Þriðjudagur 24.08.2010 - 13:22 - FB ummæli ()

Flaggskipið

orkuveitareykjavikurEnn og aftur erum við minnt á innustæðuleysi þess sem við töldum okkar traustustu stofnanir. Þetta á meðal annars við um flestar fjármálastofnanir í dag. Sorglegasta dæmið er þó stofnun sem var treyst til að sjá um auðlind höfuðborgabúa og orkudreyfinguna. Stofnun sem fékk allt upp í hendurnar og sem sat á gullkistu en sem nú er orðin að einum mesta skuldaklafa almennings. Skuldir sem hanga á hálsi bæjarbúa eins og myllusteinar. Yfir þessa stofnun var byggt veglegt hús, flaggskip byggingarlistarinnar og þess opinberra. Þetta hús, hús Orkuveitu Reykjavíkur, mun nú standa um ókomna tíð sem minnisvarði falsspámennskunnar og minna á gullkálfinn forðum. Ekkert síður andvaraleysi stjórnmálamannanna í borginni sem áttu að standa vörðinn. Byggingar sem áður gnæfðu yfir sveitir landsins voru þó með sál.  Á þetta verðum við rækilega minnt næstu misserin þegar við borgum orkureikningana, keyrum framhjá eða nálgumst höfuðborgina. Spurningar vakna hvort byggingin eigi ekki að taka strax við öðru hlutverki en að hýsa áfram bæjarskömm Reykvíkinga.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn