Færslur fyrir febrúar, 2011

Föstudagur 11.02 2011 - 17:38

Græna ljósið

Í kvöldfréttum RÚV í gær var sagt frá nýju hitamælingatæki sem er mjög nákvæmt og segir til um hvenær kona á frjósemisaldri sé frjó. Talar konan sem vitnað var í að aðferðin sé 99.3% örugg og megi því eins nota í stað getnaðarvarnar þegar ljósið er rautt. P-pillan er algengasta getnaðarvörnin á markaðnum í heiminum […]

Miðvikudagur 09.02 2011 - 13:04

Íslendingar fyrr og nú

Það er áhugavert að velta fyrir sér breytingum á íslensku þjóðfélagi á einni öld. Í Kastljósþætti á mánudaginn var sagt frá einum fyrsta atvinnuljósmyndara landsins, Bárði Sigurðssyni sem tók flestar sínar myndir í Þingeyjarsýslunni í byrjun síðustu aldar. Ómetanlegar myndir sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu sem m.a. sýndu háa heimilismenningu á Íslandi í upphafi 20. […]

Laugardagur 05.02 2011 - 13:05

Beyglan mín og 2000 slasaðir.

Hvort skyldi vera verðmætara á Íslandi, efnið eða andinn, veraldagæðin eða mannauðurinn? Svar við spurningunni um líf og dauða fer þó varla á milli mála. Ég er heimilislæknir og starfa líka sem sérfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku LSH, 4-5 vaktir í mánuði á kvöldin og um helgar. Ég er með 16 ára sérnám í læknisfræði […]

Fimmtudagur 03.02 2011 - 18:16

Gulli betra

Í dag var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2011. Kvikmyndin Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar fékk flestar tilnefningarnar og óska ég honum og Vesturporti til hamingju með þennan árangur. Kvikmynd af íslenskum veruleika eins og hann gerist kaldastur. „Hafið gefur, hafið tekur“. En það er ekki nóg að vera tilnefndur. Í fyrra var […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 22:27

Kemur vorið í ár?

Uppi á heiði var frosin jörð, aldrei þessu vant. Réttara sagt, rétt yfirborðið enda sökk maður stundum niður í drulluna sem undir lá. Ýmislegt minnir þó á að vorið ætti að vera á næsta leiti. Dagurinn er orðinn lengri og bjartari og eftirvæntingin að heyra fuglasöng og kvak vaknar. Ég er jafnvel farinn að sakna […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 10:12

Hvað má heilsan kosta?

Þessa vikuna stendur Lýðheilsustöð í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og barnatannlækna fyrir tannverndarviku. Tilefnið er ærið enda tannheilsa barna hvergi verri á Norðurlöndunum. Tannglerungsskemmdir barna eru taldar miklar hér á landi meðal annars af mikilli neyslu kolsýrðra  og sætra drykkja. Rétt er að benda á frábært veggspjald til að átta sig á óhollustu drykkja sem við bjóðum […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn