Föstudagur 18.04.2025 - 12:08 - FB ummæli ()

Baskar á Ströndum – hluti Íslandssögunnar okkar

Engin lýsing til

Strákatangi við Hveravík í Steingrímsfirði á Ströndum (samsett mynd með 17.aldar skipum frá Santander, Cantabria, Spáni)

Söguskáldsagan Ariasman eftir Tapio Koivukari (2012) um samskipti Íslendinga og Baska, hvalveiðarnar á Ströndum og síðar Spánverjavígin svokölluðu 1615, er vel skrifuð bók og áhrifamikil lesning. Bókin er líka skemmtileg lýsing á mannlífinu á Ströndum í upphafi 17. aldar og tíðarandanum þegar tveir ókunnugir menningarheimar mætast. Áður höfðu Íslendingar kynnst harðneskju einokunarverslunarinnar Dana og ólöglegri verslun við Englendinga. Nú komu stærri skip og sjómenn frá Baskahéruðum Spánar sem veiddu hvali, ekki fisk og sem ekki hafði verið á færi Íslendinga eða annarra þjóða að gera við Íslandsstrendur. Einokun Danakonungs og fégræðgi fulltrúa hans hér á landi er grundvöllur framvindu sögunnar um afdrif Baskana og sem upphaflega  vildu aðeins veiða það sem sjórinn gaf, án hagsmunaárekstra við landsmenn. Hval til lýsisbræðslu og til ljósgjafanotkunar um alla Evrópu. Jafnframt hagstæð vöruviðskipti við Strandamenn og sem veitt þeim nauðsynlega þjónustu. Stóru hafskipi þeirra þrjú fórust hins vegar í ofsaveðri og strandi Í Reykjarfirði seint að hausti 1616 og um 80 skipsbrotsmenn voru skyndilega upp landsmenn komnir meðala björg. Kenna má landstjórninni í umboði Danakonungs og sérhagsmunagæslu sýslumannsins Ara Magnússonar í Ögri um hvernig fór og sem enn í dag er eitt ljótasta óhæfuverk Íslandssögunnar.

Á gönguferð minni um Strákatanga (Skarfatanga) við Hveravík í Steingrímsfirði 2015 (sem oftar síðar) mátti sjá glögg merki minja hvalaútgerðar og gólf hvallýsisbræðslu . Fyrstu tvö sumrin 1614-1615 starfrækt af Böskum en síðan sennilega aðallega Hollendingum, allt fram til upphafs 18. aldar. Auðvelt var að sjá fyrir sér Baskana sem kíktu eftir hval á Steingrímsfirði og veiddu hann síðan á nokkrum smábátum á firðinum sem þeir lönduðu síðan í víkunum. Hugrenningar vöknuðu um sambærilegar aðstæður á Grænlandi og víðar sem ég hef skrifað um áður á blogginu mínu. Myndina að ofan tók ég á Strákatanga 400 árum eftir að Baskarnir stunduðu sína nýsköpun hér á landi, en sem var landanum svo framandi að þeir hálf sturluðust! Myndin er samsett með annarri mynd af gömlum hafskipum frá 18 öld sem ég tók í hjólaferð um Cantabríu, nánar tiltekið í Santander sl. vor og sem er rétt við mörk Baskahéraðanna á Spáni. Var þá sterklega hugsað til Baskana forðum. Stóðst ekki mátið að sameina þær hér á einni mynd.

Ég hvet alla sem áhuga hafa á söguskáldskap og þar sem tveir ólíkir menningarheimar mætast, að lesa Ariasman (Baskar kölluðu Ara Magnússon því nafni). Eins í tilefni stofnun Baskavinafélags Strandamanna (2012) og sem nú er að koma upp söguminjasafni um Baskana í Djúpavík í Reykjarfirði til að minnast atburða sem ekki mega gleymast. Nýjasta skáldsaga Jón Kalmans Stefánssonar, Himintungl yfir heimsins ystu brún, fjallar um sömu atburði frá ólíku sjónarhorni þar sem áherslan er lögð á ábyrgðarkennd, samvisku og réttsýni Íslendingsins gagnvart framandi heimi og sem við viljum stundum útiloka eða ekki vita af. Ekki síður oft grimmd þjóða gagnvart annarri, jafnvel nágrannaríki, vegna sérhagsmunagæslu sinnar.

Gleðilega páska!

Gamalt akkeri sem ég gekkk fram á, á Strákatanga um árið

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn