Það voru ekki hernaðarátök eða náttúruhamfarir sem særðu flesta í lok árs 2011, ef litið er til sálarinnar um þessar mundir. Líka hér á landi þar sem um 400 konur þjást nú og vita ekki hvað skal gera…á nýju ári. Sennilega eru fáir skandalar meiri í heimi læknavísindanna árið 2011 og jafnvel á síðari tímum, […]
Á flestum sviðum læknisfræðinnar höfum við Íslendingar talið okkur standa fremstir meðal þjóða, læknismenntunin góð og boðið er upp á hátæknilækningar á flestum sviðum. Þetta er svo sem allt gott og blessað ef heilbrigðisþjónustan sjálf stæði í blóma og að ekki væru efasemdir forgangsröðun verkefnanna á niðurskurðartímum. Á tímum þegar velmegunarsjúkdómarnir eru farnir í að sliga heilsuna […]
„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Árið hefur verið viðburðaríkt eins og vænta mátti, ekki síst miðað við allt sem á undan er gengið. Við heldur aldrei nær því að ganga í Evrópusambandið og margt augljósara nú en fyrir ári síðan. Við erum líka nær því að vera […]
Oft stormar um jólin í margskonar skilningi og heimsfréttirnar bera með sér. Og aðrir stormar eru líka mikið í fréttum sem tengjast færðinni um landið okkar. Eg það eru ekki allir sem upplifað hafa alvöru snjóstorm. Á vegum landsins þegar skyggnið er ekkert og bílarnir dansa eins og beljur á svelli. Líka þegar tíminn stendur eins og í stað og snjódrífan […]
Það er alltaf eitthvað sérstakt á döfinni þegar maður klæðist hvítri skyrtu. Tandurhreinni og stífstraujaðri. Tími eftirvæntinga og gleðilegra stunda, en stundum líka sorglegra, meðal kvenna, karla og barna. Þegar við viljum sýna okkar bestu hliðar. Undanfarna mánuði finnst mér hins vegar margir hafa klæðast hvítum skyrtum af tilefnislausu. Þar sem óeining og óánægjan ríkir og hver höndin er uppi á […]
Tvennt er líkt með íshöllum á Íslandi og Kauphöllinni. Þær byggjast á ákveðinni draumsýn í kulda og bráðna þegar sagan er öll. Reyndar má segja svipaða sögu með uppbyggingu alls fjármálalífs hér á landi sl. áratugi, sem var eins og slæm draumsýn sem endaði illa. Og þeir sem urðu ríkir, gerðu það gjarnan á kostnað þeirra sem urðu fátækari. En […]
Á hverjum degi fylgist ég með ógnarþungum flutningabílum með stóra tengivagna á leið, til og frá bænum, á Vesturlandsveginum gegnum þéttbýliskjarnann í Mosfellsbæ og þar sem oft er lítið slegið af hraðanum, enda bílstjórarnir sjálfsagt bæði öryggir og góðir, en stundum þreyttir og syfjaðir eftir langan og erfiðan akstur. Á jafnvel einnar akreina vegakafla í hvora átt milli hringtorga, […]
Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri […]
Ný rannsókn sem birtist í síðasta mánuði í Injury Prevention og sem fjallað er um í dag á MedScape sýnir að neysla svokallaðra orkudrykkja og sem nýlega hefur verið til umræðu hér á landi vegna mikillar sölu, eykur á ofbeldishneigð ekkert síður en áfengi. Rannsóknin var gerð í Boston árið 2008 og leitað var upplýsinga frá 2725 menntaskólanemum. Svarhlutfallið […]
Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Að því tilefni vill starfshópur innanríkisráðuneytisins um aðgerðir í umferðaröryggismálum hvetja landsmenn til að taka þátt í einnar mínútu þögn klukkan 11:00 í dag, sunnudaginn 20. nóvember. Alls látast um 20 einstaklingar í umferðarslysum á ári, á Íslandi. Flestir í blóma lífsins. […]