Fimmtudagur 03.11.2011 - 21:36 - FB ummæli ()

Svefnleysi og offita þjóðarinnar

Það er ekki ein báran stök í heilsufréttum þessa daganna. Á tímum þegar meira en helmingur þjóðarinnar er of þungur og allt of margir allt of  feitir einnig. Um fjórðungur fullorðinna en líka um 6% barna þar sem um þriðjungur er líka of þungur. Umræða sem fer að verða pínulítið þreytt nema þar sem hún tengist svo mörgu öðru sem hefur verið til umfjöllunar. Ýmsa þá þætti sem skipta almenna heilsu barna og fullorðinna hvað mestu máli í dag.

En á sama tíma og um 10% þjóðarinnar er talin líða að einhverju leiti fyrir ofvirkni er sala á ofur- og orkudrykkjum aldrei meiri. Viðtal var við Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðing á Stöð 2 í kvöld sem hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem beri mestu ábyrgðina en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifi vörunum. Drykkir sem eru hlaðnir þrúgusykri og örvandi efnum. Litlir drykkir sem samt innihalda orku á við 30 sykurmola og coffeinmagni sem eru jafnvel meiri en hjörtu fullorðinna þola. Og oft ekki bara einn drykk heldur jafnvel 2-4 yfir daginn. Sem innihalda þá jafnvel alla dagsþörf hitaeininga. Skyldi engann undra að sumir séu örir, fitni um hóf fram og eigi síðan erfitt með svefn. Jafnvel ung börn sem kaupa þessa drykki eins og hver önnur drykkjaföng en þjást síðan jafnvel af hörgulsjúkdómum vegna næringarleysis á því lífsnauðsynlegasta og ónógri hreyfingu.

Hins vegar ber svo við að svefnvandi þjóðarinnar er mestur hjá næstu kynslóð fyrir ofan, að minnsta kosti miðað við gífurlega sölu svefnlyfja hér á landi. Reyndar eiga Íslendingar norðurlandamet í notkun svefnlyfja og annarra tauga- og geðlyfja eins og svo mörgu öðru. Lyf sem slæva auk þess að hjálpa með að ná svefni sem þó verður aldrei jafn góður svefn og án lyfja. Stundum  meira eins og stutt rot. Svefnlyf sem aldrei ná að hreinsast alveg úr líkamanum daginn eftir og veldur höfga og oft truflaðri hugsun. í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eru t.d. fleiri taldir valda umferðarslysum undir áhrifum verkja- og svefnlyfja en áfengis. En ávísun á svefnlyf er samt því miður algengasta úrræði heilsugæslunnar í dag, miðað við fjölda úrlausna í tölvufærslunum og þar sem ekkert toppar þessar lyfjaendurnýjanir. Skyldi engann undra að þjóðin fitni og gangi síðan oft um eins og undir.. álögum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn