Einmitt núna – nokkrum dögum fyrir kosningar – í mesta hallæri síðari tíma – eru komnir tímar töfraformúlunnar í íslenskri pólitík. Og sumir fá pening til að eyða … Framsóknarflokkurinn reið auðvitað á vaðið – sjálfur galdrakarlaflokkurinn – með tuttugu prósentin sín. Nú er búið að setja þau upp í myndasögu sem er svo flókin að […]
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir sigri í stjórnarskrármálinu. Sá sigur fékkst ekki fram með afli atkvæða – því eftir sem áður er öflugur meirihluti á alþingi að baki tillögunum um stjórnarskrárbreytingar. Sigurinn varð heldur ekki þannig til að almenningur snerist á sveif með minnihluta á þingi og kæmi þannig vitinu fyrir meirhlutann – einsog […]
Kjartan Gunnarsson er ekki hættur í pólitík – og auðvitað er spennandi að fylgjast með honum særa fram andstæðinga sína (og Davíðs?) innan FLokksins út af styrkjamálunum. Athyglisvert er hinsvegar þetta: Kjartan segist í viðtali við fréttastofu Útvarps vera í aðstöðu til að kynna sér hvernig Landsbankastyrkinn bar að. Hann viti nú hverjir komu að […]
Undanfarið hafa menn litast um vondaufir eftir nýjum uppsrettum fjár í lánsfjár- og gjaldeyriskreppunni: Stóriðja? Hvalveiðar? Skaðabætur frá hinum hræðilegu Bretum? Loksins er málið leyst! Sjálfstæðisflokkurnn bara endurgreiðir styrkina frá gjaldþrota útrásarvíkingum, Baugum og Bjöggum. 30 milljónir í gærkvöldi, 25 milljónir í dag — og bráðum fer landið að rísa. Við þurfum ekkert að renna öfundaraugum til hins […]
Já, það er satt hjá Birgi Ármannssyni. Ég er sekur. Hinn 16. nóvember árið 2004 söng ég „Hani, krummi, hundur, svín“ í ræðustól alþingis. Birgir opinberaði þetta óttalega leyndarmál í umræðu á þinginu í dag um fundarstjórn forseta. Forseta kom það kannski ekki mikið við, en þar með upplýstist að fleiri þingmenn en Árni Johnsen […]
Álit annars minnihluta menntamálanefndar í þingmáli 406 hefur ekki hlotið verðskuldaða athygli. Þar mæla Einar K. Guðfinnsson og Ragnheiður Ríkarðsdóttir móti því að fleiri fái nú starfslaun úr sjóðum fyrir listamannalaun, og telja slíka ráðstöfun óskiljanlega í ljósi kreppu og fjárlagahalla. Þó er aðeins um að ræða svolitla leiðréttingu við heildarúthlutun sem hefur verið eins síðan hún var […]
Það er undarlegt að fylgjast með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í villtasta málþófi Íslandssögunnar. Það felst í því að þæfa allt önnur mál en þeir eru raunverulega á móti, og finna ótrúlegustu umræðuefni og athugasemdir út af frumvörpum og tillögum sem þeir eru í raun og veru sammála. Hlýtur til dæmis að vera nokkuð furðulegt fyrir kvikmyndafólk […]
Jamm. Ég fór í þetta prófkjör með mín málefni, mínar aðferðir og minn stíl og þótt niðurstaðan hafi ekki verið eftir væntingum verður eftirleikurinn að vera í samræmi við þetta: Á mínum forsendum eða enginn. My Way. Jóhanna vann góðan sigur í Reykjavíkurprófkjörinu og það er sjálfsagt að óska henni og öðrum sem vel gekk […]
Það var merkileg stund í gær þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bað Breiðavíkurdrengina afsökunar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og almennings á meðferðinni sem þeir fengu á sínum tíma. Einfalt, beint frá hjartanu, einmitt það sem þurfti að segja. Hún lét svo ekki sitja við afsökunarbeiðnina eina heldur viðurkenndi að slík ummæli væri lítils virði ef þeim […]
Yðar einlægur var feimnislega upp með sér í gærkvöldi, rétt einsog barn eftir óvænt hrós. Ég fékk nefnilega allt í einu að vera framsögumaður menntamálanefndar og skilaði af mér nefndaráliti um þingsályktunartillöguna um íslenska málstefnu – sem er í fyrsta sinn sem Íslendingar samþykkja formlega að tala íslensku á Íslandi. Það verður gert í atkvæðagreiðslu seinna […]