Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Þriðjudagur 18.03 2014 - 14:10

PSA og kembileit að blöðruhálskirtilskrabbameini

Í mottumarsinum í ár, eins og í marsmánuði sl. fjögur ár eru karlmenn hvattir til að sýna sérstaka árvekni vegna krabbameina sem allt að þriðjungur þeirra fær að lokum. Þeir þá hvattir til að þreifa eistun, þar sem eitt algengasta krabbameinið getur fundist tímanlega, en vera í raun alltaf vel vakandi gagnvart öllum nýjum sjúkdómseinkennum. Ekkert síður frá […]

Mánudagur 10.03 2014 - 12:59

Hungurleikar á köldum klakanum

The Hunger Games (Hungurleikarnir)  er skáldsaga sem notið hefur mikilla vinsælda sl. ár, sem og kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið eftir sögunni. Saga sem lýsir ákveðinni framtíðarsýn í fasískri framtíðarveröld. Leikir sem gerður er út á mannaveiðar og blóðug slagsmál, þar sem aðeins þeir hæfustu fá að lifa að lokum. Saga sem hefur svo sem […]

Fimmtudagur 06.03 2014 - 16:35

Tollfrjáls innflutningur á sýklalyfjaþolnum samfélagsmósum?

Meirihluti landsmanna virðist aðhyllast tollfrjálsan innflutning á fersku kjöti samkvæmt skoðunarkönnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið og birt er í dag. Flestir líta sennilega mest á möguleikann á fjölbreyttara úrvali og lækkuðu vöruverði með aukinni samkeppni. Færri hins vegar hvað slíkur innflutningur getur borið með sér varðandi sjúkdóma í mönnum og dýrum. Svokallaðir klasakokkar (Staphylococcus […]

Þriðjudagur 04.03 2014 - 21:30

Ófullkomleikinn er bæði vinur og óvinur

Nú í mottumarsi er  áhugavert að spá í eðli óvinarins sem við hræðumst hvað mest. Óvinur sem er hluti af okkur sjálfum og vert er að rannsaka mikið betur og sem er einmitt tilgangur söfunarátaks KÍ (Krabbameinsfélags Íslands) um leið og hvatt er til árvekni um eigin líkama. Alveg eins og með með geðsjúkdómana, fáum […]

Föstudagur 28.02 2014 - 13:21

Bætum árvekni gegn alvarlegustu krabbameinunum

Nú er mottumarsinn byrjaður, fimmta árið í röð. Vitundarvakning sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir, tileinkað krabbameinsvörnum karla og mikilvægi þess að þeir sýni árvekni gagnvart eigin líkama. Stofnanir og fyrirtæki hafa af þessu tilefni séð ástæðu til að upplýsa húsin sín eins og Landspítalann og sjálfan Háskólann með bláum lit. Á haustin eru sömu hús böðuð bleikum ljósum, þá […]

Miðvikudagur 19.02 2014 - 16:55

Heilsuvernd er lífið

Vegna óljósra hugmynda manna nú um hlutverk heilsugæslunnar í framtíðinni ef marka má umræðuna og alla tískukúrana, birti ég hér grein mína „Heildræn heilsa á tækniöld“ úr 75 ára afmælisriti SÍBS sl. haust.    Þökk sé heilbrigðisvísindunum eiga flestir nú kost á hátæknilæknismeðferð þegar alvarlegustu sjúkdómarnir banka upp á eða slysin verða. Fyrir flesta skiptir hins […]

Mánudagur 17.02 2014 - 12:49

Frá stórubólu í Vatnsmýrina á aðeins tveimur öldum

Sennilega gera allir sér ekki grein fyrir að mesti vaxtarbroddur í framleiðslu lyfja framtíðarinnar byggist á lögmálum ónæmisfræðinnar og sem m.a. hefur verið grundvöllur framleiðslu bóluefna sem gjörbreytt hefur vörnum okkar gegn alvarlegustu smitsjúkdómunum og sem ollu jafnvel plágum á öldum áður. Nú með betri greiningu og skilningi á mótefnum og nákvæmum eftirmyndunum þeirra gegn allskonar meinsemdum. Sjúkir vefir […]

Fimmtudagur 13.02 2014 - 13:39

Hvað eru ásættanlegar aukaverkanir vegna læknainngripa í fegrunarskyni?

Mikil umræða er nú um skapaaðgerðir á kynfærum ungra kvenna sem framkvæmdar eru af lýtalæknum. Sitt sýnist hverjum um mikilvægi þessara aðgerða og hvað sé verið að halda að ímynd kvenna með auglýsingamennsku og markaðssetningu fegrunaraðgerða. Um þau mál almennt hef ég nýlega skrifað pistil. Umræðan nú virðist mest snúast um áhættu af slíkum aðgerðum, […]

Miðvikudagur 12.02 2014 - 13:44

8 milljón svefnlyfjaskammtar svo þjóðin dormi!

  Milli 5-10% af fjölda skilgreindra dagskammta lyfja sem landinn tekur að staðaldri (börn þar meðtalin) eru svefnlyf, auk þess sem rúmlega 30% Íslendinga nota tauga- og geðlyf á hverju ári, þar sem þunglyndislyfin vega þyngst. Algengast lyfið sem skrifað er út á Íslandi er svefnlyfið Imovane og sem samsvarar eitt og sér yfir 5 […]

Mánudagur 10.02 2014 - 13:09

Örverurnar í skugganum

  Um helgina hélt ég fyrirlestur á fræðsluþingi fyrir heimilislækna um mikilvægi nærflórunnar okkar, örveruflóru mannsins (The human microbiome) og sem ég nefndi, Lítum okkur aðeins nær. Efni sem er brennheitt í heimi læknavísindanna þessa daganna og snertir heilsu okkar allra á einn eða annan hátt og þrír aðrir kollegar mínir gerðu vel grein fyrir í sínum fyrirlestrum. En líka […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn