Sunnudagur 07.11.2010 - 21:26 - FB ummæli ()

Getur það verið?

Á stjörnubjörtum himninum í algjöru tómarúmi. Einn meðal allra stjarnanna og himingeimurinn út af fyrir mig. Getur það verið að eftir aðeins nokkra mínútna göngu að þá að þá hafi ég sagt mig skilið við mannheima?

Brakið í þurrum snjónum á göngunni og svarta myrkur. Ekkert tungl en samt svo bjart. Hvaðan kemur öll þessi birta? Þjóðvegurinn í fjarska upplýstur og gulur eins og æðar, út og suður. Allt líf í fjarska nema hjartað í sjálfum mér.

Hvítleit móða yfir hollt og heiði og snjór á legi. Allar þessar stjörnur og öll þessi vídd fyrir mig einan að njóta. Frost en samt ekki kalt. Kyrrð og ró.

Er nær dregur húsinu mínu aftur að þá sést blika á milljón glitrandi ljós frá borginni. Eins og þar sé að finna hafsjó allra eðalsteina heimsins. Blikandi af svo mikilli orku. Hríslurnar á heiðinni samt svartar og sumar skuggalegar. Allt svo hljótt, aðeins marrið undan skónum í snjónum.

Beinin hvít eins og snjórinn. Bein sem ég er alltaf að skoða og rétta. Beinin sem heyrist í þegar þau brotna en ekki þegar þau grotna. Öll beinin í kirkjugarðinum sem liggja í röðum. Ég sé þau ef ég horfi aðeins dýpra og lengra.

Getur það verið að nóttin sé fallegri en dagurinn? Freðin jörðin fegurri en grænu túnin? Eða svörtu skuggarnir fegurri en kjarrið? Þögnin blíðari en kvakið og tístið? Veturinn betri en sumarið? Myrkrið betri en birtan? Hvernig getur allt verið svona ólíkt, eins og svart og hvítt? Þú veist aldrei svarið.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn