Færslur fyrir flokkinn ‘útivist’

Laugardagur 01.11 2014 - 13:30

Ekki lengur velkominn

Umhverfisfrekja er nýtt hugtak, þar sem aðilar yfirtaka og hefta aðgang almennings að náttúruperlum, oft hægt og bítandi. Slík frekja á sér nú stað á fjalli allra höfuðborgabúa í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Á toppnum á besta og fallegasta útsýnisstaðnum yfir sjálfa borgina og nærsveitir, og lokaáfanga uppáhalds gönguleiðar minnar oft í viku.  Þar sem afar fallegt er […]

Þriðjudagur 07.10 2014 - 15:54

Gangan á Ararat og reiði guðanna

Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]

Þriðjudagur 26.08 2014 - 08:41

Ökufantar, oft ekkert síður á reiðhjólum

Í sumar hef ég öðru hvoru hjólað ofan úr Mosfellssveitinni minni niður í Grafarvog og til baka á nýju göngu- og hjólastígunum sem eru orðnir bæði margir og góðir, þökk sé bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu sem styðja vilja heilbrigðan lífsstíl og minnka umferðamengun. En þar með er sagan ekki öll, og góð ætlun hefur að sumu […]

Fimmtudagur 21.08 2014 - 17:49

Hættusvæðið nú, Öskjuvegurinn og blómið einstaka

Fyrir rúmlega áratug gekk ég ásamt konu minni, dóttur, vinum og nokkrum útlendingum svokallaðan Öskjuveg með Ferðafélagi Akureyrar, undir farastjórn Ingvars Teitssonar, læknis. Rúmlega vikuferð frá Herðubreiðarlindum, suðvestur í Bræðrafell, upp í Öskju og um árfarvegi Jökulsár á Fjöllum austan við og að lokum norður og niður í Svartárkot, innsta bæ Bárðardals. Gist var í Þorsteinsskála, […]

Sunnudagur 01.06 2014 - 11:30

Smit með biti skógarmítla, TBE heilabólgurnar og Lyme gigtin

Snemma í vor var rætt við Erling Ólafsson, skordýrafræðing sem oftar á Bylgjunni, og nú um nýjan landnema, skógarmítlana illræmdu og sem ég skrifaði síðast um sl. sumar og rétt er að rifja upp af þessu tilefni. Mikil umræða er um þessi máli í Skandínavíu og málið mér líka skylt vegna eigin kynna, nú síðast […]

Föstudagur 06.09 2013 - 15:25

Eyjan kvödd

Eftir 4 ára skrif hér á Eyjunni, tel ég nú rétt að breyta aðeins til og leita út fyrir „landsteinanna“ í skrifum mínum.  Ég vil þakka Eyjunni fyrir að hýsa mig þessi ár og að hafa gefið mér tækifæri á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri um mikilvæg heilbrigðismál og fleira þeim tengdum, á afar sérstökum tímum. Eins ykkur lesendum Eyjunnar fyrir lesturinn svo […]

Laugardagur 31.08 2013 - 18:43

„Í túninu heima“

Það er orðið tímabært að kveðja frábært sumar, og hlakka til haustsins með öllum sínum litbrigðum. Mosfellingar hafa haldið upp tímamótin með bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Eins til að minnast þeirra gömlu daga þegar menn höfðu komið björg í bú fyrir veturinn. Litbrigðin í mannlífinu eru hinsvegar margskonar, allt árið um kring. Ekki er heldur hægt að […]

Mánudagur 10.06 2013 - 14:30

Förum út og vestur

Nú er sumarið vonandi loks komið og tilvalið að rifja upp góða ferðasögu. Lífið er hreyfing- njótum hennar, eru einkunnarorð ferðaþjónustu Út og vestur sem vinir mínir, Jón Jóel og Maggý, reka. Ferðir sem þau bjóða upp á m.a. um Snæfellsnes, í Dölunum, á Fellsströnd og Dagverðarnes. Um einstaka upplifun var að ræða fyrir okkur […]

Föstudagur 10.05 2013 - 17:42

Heilabólgur (TBE) og liðagigt (Lyme sjúkdómurinn) eftir bit skógarmítla

TBE, MÍTLAHEILABÓLGA Í fyrra var hjá mér íslensk kona á stofunni sem var fædd og uppalin í Eistlandi, en sem hugði nú mörgum árum síðar, að heimsækja æskuslóðirnar ásamt barninu sínu. Hún heyrði hins vegar frá ættingjum og vinum, að ekki væri vogandi að koma að sumri til í heimsókn nema að vera bólusettur gegn […]

Laugardagur 20.04 2013 - 18:25

Plógurinn í Skamma

Fáir dalir eru mér og minni fjölskyldu jafn hjartfólgnir og Skammidalur í Mosfellssveit. Garðyrkjulönd sem Mosfellsbær leigði til skamms tíma nágrönnum sínum í Reykjavík og sem þurftu að fá að komast út í sveit og rækta kartöflurnar sínar. Tengdaforeldrar mínir höfðu þannig fengið skúrland til leigu og flutt þangað kofa fyrir tæpri hálfri öld. Kofi […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn