu, frekar en eitthvað krimmadrasl. Hún er ekki erfið.

  • ÍS lendingurinn

    Sæll Mörður

    Fann þig ekki þjóðskránni, það þýðir væntanlega að þú sért ekki til.

    Hvaðan koma spákonurnar sem búa til stjórnarsáttmálann sem inniheldur öll mál sem hugsanlega geta komið upp á borðið í fjögurra ára valdatíð, samkvæmt þinni rökfræði má ekki bregðast við málum nema að þau séu í stjórnarsáttmála sem gildir þá væntanlega í fjögur ár, en þar sem þú ert ekki til þá er víst best að ég hætti að sinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur