Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Föstudagur 08.10 2010 - 14:16

Ættum við ekki líka að bregðast við heilbrigðishruni?

Engin heilbrigðisógn er meiri í hinum vestræna heimi en offitan enda oft talað um offituna sem alvarlegasta heimsfaraldur 21. aldar. Offitunni tengjast margir algengustu sjúkdómarnir í dag sem sífellt verða algengari og alvarlegri. Ber helst að nefna æðakölkun, hjartasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki, heilablóðföll, gigtsjúkdóma og krabbamein. Þunglyndi og kvíði ásamt skort á nauðsynlegri hreyfingu tengist offitunni […]

Þriðjudagur 28.09 2010 - 14:10

Örlagastrengir og litla Ísland

Það eru myrkir dagar framundan. Og kvíðinn í þjóðfélaginu er þegar orðinn mikill. Hræðsla um það ókomna, reiði, ásakanir og leit að einhverju sem heitir réttlæti. Endalausar slæmar fréttir um að almenningur sé að gefast upp. Þetta kom meðal annars fram í Kastljósviðtali gærkvöldsins um skuldir heimilana. Kvíðaviðbrögð eru einnig algengari hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar þessa […]

Mánudagur 27.09 2010 - 12:06

Vísindin og heilbrigðisþjónustan á Íslandi

Við ræktum garðana okkar. Við höldum húsunum okkar við og pössum upp á smyrja bílinn reglulega og fara með hann í skoðun á hverju ári. Allt slétt og fellt á yfirborðinu. Ekkert vantar síðan upp á heilbrigði og fegurð móður náttúru þar sem við búum eins og meðfylgjandi mynd frá Breiðafirði sýnir. Hreint land með […]

Laugardagur 25.09 2010 - 10:38

Þjóðarhjartað

Að íslenska þjóðin hafi aðeins eitt hjarta er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt eins og stendur í auglýsingu dagsins á Hjartadeginum 26.9.2010, Öll þjóðin -eitt hjarta, þótt það sé auðvitað satt að þjóðin stefni sameiginlega að lifa hremmingarnar nú af. Þá má þá líka segja að þjóðin hafi fengið hjartaáfall haustið 2008 eða þjóðarhjartað hafi […]

Miðvikudagur 22.09 2010 - 00:01

Hvar í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar stendur heilbrigðisþjónusta við börn?

Nú heyrir maður kröfu um enn meiri niðurskurð á heilsugæslunni ofan á allan annan niðurskurð sl. 2 ár eins og greint var frá í bloggi mínu nýlega um sameiningu heilsugæslustöðva og að fjárvana bæjarfélög taki aftur ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. Sameining heilsugæslutöðva er reyndar fáránleg ráðstöfun sem ræðst gegn aðgengilegri þjónustu og skilar engu nema litlum […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 11:37

Sódóma Ísland

Ef við værum uppi á tímum gamla testamentisins væri gaman að ímynda sér hvað skaparinn myndi gera við okkur. Hann eyddi Sódómu og fleiri borgum vegna synda mannanna hér forðum. Aðeins þeir syndlausu áttu að geta bjargað borginni en sem að lokum reyndist aðeins vera einn maður. Hann fékk að sleppa með dætur sínar og eiginkonu. Svo segir […]

Laugardagur 18.09 2010 - 01:52

Tóm og kyrrð

Oft getur þögnin verið þægileg. Helst ef maður getur lokað augunum og látið hugann reika. Síðan dettur maður inn draumalandið og hugurinn endurnærist. Sennilega mest af þeim draumum sem aldrei ná að verða einu sinni til. En síðan vaknar maður hress og endurnærður. Á göngu minni í dag í einstaklega góðu síðsumarsveðri hrökk ég við. […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 01:11

Þrjú hjól undir bílnum

En áfram skröltir hann þó, er byrjun sönglagatexta sem allir Íslendingar þekkja og sem gæti verið lýsing á þjóðfélaginu okkar í hnotskurn þessa daganna. Ómar, hinn fyrsti eins og nafnið þýðir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Hann hefur leitt þjóðina gegnum súrt og sætt með bros á vör í hálfa öld. Í dag er kallinn 70 […]

Sunnudagur 12.09 2010 - 11:17

Túnin í sveitinni

Í dag er rok og rigning. Haustverkin bíða og gera þarf allt klárt fyrir veturinn. Í sveitinni „í gamla daga“ var haldið upp á tímamótin þegar sumarverkunum var lokið, sérstaklega heyskapnum með svokölluðum töðugjöldum. Allir voru ánægðir með sitt ef náðist að heyjast og séð fram á að skepnurnar fengju nóg fyrir veturinn. Þá fengju […]

Laugardagur 11.09 2010 - 09:24

Nýr dagur

Þessa mynd tók ég á leiðinni í vinnuna í gærmorgun í Hafnarfirði. Stór og mikill regnbogi blasti yfir bænum í lengri tíma. Eitt augnablik staldraði maður við og hugsaði með sér hvað væri svona sérstakt við þennan dag. Regnboginn gerði gæfumuninn. E.t.v. hefði verið betra að dagurinn í gær hefði verið í dag. En vonandi […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn