Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 28.02 2014 - 13:21

Bætum árvekni gegn alvarlegustu krabbameinunum

Nú er mottumarsinn byrjaður, fimmta árið í röð. Vitundarvakning sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir, tileinkað krabbameinsvörnum karla og mikilvægi þess að þeir sýni árvekni gagnvart eigin líkama. Stofnanir og fyrirtæki hafa af þessu tilefni séð ástæðu til að upplýsa húsin sín eins og Landspítalann og sjálfan Háskólann með bláum lit. Á haustin eru sömu hús böðuð bleikum ljósum, þá […]

Miðvikudagur 19.02 2014 - 16:55

Heilsuvernd er lífið

Vegna óljósra hugmynda manna nú um hlutverk heilsugæslunnar í framtíðinni ef marka má umræðuna og alla tískukúrana, birti ég hér grein mína „Heildræn heilsa á tækniöld“ úr 75 ára afmælisriti SÍBS sl. haust.    Þökk sé heilbrigðisvísindunum eiga flestir nú kost á hátæknilæknismeðferð þegar alvarlegustu sjúkdómarnir banka upp á eða slysin verða. Fyrir flesta skiptir hins […]

Mánudagur 17.02 2014 - 12:49

Frá stórubólu í Vatnsmýrina á aðeins tveimur öldum

Sennilega gera allir sér ekki grein fyrir að mesti vaxtarbroddur í framleiðslu lyfja framtíðarinnar byggist á lögmálum ónæmisfræðinnar og sem m.a. hefur verið grundvöllur framleiðslu bóluefna sem gjörbreytt hefur vörnum okkar gegn alvarlegustu smitsjúkdómunum og sem ollu jafnvel plágum á öldum áður. Nú með betri greiningu og skilningi á mótefnum og nákvæmum eftirmyndunum þeirra gegn allskonar meinsemdum. Sjúkir vefir […]

Fimmtudagur 13.02 2014 - 13:39

Hvað eru ásættanlegar aukaverkanir vegna læknainngripa í fegrunarskyni?

Mikil umræða er nú um skapaaðgerðir á kynfærum ungra kvenna sem framkvæmdar eru af lýtalæknum. Sitt sýnist hverjum um mikilvægi þessara aðgerða og hvað sé verið að halda að ímynd kvenna með auglýsingamennsku og markaðssetningu fegrunaraðgerða. Um þau mál almennt hef ég nýlega skrifað pistil. Umræðan nú virðist mest snúast um áhættu af slíkum aðgerðum, […]

Miðvikudagur 12.02 2014 - 13:44

8 milljón svefnlyfjaskammtar svo þjóðin dormi!

  Milli 5-10% af fjölda skilgreindra dagskammta lyfja sem landinn tekur að staðaldri (börn þar meðtalin) eru svefnlyf, auk þess sem rúmlega 30% Íslendinga nota tauga- og geðlyf á hverju ári, þar sem þunglyndislyfin vega þyngst. Algengast lyfið sem skrifað er út á Íslandi er svefnlyfið Imovane og sem samsvarar eitt og sér yfir 5 […]

Mánudagur 10.02 2014 - 13:09

Örverurnar í skugganum

  Um helgina hélt ég fyrirlestur á fræðsluþingi fyrir heimilislækna um mikilvægi nærflórunnar okkar, örveruflóru mannsins (The human microbiome) og sem ég nefndi, Lítum okkur aðeins nær. Efni sem er brennheitt í heimi læknavísindanna þessa daganna og snertir heilsu okkar allra á einn eða annan hátt og þrír aðrir kollegar mínir gerðu vel grein fyrir í sínum fyrirlestrum. En líka […]

Föstudagur 24.01 2014 - 22:53

Virusar í apótekinu

Fáfræði almennings þegar kemur að vitneskju um lyfjanotkun er mikil hér á landi og krafan á bráðalausnir er meiri en í nágranalöndunum. Skortur á heilsugæsluþjónustu á daginn, en áhersla á skyndiþjónustu og lausnir í apótekunum á kvöldin ræður þar miklu um. Allskyns kúrar þrífast sem og pýramídasölukerfi þar sem maður er settur á mann og […]

Mánudagur 06.01 2014 - 09:37

Hvíti hvalurinn og skipsstjórinn Ahab

Skáldsagan um hvalinn Moby-Dick á sér ekki aðeins margar samsvaranir í heimsbókmenntunum, heldur einnig í íslenskum veruleika. Við vorum einu sinni mikil hvalveiðiþjóð og þekktum norðurhöfin og hætturnar þar þjóða best. Samsvörunin er enn raunverulegri ef við rifjum upp hvernig sjálfri þjóðarskútunni var siglt um árið. En hver er boðskapurinn okkar í dag með sögunni […]

Þriðjudagur 17.12 2013 - 12:41

Kjöthakk á tilboðsverði

Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið á milli matvælaframleiðenda og neytandans. Meðal tuga stórfyrirtækja sl. misseri sem telja að þeir geti boðið neytandanum hvað sem er. Samkvæmt hádegisfréttum RÚV „hefur fréttaveitan Associated Press eftir heimildarmanni í frönsku lögreglunni að talið […]

Mánudagur 18.11 2013 - 20:46

Spegill, spegill herm þú mér…

Læknar mega ekki auglýsa sig og sína starfsemi samkvæmt íslenskum læknalögum nema í 2-3 hóflegum auglýsingum þegar þeir hefja rekstur. Þannig er verið að sporna gegn óþarfa markaðshyggju á lækningum og samkeppni um inngrip sem ekki þykja hæfa læknaeiðnum og reglum um góða starfshætti lækna. Á landi þar sem allir eiga að njóta sem jafnast aðgengis […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn