Tilbúnar tæknilausnir sem kenndar eru við tölvuöld og rafræn samskipti hefur tröllriðið yfir heimsbyggðina í hratt vaxandi mæli sl. áratugi. Samskipti okkar á milli gjörbreyttst, mikil fjölmiðlaóreiða og ofbeldismenning hverskonar stóraukist. Mín kynslóð hefur upplifað allar þessar breytingar sennilega hvað best, en afleiðingar hvað síst. Sem ungur drengur í sveit á sumrin og aðeins útvarp til að hlusta á, lesa bækur og svo gamli sveitasíminn. Allt átti sér stað og stund og oft beðið með mikilli eftirvæntingu eftir mjólkurbílnum 2-3 svar í viku. Sem kom með póstinn og nýju blöðin.
Í Menntaskólanum í Hamrahlíð fór ég í tölvuáfanga 1975 þar sem skólinn var nýbúin að fá forláta IBM tölvu, til gagns fyrir skólann og skipulags námsáfanga nemenda. Þar lærði ég að forrita með gataspjöldum sem ég varð að gata sjálfur. M.a. með að heilda einkunnir og setja þær þannig inni í reikniformúlu til að hliðra þeim inn í fyrirframgefna normaldreifingu. Gott og vel og ég stoltur að skilja hvað tölvan gat gert út frá mínum forsendum, réttlæti einkunna og hugsanlega hag skólans. Síðar í þágu vísinda og svokallaðra framfara. En bíðum nú aðeins við. Átti tölvan einhverntímann að taka yfir samskipti okkar og móta síðan í sitt eigið “norm”?
Í dag þjónar “tölvan” enda minnst útreikningum hverskonar í þágu vísinda. Hún hefur hins vegar með forskriftum tekið yfir stjórn á lífinu sjálfu að mörgu leiti. Spurningar vaknar um sjálfvirkni og að hún geti farið að stjórna sér síðan sjálf. Hún á víst í fullkomnum heimi að geta gefið alltaf réttu svörin! Spurningin er hins hins vegar í þágu hvers. Síðan eru það rafrænu samskiptin í stað samtals og tjáningar, augliti til auglits. Röddinni og svipbrigðum og við höfðum þróað í þessum lífheimi. Vitsmunaleg færni og tilfinningagreind sem víkur en sem gaf okkur það sem við erum, eða vorum? Hvað ætlum við nú að gera við þessa löngu ásköpuðu hæfileika og færni sem ætti að vera fastmótað í okkar líffræðilega breytileika. Ef ekki notaðir hæfileikar að þá er vís vegur til hrörnunar. Uppeldi barna og félagslegur þroski tekur auðvitað mið af þessum aðstæðum.
Segja má af mikill rökhyggju að sambærilegar breytingar og við nú upplifum á breytingu á mannlegri vitsmunagreind og sem hefur fengið að þróast í milljónir ára, myndi steypa öllu jafnan öllum öðrum dýrategundum í útrýmingarhættu. Lífríkið ræðst nefnilega af lögmálum langrar þróunar og aðlögunar, samanber lögmál þróunarkenningarinnar. Þeir hæfustu lifa. Heilinn okkar, jafnvel skynfæri og sálarlíf hafa fengið ónýtt hlutverk í dag og sem er því dæmd að gagnast aðeins af verðleikum ímyndaðrar framtíðarsýnar gervigreindarinnar.


Vilhjálmur Ari Arason