Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 25.10 2011 - 13:50

Friður & trúverðugleiki

Stjórn Bankasýslunnar sem af sér sagði þarf að tala skýrt og segja okkur um hvaða utanaðkomandi afskipti var að ræða. Var það gagnrýni alþingismannanna Helga Hjörvars og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur? Eða eitthvað annað ósagt – einsog helst má skilja af þögn stjórnarmannanna fyrrverandi? Mega alþingismenn ekki lengur segja það sem þeir meina? Þessi utanaðkomandi afskipti segir […]

Miðvikudagur 19.10 2011 - 13:10

Lausnir fyrir lánsveðshópinn

Þau Eva Baldursdóttir og Sverrir Bollason hafa sett í skýrt kastljós vanda sem lengi hefur kallað á lausnir – skuldastöðu lánsveðshópsins sem lendir milli skips og bryggju í kerfi ráðstafana eftir hrun. Þetta gerðu þau með hófstilltri en rökfastri grein í Fréttablaðinu á laugardaginn (hér, bls. 25) og aftur á fundi í Sjóminjasafninu í gærkvöldi. […]

Mánudagur 17.10 2011 - 17:11

Lækka skatta, auka útgjöld

Sniðugt hjá Sigmundi Davíð að kalla nýja stefnu hjá Framsóknarflokknum Plan B. Samkvæmt viðtali við Moggann er plan bé einfalt. Hætta við umbætur í sjávarútvegi og losa heimilin við skuldir. Hætta niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni – og lækka skatta. Eitthvað kunnuglegt við þetta samt. … Fjórtán þúsund störf. Selja alla bankana. 100 prósent lán. Fimm […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 13:59

Palestína í Evrópuráðinu

Tíðindi í Strassborg: Evrópuráðsþingið samþykkti með 110 atkvæðum gegn 5 að taka upp ,,lýðræðissamstarf‘‘ við Palestínuþingið. Þjóðarráð Palestínu er annað arabaþingið sem fær þessa aðstoðaraðild að ráðinu, Marokkómenn voru fyrstir núna í vor, og næstir kynnu að verða Túnisar eða Egyptar. Samþykktin nú hefur verið undirbúin lengi með yfirlýsingum og samningum og rannsóknarferðum og skýrslum […]

Laugardagur 01.10 2011 - 10:48

Twist and shout

Sá í netfréttum að Dorrit er farin að mótmæla á Austurvelli. Minnti mig á þegar Lennon bað salinn að slá með sér taktinn: And the rest of you, please rattle your jewelry.

Föstudagur 16.09 2011 - 10:00

Þú getur þetta, Vigdís!

Sýndar-Ási – einsog sigurvissir stuðningsmenn kalla hann – er maður dagsins í bikarkeppninni æsilegu á þingi og gerir nú raunverulegt tilkall til fyrsta sætisins í keppninni. Gunnar Bragi Sveinsson sem enn heldur toppsætinu átti hinsvegar slakan dag í gær og má nú reyna að kalt er á hefðartindi. Gunnar Bragi hefur raunar lagt fram kvörtun […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 07:57

Loksins, loksins, Ásmundur Einar!

Ásmundur Einar Daðason hefur fundið fjölina sína! Þingmaðurinn hefur lítið sést í þingsal á kjörtímabilinu og verið hálfvegis utangátta eftir að hann yfirgaf kjósendur sína og gekk í Framsóknarflokkinn – en eftir rólega byrjun er hann nú orðinn einn efstu manna í keppninni um sýndarbikarinn og náði í gær sjálfum Pétri Blöndal að stigum. Stuðningsmenn Sýndar-Ása […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 11:02

Reykjavík ráði sjálf

Ég held að það sé ekki til neinn endanlegur stórisannleikur um það hvað borgarfulltrúar í Reykjavík eiga að vera margir. Sjálfsagt mál að alþingi tryggi með lögum að þeir séu nógu margir til að lýðræðið virki í hreppsnefndarkosningum hjá okkur í höfuðborginni – en umfram það er þetta mál best komið í höndum okkar borgarbúa […]

Þriðjudagur 13.09 2011 - 19:03

Ólöf sýndarhástökkvari dagsins!

Hástökkvarinn í sýndarbikarkeppninni þessa stundina er Ólöf Nordal! Frammistaða Ólafar kemur mörgum á óvart en Ólöf er fylgin sér í reynd og sýnd og hefur staðið sig með eindæmum í andsvörum við félaga sína undanfarinn sólarhring. Enn hefur Gunnar Bragi Sveinsson þó undirtökin og hefur í raun treyst forustu sína þar sem framganga Péturs Blöndals […]

Mánudagur 12.09 2011 - 20:15

Fær Gunnar Bragi sýndarbikarinn?

Keppnin um sýndarbikarinn ­er ótrúlega spennandi, og hafa orðið miklar sviptingar meðal alþingismanna í stjórnarandstöðu í dag. Forustan hefur þó allan daginn haldist í höndum Gunnars Braga Sveinssonar þingflokksformanns Framsóknar, sem er tveimur stigum ofar en næsti keppandi og hefur staðið sig vel í dag. Sýndarbikarinn verður sem kunnugt er veittur þeim alþingismanni úr stjórnarandstöðu […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur