Nú um jólahátíðina og vegna umræðu dagsins um nýjan þjóðarspítala sem stjórnvöld þykjast ekki hafa efni að að byggja upp myndalega og til langrar framtíðar, rifjast upp gamall pistill um Sólheima fyrir austan fjall og þar sem við stórfjölskyldan dvöldumst eina helgi á aðventunni fyri 9 árum. Dvöl og lífsreynsla sem ég skrifaði um stuttan […]
Í Morgunblaðinu í dag segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að vegna fjölgunar íbúa og bifreiða stefni í að umferðin verði dauðastopp í Reykjavík eftir nokkur ár. Þess vegna verði að fá fólk til að nota almenningssamgöngur. Þetta stangast á við sjónarmið Hringbrautarsinna sem sjá engin sérstök umferðarvandamál til framtíðar. Hjálmar segir að […]
Um helgina verður haldið upp á 140 ára afmæli íslenska læknaskólans (síðar Læknadeildar Háskóla Íslands), þótt saga læknisfræðinnar og menntun læknisefna eigi sér reyndar tæprar einnar aldar eldri sögu. Í vikunni kom svo út grein um sögu bólusetninga á Íslandi hjá Landlæknisembættinu, Almennar bólusetningar barna á Íslandi – helstu áfangar í sögu bólusetninga. Þar kennir margra […]
Almannaöryggi vegna staðsetningar þyrlupalls á 5 hæð rannsóknarhúss við hlið meðferðarkjarna eins og ráðgert er á Nýjum Landspítala á þröngri Hringbrautarlóðinni, er óásættanlegt og fram kemur í kröfum flugmálayfirvalda um þyrlukostinn sem ætlaður er til lendinga, og aðeins í „neyðartilfellum“. Ástæða er til að flestir og ekki síst stjórnmálamenn sem ábyrgðina bera, myndi sér skoðun […]