Varla er til betri titill á umræðu um góða beinheilsu og mikilvægi D-vítamíns í næringu okkar Íslendinga, þótt foreldrarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið og koma heim á morgun, eigi auðvitað heiðurinn af þessum titli. Markmiði sem tengist engu að síður öðrum góðum markmiðum og heilsu okkar allra. Mikil umræða hefur verið um D-vítamín, ekki síst fyrir fyrir þær sakir […]
Oft hef ég hugsað um veröld fuglanna sem fljúga rétt yfir höfuð okkar eins og ekkert sé. Önnur lögmál og aðrar hættur. Þar sem fuglarnir eru oft sjálfum sér hvað verstir innbyrðis eins og við mannfólkið oft á tíðum erum hvert öðru. Í gær í blíðunni var þó annað hljóð í fuglunum úti í móa […]
Stundum er lífið sjálft eins og besta skáldsaga. Tveir amerískir læknar hafa gerst þekktir spennusagnarithöfundar og nýta sér þar vel læknisþekkinguna, ekki síst í samskiptum við lyfja- og matvælaiðnaðinn. Sumar sögurnar eru lýginni líkust og mjög í anda vísindaskáldsagna þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn, á meðan aðrar eru eins og verstu martraðir tengdar veikindum og óheppni […]
Í Læknadeildinni í gamla daga var manni kennt ýmislegt um sérstöðu heilsuþátta íslensku þjóðarinnar. Gul augu var manni kennt að væir helst tengt ungbarnagulu, stíflugulu eða einkenni bráðrar lifrarbólgu (hepatitits), oftast af meinlausari lifrarbólgu A í tímabundnum veikindum og fyrri matarsýkingu. Nú eru tímarnir hins vagar allt aðrir og vaxandi fjöldi sjúklinga fá króníska lifrarbólgu […]
Um daginn var ég beðinn að koma í viðtal og ræða heildræna nálgun algengustu vandamála læknisfræðinnar sem snýr að heimilislækningum. Mikil umræða hefur verið um lyfjaávísanir og lyfjanotkun landans að undanförnu. Á flestum sviðum læknisfræðinnar höfum við Íslendingar talið okkur standa fremst meðal þjóða, læknismenntunin góð, boðið er upp á hátæknilækningar á flestum sviðum, töluvert um […]
Eiginlega veit ég varla hvort ég á að lýsa því sem mér býr í brjósti í dag, á sjálfan uppstigningardaginn. Mér líður skítt, altekin beinverkjum, fæturnir eins og blý og þarf að liggja í rúminu og bara vona að mér batni svo ég komist í vinnuna í fyrramálið. Umræðan hefur líka verið á neikvæðu nótum og […]
Oft finnst mér orðatiltækið ætti að hljóða svona því ýmislegt skýrist hvernig upphaflega er staðið að verki, en ekki öfugt. Hvernig ætti svo sem endirinn að skýra það sem ekki hefur verið gert. Þannig finnst mér ýmislegt í umræðunni í dag um lyfjamál vera á blindgötum. En auðvitað má ætla hvað framtíðin ber í skauti sér eftir því hvernig við ætlum að […]
Umræða um vaxandi ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur mest verið tengd bráðaþjónustunni og hvernig ástandið getur verið á Slysa- og bráðamóttöku LSH um helgar þar sem þarf orðið alltaf lögregluvakt. Í umræðunni um „læknadóp“ sem er auðvitað rangnefni að því leiti að læknirinn skrifar sjaldnast upp á lyf í þeim tilgangi að það sé notað sem dóp, […]
Rafræna „gáttin“ er aðgangur fyrir rafræna lyfseðla til apótekanna. Sérstök gátt sem hægt er að leggja inn lyfseðla gegnum tölvu sem sjúklingarnir einir geta síðan sótt í með aðstoð lyfjafræðings í apóteki. Einskonar rafrænn banki sem geymir útgefnar lyfjaávísanir í allt að ár og engin hefur yfirlit yfir nema sjúklingurinn sjálfur, ef hann þá á annað borð hefur vit á og […]
Hvað er betra en góður kaffibolli á morgnana. Uppáhellingin sjálf er sem morgunbæn fyrir góðum degi og ilmurinn gefur fyrirheit um að draumarnir geti jafnvel rættst. Fyrir utan að vakna kemur kaffið blóðinu til að renna betur gegnum æðakerfið, þótt eflaust hækki blóðþrýstingurinn eitthvað aðeins tímabundið. En hvað segja vísindin og getur verið að þetta „lyf“ sem flestir neyta sé […]