Umhverfisfrekja er nýtt hugtak, þar sem aðilar yfirtaka og hefta aðgang almennings að náttúruperlum, oft hægt og bítandi. Slík frekja á sér nú stað á fjalli allra höfuðborgabúa í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Á toppnum á besta og fallegasta útsýnisstaðnum yfir sjálfa borgina og nærsveitir, og lokaáfanga uppáhalds gönguleiðar minnar oft í viku. Þar sem afar fallegt er […]
Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]
Í sumar hef ég öðru hvoru hjólað ofan úr Mosfellssveitinni minni niður í Grafarvog og til baka á nýju göngu- og hjólastígunum sem eru orðnir bæði margir og góðir, þökk sé bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu sem styðja vilja heilbrigðan lífsstíl og minnka umferðamengun. En þar með er sagan ekki öll, og góð ætlun hefur að sumu […]
Fyrir rúmlega áratug gekk ég ásamt konu minni, dóttur, vinum og nokkrum útlendingum svokallaðan Öskjuveg með Ferðafélagi Akureyrar, undir farastjórn Ingvars Teitssonar, læknis. Rúmlega vikuferð frá Herðubreiðarlindum, suðvestur í Bræðrafell, upp í Öskju og um árfarvegi Jökulsár á Fjöllum austan við og að lokum norður og niður í Svartárkot, innsta bæ Bárðardals. Gist var í Þorsteinsskála, […]
Snemma í vor var rætt við Erling Ólafsson, skordýrafræðing sem oftar á Bylgjunni, og nú um nýjan landnema, skógarmítlana illræmdu og sem ég skrifaði síðast um sl. sumar og rétt er að rifja upp af þessu tilefni. Mikil umræða er um þessi máli í Skandínavíu og málið mér líka skylt vegna eigin kynna, nú síðast […]
Eftir 4 ára skrif hér á Eyjunni, tel ég nú rétt að breyta aðeins til og leita út fyrir „landsteinanna“ í skrifum mínum. Ég vil þakka Eyjunni fyrir að hýsa mig þessi ár og að hafa gefið mér tækifæri á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri um mikilvæg heilbrigðismál og fleira þeim tengdum, á afar sérstökum tímum. Eins ykkur lesendum Eyjunnar fyrir lesturinn svo […]
Það er orðið tímabært að kveðja frábært sumar, og hlakka til haustsins með öllum sínum litbrigðum. Mosfellingar hafa haldið upp tímamótin með bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Eins til að minnast þeirra gömlu daga þegar menn höfðu komið björg í bú fyrir veturinn. Litbrigðin í mannlífinu eru hinsvegar margskonar, allt árið um kring. Ekki er heldur hægt að […]
Nú er sumarið vonandi loks komið og tilvalið að rifja upp góða ferðasögu. Lífið er hreyfing- njótum hennar, eru einkunnarorð ferðaþjónustu Út og vestur sem vinir mínir, Jón Jóel og Maggý, reka. Ferðir sem þau bjóða upp á m.a. um Snæfellsnes, í Dölunum, á Fellsströnd og Dagverðarnes. Um einstaka upplifun var að ræða fyrir okkur […]
TBE, MÍTLAHEILABÓLGA Í fyrra var hjá mér íslensk kona á stofunni sem var fædd og uppalin í Eistlandi, en sem hugði nú mörgum árum síðar, að heimsækja æskuslóðirnar ásamt barninu sínu. Hún heyrði hins vegar frá ættingjum og vinum, að ekki væri vogandi að koma að sumri til í heimsókn nema að vera bólusettur gegn […]
Fáir dalir eru mér og minni fjölskyldu jafn hjartfólgnir og Skammidalur í Mosfellssveit. Garðyrkjulönd sem Mosfellsbær leigði til skamms tíma nágrönnum sínum í Reykjavík og sem þurftu að fá að komast út í sveit og rækta kartöflurnar sínar. Tengdaforeldrar mínir höfðu þannig fengið skúrland til leigu og flutt þangað kofa fyrir tæpri hálfri öld. Kofi […]