Nú er eitt ár síðan ég byrjaði að blogga á Eyjunni. Ég þakka Eyjunni fyrir að vera vera til og gefa mér þetta tækifæri. Það er gott að getað tjáð sig um þjóðfélagsmálin, ekki síst heilbrigðismál á tímum þegar verulega er skorið niður í velferðarsamfélaginu. Þvílík rússíbanareið enda stórtíðindi á hverjum degi og af mörgu að taka. […]
Algengasta íslenska þýðingin á bakteríum eru sýklar sem er slæmt orð enda valda ekki allir sýklar sýkingum heldur þvert á móti eru verndandi gegn öðrum slæmum bakteríum og sýkingum. Hann er vandrataður meðalvegurinn. Í mörgu sem þessu höfum við Íslendingar farið kolvitlausa leið og sennilega alltaf misskilið þýðingu „sýkla“. Ein slík er hvað við höfum […]
Oft er það sjálfsagðasta í heimi sem fer forgörðum, ekki síst hjá okkur Íslendingum sem þrátt fyrri allt telst með betur stæðari þjóðum heims á alla almenna mælikvarða. Helstu heilsuógnirnar eru einmitt okkur sjálfum að kenna. Hjá ung- og leikskólabörnum er það meðal annars afleiðingar ofnotkunar sýklalyfja, nánar tiltekið alvarlegt sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda og óþarflega […]
Engin heilbrigðisógn er meiri í hinum vestræna heimi en offitan enda oft talað um offituna sem alvarlegasta heimsfaraldur 21. aldar. Offitunni tengjast margir algengustu sjúkdómarnir í dag sem sífellt verða algengari og alvarlegri. Ber helst að nefna æðakölkun, hjartasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki, heilablóðföll, gigtsjúkdóma og krabbamein. Þunglyndi og kvíði ásamt skort á nauðsynlegri hreyfingu tengist offitunni […]