Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 25.01 2018 - 10:54

Auðlind á silfurfati

Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknarstofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næsta og næstu fiskveiðiár líkt og fyrir það síðasta, enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár með lakari þorskstofn að meðaltali en nú mælist, farið úr 130 þúsund tonnum í […]

Mánudagur 25.09 2017 - 12:40

Góðærið til allra

Ástæðan fyrir stjórnarslitunum var ekki fjárlagafrumvarpið og forgangsröðun í tekjuöflun og útgjöldum ríkisins. Ástæðan var ekki svik á kosningaloforðunum. Ekki fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar um samdrátt í sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu, ekki bág kjör þeirra sem verst standa, ekki skólarnir og ekki húsnæðisvandinn og þá ekki slæmir vegir, fjársvelt lögregla eða krafan sem ekki hefur verið svarað um […]

Föstudagur 01.09 2017 - 08:43

Börn og jöfnuður

Það er þjóðarskömm að þúsundir barna á Íslandi geti ekki tekið þátt í félagsstörfum og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Börn í þessari stöðu tengjast oft ekki jafnöldrum sínum og skólafélögum félagslega, verða út undan og eru vansæl. Og tónlistarnám á Íslandi er nánast einungis […]

Miðvikudagur 05.07 2017 - 12:17

Barnabætur eða fátækrastyrkur

Barnabætur hér á landi eru nú nánast eins og styrkur til fátækra og mjög ólíkar barnabótum hinna Norðurlandanna. Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar, samkvæmt nýrri fjármálaáætlun, er að barnabætur verði eingöngu stuðningur við tekjulægstu fjölskyldurnar. Farið er eftir tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um endurskoðun barnabótakerfisins. Sjóðurinn ráðleggur ríkisstjórninni að einfalda kerfið og beina greiðslum til lágtekjuheimila með hærra skerðingarhlutfalli miðað […]

Sunnudagur 25.06 2017 - 10:25

Heilsa Suðurnesjamanna

Á Suðurnesjum búa um 24 þúsund manns. Auk þeirra búa á Ásbrú, þar sem áður voru vistaverur hersins, margir einstaklingar með lögheimili í öðrum landshlutum og ferðamönnum á svæðinu fjölgar jafnt og þétt. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 6,6% milli ára og allt þetta fólk þarf á opinberri þjónustu að halda, s.s. heilbrigðisþjónustu, menntun og […]

Þriðjudagur 16.05 2017 - 21:04

Yfirtaka á Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Hugmyndir menntamálaráðherra um breytingar á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla finnast mér fráleitar hvort sem litið er út frá faglegum sjónarmiðum eða rekstrarlegum. Menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson sagði í þættinum Víglínunni á Stöð2 laugardaginn 13. maí að þeir sem gagnrýna þá fyrirætlan hans að láta hagsmunaaðila í atvinnulífinu yfirtaka rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla þurfi að svara […]

Sunnudagur 07.05 2017 - 17:14

Skjól fyrir einkarekstur

Nú hefur komið í ljós að landlæknir og heilbrigðisráðherra eru ekki sammála um túlkun laga um sjúkratryggingar. Þetta kemur skýrt fram með yfirlýsingu frá landlækni frá 19. apríl sl. og birt er á heimasíðu embættisins. Heilbrigðisráðherra virðist telja að einkareknar heilbrigðisstofnanir þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða heilbrigðisþjónustu eða sjúkrahúsþjónustu, heldur nægi […]

Miðvikudagur 05.04 2017 - 14:16

Svikin kosningaloforð

Ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnar Bjarna Benenediktssonar er svik við kjósendur og almenning í landinu. Hún er svik við ungt fólk jafnt sem aldraða. Áætlunin er í engu samræmi við kosningaloforð. Viðreisn og Björt framtíð sem vildu mála sig upp þegar að þeim fannst við eiga sem jafnaðarmenn í kosningabaráttunni, hafa fallist á allar áherslur Sjálfstæðismanna. Hvar er […]

Föstudagur 31.03 2017 - 08:17

Einkavæðing bankanna

Það eru stór orð að segja að þjóðin hafi verið blekkt þegar Búnaðarbankinn var seldur. Einkavæðing bankanna og vöxtur þeirra í kjölfarið var rót hrunsins og við erum enn að glíma við slæmar afleiðingar þess. Margir hafa getið sér til um einmitt það að um blekkingar hafi verið að ræða en ekki sannreynt fyrr en […]

Miðvikudagur 08.03 2017 - 16:53

Baráttukveðjur til kvenna

Hugmyndina að sérstökum baráttudegi kvenna átti Clara Zetkin, þýsk kvenréttindakona og sósíalisti, sem bar hana fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910. Þess vegna er 8. mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Barátta kvenna fyrir réttindum kvenna og jafnrétti er þó nokkuð eldri. Svokallaðar Suffragettur var býsna herská kvennahreyfing sem […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur