Eitt af því sem maður hefur átt síst von á, er að komast á stað sem sagan segir að tengist upphafi mannkynssögunnar og margar frásagnir eru af fyrir utan Biblíuna, m.a. hjá hinum fornu Súmerum, Babýloníumönnum, Alssýringum og í Gilgameshkviðum Mesópótamíumanna. Fornminjum sem tengjast sögum um mesta hamfaraflóð veraldasögunnar og sem er sennilega afleiðing af gríðarmiklum eldsumbrotum í iðrum jarðar, a.m.k. eins og við skiljum vandamálin best í dag tengt slíkum hamförum, mikilli gosmengun og hlýnunar jarðar. Syndaflóðið mikla eins og það var reyndar nefnt í gamla testamentinu, vegna reiði Guðs yfir vonsku mannanna og sem eyða vildi mannkyninu sem hann hafði áður skapað. Ekki þó alveg öllum til að geta gefið okkur annan séns og að við gætum þá byggt upp betri samfélög manna og dýra. Nói og fjölskylda voru þá þeir útvöldu og sem fengu forskot með skilaboðum frá sérstökum að byggja Örk sem og fyrir öll dýrapör jarðar.
Steingerðar kjölminjar á stærð við fótboltavöll að mati fræðimanna, er stutt frá rótum Ararats og þar sem sagan segir að Örkin hafi strandað eftir flóðin og sem við í íslenska gönguhópnum Fjöll og firnindi heimsóttum eftir göngu á topp Ararats í lok júlí síðastliðnum. Friðhelgur staður sem þó ekki mátti ganga inn á og þar sem tyrknesk yfirvöld reka nú vísinda- og menningarsetur tileinkað atburðunum. Sannarlega með merkustu fornminjum heims ef sannar reyndust, en sem eru samt of ótrúlegar til að reynast sannleikanum samkvæmt að mati okkar flestra.
Sennilega skiptir heldur ekki mestu máli, hvaða hamfarasaga er sönnust í þessum efnum og sem reyndar á oft við um mannkynssöguna alla. Mestu máli skiptir er að fá að upplifa tugþúsundára gamla góða sögu, með þeim sem áþreifanlegri eru og sem eru aðeins nokkra þúsund ára gamlar og þar sem sannanir lágu víða um undir fótum okkar í Agrihéraðinu og nærliggjandi sveitum. Túlkun okkar af sögunni og nútíðin skiptir enda flest okkar mestu máli í dag. Fyrir okkar agnarlitlu framtíð og sem við í gönguhópnum voru, komumst a.m.k. óhjákvæmilega hjá að spá aðeins í. Misjafnlega fyrir okkur öll, eftir því hvar við búum í dag og hvar mestu hörmungarnar geysa.
Ferðin okkar var hugsuð sem skemmtiferð fyrst og fremst. Í nálægð við sögusvið og menningu sem daglega er í heimsfréttunum. Mannkynið allt er svo ótrúlega líkt, innst inn við beinin, þótt aðstæður á hverjum tíma geti verið gjörólíkar. Aðstæður sem móta okkur á alla lund hverja stund og sem gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum. Og ekki væri gott að segja hverjir væru hinir útvöldu í Örkina hans Nóa í dag ef sagan endurtæki sig nú á sögustund.