Nú eftir langa og rigningasama fríhelgi flestra landsmanna, flyst starfsemi Landlæknis og Lýðheilsustöðvar í gömlu Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg og starfsemin um leið sameinuð undir einum hatti Landlæknisembættisins. Það verður ánægjulegt að sjá nýjar rætur heilbrigðisvísinda skjóta föstum rótum með þeim gömlu í þessu húsi. Í húsi sem var vagga heilsugæslunnar í landinu og hýsti miðstöð sóttvarna, heilsuverndar ungbarna […]
Undanfarna mánuði hefur verið mikið rætt um vaxandi álag á Bráðaþjónustu Landspítala háskólasjúkrahús (LSH), minnkandi aðgengi að sérfræðiþjónustu hverskonar og aukna lyfjanotkun landans. Minna hefur farið fyrir umræðu um mikinn og alvarlegan skort á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu um áraraðir og takmarkaðan aðgang að heilsugæsluþjónustu, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að veita grunnþjónustuna. Eins nú vaxandi atgerfisflótta […]
Einn daginn í vikunni var eitthvað svo allt öðruvísi í móunum mínum heima. Allt svo hljótt sem minnti mig helst á kyrrðina sem er svo algeng seint á kvöldin á veturna, í froststillum þegar himininn er líka heiðskýr í tunglskininu, en bara svartur. En nú var sólin hins vegar hátt yfir heiði og allt átti að vera […]
Um helgina gekk ég ásamt konunni minni og nokkrum göngufélögum úr gönguhópnum okkar til margra ára, á fjall norður í Hjaltadal í Skagafirði sem ber nafnið Þríhyrningar. Fjall sem stendur vel undir nafni eins og myndin hér ber með sér. Svo einkennilega vill til að sumir hlutir í náttúrunni minna aðeins á stærðfræðina, þótt flestir geri það sem […]
Sumt viljum við ekki vita af eða tala um vegna þess að það er svo óþægilegt fyrir okkur og aðra eða þá vegna einhvers sem að við skömmumst okkar svo mikið fyrir. Annað sjáum við einfaldlega ekki af því erum blinduð af eigin ágætum. Athafnir sem því miður eru allt of algengar í stjórn heilbrigðismála. […]
Nokkur umræða hefur verið um hættuástand á Slysa- og bráðamóttöku LSH vegna of mikils vinnuálags á starfsfólk og álagið stundum skilgreint „rautt“ sem er hættuástand eða „svart“ sem er glundroðastigið og ætti helst ekki að geta orðið nema hugsanlega við alvarlegar hamfarir. Ábendingar hafa að sama tilefni borist frá talsmanni ungra lækna um óeðlilega mikið vinnuálag […]