Í dag heldur Vífilfell upp á 100 ára afmæli kókflöskunnar og hefur keypt moggann handa allri þjóðinni til að lesa í auglýsingaskyni. Sennilega hefur engin „fæða“ haft jafnmikil slæm áhrif á neysluvenjur nútímamannsins og einmitt þessi eini drykkur á sl. öld og sem vissulega er allra drykkur frægastur. Breytir þar engu um þótt „Contour“ CocaCola-flaskan […]
„Mikill lærdómur og vinna liggur að baki þeim árangri að geta ráðið við smitsjúkdóma sem stundum voru drepsóttir á öldum áður og lagt gátu heilu þjóðfélögin í rúst. Ekki bara með hjálp vísindanna að finna bóluefnin og framleiða réttu sýkla- og veirulyfin, heldur einnig hvernig við getum farið rétt með þessi lyf og viðhaldið því […]
Í síðustu viku hélt ég erindi á Læknadögum 2015 undir fyrirsögninni, „Verðum að gera mikið betur“. Þrátt fyrir meira en tveggja áratuga vitneskju um mikla sýklalyfjanotkun barna hér á landi og tvo faraldra af sýklalyfjaónæmum pneumókokkum (typu 6B, Spænsk-íslenska stofninum og nú síðustu ár, 19F stofninu) stöndum við í svipuðum sporum og bíðum í raun […]
Sennilega hefur lýðheilsu og heilsuöryggi þjóðarinnar aldrei fyrr verið stefnt í jafnmikla hættu og nú með aðgerðarleysi ríkisstjórnar Íslands sem hefur ekki viljað leiðrétta föst laun lækna allt sl. ár og sem dregist hafa langt aftur úr í föstum launum samanburðahópa (20-40%). Yfirvofandi er landsflótti íslenskra lækna eftir áramót, stór hluti heillar atvinnustéttar frá landinu góða […]
Í sumar heimsóttum nokkrir Íslendingar í gönguhópnum Fjöll og firnindi eyjuna Akdamar og sem staðsett er úti fyrir suðurströnd stöðuvatnsins Van í austurhluta Tyrklands, á hásléttu í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Við áttum þar góða dagstund í aðlögun fyrir göngu á fjallið Ararat (5.200 m) og sem var upphaflega aðal markmið ferðarinnar og greint […]
Í dag stöndum við á tímamótum. Hvort heilbrigðiskerfinu sem við höfum þekkt nokkuð vel, verði fórnað og eitthvað allt annað taki við undir formerkjum einkaframtaks og einkavæðingar. Erlent vinnuafl jafnvel í stað íslenskra lækna. Læknismenntun erlendis í stað hér heima, eins og staðreyndin var fyrir rúmri öld. Læknavísindin í raun gjaldfelld eins og við þekkjum þau í dag. […]
Dönsku sjónvarpsþáttaröðinni 1864 lauk sl. mánudagskvöld á RÚV. Ein besta sjónvarpssería sem ég hef fylgst með og ekki spillti fyrir að ég á sjálfur ættir að rekja til sögusviðsins. Sama dag var ég líka staddur á Austurvelli við Arnarhvol með læknanemunum okkar. Og sama dag keyrði ég líka á milli helming heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu í […]
Heilbrigðiskerfið er orðið veikburða á allt of mörgum sviðum og þróunin í kjaraviðræðum við lækna sl. vikur slæm. Varla er að verða mannað í vissum sérgreinum læknisfræðinnar og við treystum hvað mest á í alvarlegustu veikindum okkar. Krabbameinslæknar og meltingarlyflæknar orðnir fáir, skurðlæknum fer ört fækkandi og gjörgæslulæknar íhuga flestir uppsagnir. Heilsugæslan mjög veikburða, ekki síst á höfuðborgasvæðinu, […]
Með nýju stjórnarfrumvarpi sem liggur frammi um breytingar á lögum um almannavarnir, sækist forsætisráðherra nú eftir rétti til aukinna valda og íhlutana á tímum náttúruhamfara í nafni almenningsheilla. Að hann geti hlutast til um mikilvæg málefni, opnað og lokað jafnvel öllu landinu og yfirtekið einkarekstur og byggingar. Jafnvel fjölmiðlana ef því er að skipta. Einkennilegast er […]
Fyrirfram hefði mátt búast við að eitthvað hefði dregið úr geð- og svefnlyfjanotkun Íslendinga síðustu ár eftir alla umræðuna sem verið hefur um lyfjamál og upplýsinga um meiri geðlyfjanotkun en á hinum Norðurlöndunum um árabil. Staðreyndin er að notkunin hefur aukist stöðugt sl. áratug um 70% eins og fram kemur í frétt frá Landlæknisembættinu. Þriðji hver […]