Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 22.05 2013 - 21:29

Einfaldara skattkerfi í þágu hvaða heimila?

Markmiðið með skattkerfinu okkar er að afla ríkissjóði tekna til að standa undir rekstri, greiða niður skuldir og fleira en einnig að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Þrepaskipt skattkerfi eins og við búum við og komið var á af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er vel til þess fallið að ná þeim markmiðum. Það gerir einnig hækkun […]

Fimmtudagur 16.05 2013 - 22:50

Fær nýtt og réttlátara almannatryggingakerfi framgang?

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, lagði fram á síðasta þingi nýtt frumvarp um almannatryggingar. Meginmarkmiðið er að einfalda löggjöfina, skýra betur réttindi lífeyrisþega og styrkja stöðu aldraðra. Einnig munu greiðslur almannatrygginga til ellilífeyrisþega hækka í kjölfar breytinganna. Róttækar breytingar Með frumvarpinu er brotið blað þar sem að róttækar breytingar eru lagðar til. Þær eru fjölmargar en þær […]

Sunnudagur 13.11 2011 - 13:14

Frá ójöfnuði til jafnaðar

Eins og öllum lesendum er kunnugt var samdráttur á Íslandi verulegur eftir efnahagshrunið. Með aðgerðum stjórnvalda voru áhrif kreppunnar milduð með minni niðurskurði á velferðarstofnanir en aðra þjónustu ríkisins og einnig voru tilfærslur til heimila og bótagreiðslur eftir hrun  umtalsvert hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu en í svokölluðu góðæri.  Þar kemur tvennt til. Bæði drógust […]

Mánudagur 26.09 2011 - 19:53

Vald fjölmiðla

Rætt er um í fjölmiðlum að mikil átök verði á Austurvelli 1. október og þar muni mótmæli beinast að stjórnmálamönnum. Sameiginlegi óvinurinn er fundinn, það eru stjórnmálamenn svona yfirleitt sem beina skal spjótum að. „Sjáið þið bara hvernig þeir láta, tala um sauðnaut í málþófi um stjórnsýslubætur!“ segja menn. Að stjórnmálamenn hrópi og kalli um […]

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur