Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 14.03 2015 - 13:24

Áfengi í vöru- og blómabúðum? (Eir XI)

Nú liggur fyrir frumvarp stjórnarþingmanna um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og blómabúðum. Áfengisbölið er þegar mikið í þjóðfélaginu, oft tengt öðrum vímuefnum. Flestir geta auðvitað umgengist áfengið, en stöðugt fleiri verða ofneyslunni að bráð og sem sést best í þeim löndum þar sem verslun með áfengi hefur verið gefin frjáls. Sérstaklega þó þar sem […]

Fimmtudagur 12.03 2015 - 16:13

Eitthvað er þetta öfugt – velferð barna og næring fyrir einni öld og nú (Eir X)

Í dag er ungbarnadauði á Íslandi með því sem lægst gerist í heiminum, eða um 0.1% lifandi fæddra barna. Öll þekkjum við enda öryggið sem viðhaft er við fæðingu barns og síðan með góðu ungbarnaeftirliti og bólusetningum sem hafa nær útrýmt algengust smitsjúkdómunum þeirra. Áhersla er lögð brjóstgjöf og ýtarlegar ráðleggingar liggja fyrir um fæðuval. […]

Sunnudagur 08.03 2015 - 12:18

Yfirflæði og stíflur á spítölum vegna skorts á öldrunar- og heilsugæsluþjónustu

  Aldraðir nota bráðamóttökur mest allra tengt alvarlegri veikindum, eins og gefur að skilja. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir á höfuðborgarsvæðinu hinsvegar, eru endurteknar komur, oft af minni ástæðum og víðtækt úrræðaleysi í málefnum aldraða heima. Legutími þeirra sem að lokum leggjast inn á spítalana lengist auk þess stöðugt og þar með hæfni til […]

Fimmtudagur 05.03 2015 - 12:15

Til „hamingju“ með 100 ára afmælið, CocaCola !!

Í dag heldur Vífilfell upp á 100 ára afmæli kókflöskunnar og hefur keypt moggann handa allri þjóðinni til að lesa í auglýsingaskyni. Sennilega hefur engin „fæða“ haft jafnmikil slæm áhrif á neysluvenjur nútímamannsins og einmitt þessi eini drykkur á sl. öld og sem vissulega er allra drykkur frægastur. Breytir þar engu um þótt „Contour“ CocaCola-flaskan […]

Föstudagur 20.02 2015 - 13:55

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (seinni hluti)

„Mikill lærdómur og vinna liggur að baki þeim árangri að geta ráðið við smitsjúkdóma sem stundum voru drepsóttir á öldum áður og lagt gátu heilu þjóðfélögin í rúst. Ekki bara með hjálp vísindanna að finna bóluefnin og framleiða réttu sýkla- og veirulyfin, heldur einnig hvernig við getum farið rétt með þessi lyf og viðhaldið því […]

Þriðjudagur 27.01 2015 - 12:41

Hvað erum við eiginlega að hugsa varðandi börnin?

Í síðustu viku hélt ég erindi á Læknadögum 2015 undir fyrirsögninni, „Verðum að gera mikið betur“. Þrátt fyrir meira en tveggja áratuga vitneskju um mikla sýklalyfjanotkun barna hér á landi og tvo faraldra af sýklalyfjaónæmum pneumókokkum (typu 6B, Spænsk-íslenska stofninum og nú síðustu ár, 19F stofninu) stöndum við í svipuðum sporum og bíðum í raun […]

Miðvikudagur 31.12 2014 - 09:10

Litla vonarljósið nú um áramótin

Sennilega hefur lýðheilsu og heilsuöryggi þjóðarinnar aldrei fyrr verið stefnt í jafnmikla hættu og nú með aðgerðarleysi ríkisstjórnar Íslands sem hefur ekki viljað leiðrétta föst laun lækna allt sl. ár og sem dregist hafa langt aftur úr í föstum launum samanburðahópa (20-40%). Yfirvofandi er landsflótti íslenskra lækna eftir áramót, stór hluti heillar atvinnustéttar frá landinu góða […]

Sunnudagur 21.12 2014 - 21:50

Leyndarmálið á Akdamar Island og íslensku Paparnir

Í sumar heimsóttum nokkrir Íslendingar í gönguhópnum Fjöll og firnindi eyjuna Akdamar og sem staðsett er úti fyrir suðurströnd stöðuvatnsins Van í austurhluta Tyrklands, á hásléttu í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Við áttum þar góða dagstund í aðlögun fyrir göngu á fjallið Ararat (5.200 m) og sem var upphaflega aðal markmið ferðarinnar og greint […]

Þriðjudagur 16.12 2014 - 17:19

Eir fyrir öld og heilbrigðismálin í dag

Í dag stöndum við á tímamótum. Hvort heilbrigðiskerfinu sem við höfum þekkt nokkuð vel, verði fórnað og eitthvað allt annað taki við undir formerkjum einkaframtaks og einkavæðingar. Erlent vinnuafl jafnvel í stað íslenskra lækna. Læknismenntun erlendis í stað hér heima, eins og staðreyndin var fyrir rúmri öld. Læknavísindin í raun gjaldfelld eins og við þekkjum þau í dag. […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 13:09

Aftur til ársins 1864

Dönsku sjónvarpsþáttaröðinni 1864 lauk sl. mánudagskvöld á RÚV. Ein besta sjónvarpssería sem ég hef fylgst með og ekki spillti fyrir að ég á sjálfur ættir að rekja til sögusviðsins. Sama dag var ég líka staddur á Austurvelli við Arnarhvol með læknanemunum okkar. Og sama dag keyrði ég líka á milli helming heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu í […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn